Mayweather launahæsti íþróttamaður heims | Ronaldo fær meira en Messi Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. apríl 2014 23:15 Hann er ekki kallaður Floyd "Money" Mayweather fyrir ekki neitt. Vísir/Getty Samkvæmt árlegri launakönnun ESPN The Magazine, tímarits íþróttasamsteypunnar ESPN, er hnefaleikakappinn Floyd Mayweather Jr. langlaunahæsti íþróttamaður heims. Þrátt fyrir að hnefaleikar hafi dalað mikið í vinsældum er Mayweather mjög eftirsóttur og fær ríkulega launað fyrir sín störf. Hann barðist tvívegis í fyrra og fékk fyrir það samtals 73,5 milljónir dala eða jafnvirði 8,2 milljarða króna. Í launakönnun ESPN The Magazine er ávallt aðeins litið til launa og/eða verðlaunafés íþróttamannanna og eru launatölur ekki hluti af því. Þetta eru sem sagt ekki heildartekjur íþróttamannanna heldur aðeins það sem þeir fá frá vinnuveitendum sínum.Ronaldo fær aðeins hærri laun en Messi.Vísir/GettyKnattspyrnukapparnir CristianoRonaldo og Lionel Messi eru í öðru og þriðja sæti. Portúgalinn fær 5,7 milljarða króna í laun frá Real Madrid, ögn meira en Messi fær frá Barcelona en Katalóníurisinn ætlar nú að kippa því í liðinn á næstunni.Zlatan Ibrahimovic er svo fimmti á listanum með 4 milljarða króna í laun frá Paris Saint-Germain en Wayne Rooney er svo síðasti knattspyrnumaðurinn sem kemst á topp 25 listann. Á meðal þeirra tíu efstu má finna fimm leikstjórnendur úr NFL-deildinni í amerískum fótbolta, þrjá knattspyrnumenn, einn körfuboltamann (KobeBryant) og einn hnefaleikakappa. Bandaríska hafnaboltaliðið Los Angeles Dodgers er það lið sem borgar hæstu launin og í öðru sæti er stórveldið New York Yankees. Manchester City, Barcelona og Real Madrid koma þar á eftir. Heildarlistann í uppsetningu ESPN The Magazine má sjá hér.Tíu launahæstu íþróttamenn heimsÍþróttamaður - íþróttagrein - laun í milljónum dala (íslenskra króna)1. Floyd Mayweather Jr., hnefaleikar - 73,5 (8,2 millj.)2. Cristiano Ronaldo, knattspyrna - 50,2 (5,7 mlja.)3. Lionel Messi, knattspyrna - 50,1 (5,6 mlja.)4. Aaron Rodgers, amerískur fótbolti - 40 (4,5 mlja.)5. Zlatan Ibrahimovic, knattspyrna - 35 (4 mlja.)6. Matthew Stafford, amerískur fótbolti - 31,5 (3,6 mlja.)7. Tom Brady, amerískur fótbolti - 31 (3,5 mlja.)8. Kobe Bryant, körfubolti - 30,5 (3,4 mlja.)9.-10. Matt Ryan, amerískur fótbolti - 30 (3,3 mlja.)9.-10. Joe Flacco, amerískur fótbolti - 30 (3,3 mlja.) Fyrir neðan topp tíu:12.-13. Fernando Alonso, Formúla 1 - 27,5 (3,1 mlja.)12.-13. Lewis Hamilton, Formúla 1 - 27,5 (3,1 mlja.)15. Wayne Rooney, knattspyrna - 26 (2,9 mlja.)Liðin sem borga mest:1. Los Angeles Dodgers, hafnabolti - 241 (27 mlja.)2. New York Yankees, hafnabolti - 209 (23,5 mlja.)3. Manchester City, knattspyrna - 202 (22,7 mlja.)4. Barcelona, knattspyrna - 194 (21,8 mlja.)5. Real Madrid, knattspyrna - 190 (21,4) Íþróttir Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri KR - Valur | Stórleikur í Vesturbæ Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Bodø/Glimt - Man. City | Haaland á heimaslóðum KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Tímabilið búið hjá Butler Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Sjá meira
Samkvæmt árlegri launakönnun ESPN The Magazine, tímarits íþróttasamsteypunnar ESPN, er hnefaleikakappinn Floyd Mayweather Jr. langlaunahæsti íþróttamaður heims. Þrátt fyrir að hnefaleikar hafi dalað mikið í vinsældum er Mayweather mjög eftirsóttur og fær ríkulega launað fyrir sín störf. Hann barðist tvívegis í fyrra og fékk fyrir það samtals 73,5 milljónir dala eða jafnvirði 8,2 milljarða króna. Í launakönnun ESPN The Magazine er ávallt aðeins litið til launa og/eða verðlaunafés íþróttamannanna og eru launatölur ekki hluti af því. Þetta eru sem sagt ekki heildartekjur íþróttamannanna heldur aðeins það sem þeir fá frá vinnuveitendum sínum.Ronaldo fær aðeins hærri laun en Messi.Vísir/GettyKnattspyrnukapparnir CristianoRonaldo og Lionel Messi eru í öðru og þriðja sæti. Portúgalinn fær 5,7 milljarða króna í laun frá Real Madrid, ögn meira en Messi fær frá Barcelona en Katalóníurisinn ætlar nú að kippa því í liðinn á næstunni.Zlatan Ibrahimovic er svo fimmti á listanum með 4 milljarða króna í laun frá Paris Saint-Germain en Wayne Rooney er svo síðasti knattspyrnumaðurinn sem kemst á topp 25 listann. Á meðal þeirra tíu efstu má finna fimm leikstjórnendur úr NFL-deildinni í amerískum fótbolta, þrjá knattspyrnumenn, einn körfuboltamann (KobeBryant) og einn hnefaleikakappa. Bandaríska hafnaboltaliðið Los Angeles Dodgers er það lið sem borgar hæstu launin og í öðru sæti er stórveldið New York Yankees. Manchester City, Barcelona og Real Madrid koma þar á eftir. Heildarlistann í uppsetningu ESPN The Magazine má sjá hér.Tíu launahæstu íþróttamenn heimsÍþróttamaður - íþróttagrein - laun í milljónum dala (íslenskra króna)1. Floyd Mayweather Jr., hnefaleikar - 73,5 (8,2 millj.)2. Cristiano Ronaldo, knattspyrna - 50,2 (5,7 mlja.)3. Lionel Messi, knattspyrna - 50,1 (5,6 mlja.)4. Aaron Rodgers, amerískur fótbolti - 40 (4,5 mlja.)5. Zlatan Ibrahimovic, knattspyrna - 35 (4 mlja.)6. Matthew Stafford, amerískur fótbolti - 31,5 (3,6 mlja.)7. Tom Brady, amerískur fótbolti - 31 (3,5 mlja.)8. Kobe Bryant, körfubolti - 30,5 (3,4 mlja.)9.-10. Matt Ryan, amerískur fótbolti - 30 (3,3 mlja.)9.-10. Joe Flacco, amerískur fótbolti - 30 (3,3 mlja.) Fyrir neðan topp tíu:12.-13. Fernando Alonso, Formúla 1 - 27,5 (3,1 mlja.)12.-13. Lewis Hamilton, Formúla 1 - 27,5 (3,1 mlja.)15. Wayne Rooney, knattspyrna - 26 (2,9 mlja.)Liðin sem borga mest:1. Los Angeles Dodgers, hafnabolti - 241 (27 mlja.)2. New York Yankees, hafnabolti - 209 (23,5 mlja.)3. Manchester City, knattspyrna - 202 (22,7 mlja.)4. Barcelona, knattspyrna - 194 (21,8 mlja.)5. Real Madrid, knattspyrna - 190 (21,4)
Íþróttir Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri KR - Valur | Stórleikur í Vesturbæ Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Bodø/Glimt - Man. City | Haaland á heimaslóðum KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Tímabilið búið hjá Butler Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Sjá meira