Nýr Evrópuflokkur tæki mest fylgi frá Sjálfstæðisflokknum Heimir Már Pétursson skrifar 12. apríl 2014 19:30 Sjálfstæðisflokkurinn og þeir flokkar á Alþingi sem styðja áframhald viðræðna við Evrópusambandið gætu tapað mestu fylgi ef stofnaður yrði nýr Evrópusinnaður flokkur á hægri væng stjórnmálanna. Slíkur flokkur mælist nú með 21,5 prósenta fylgi. Þetta er önnur könnunin í röð þar sem Evrópusinnaður flokkur til hægri í stjórnmálum mælist með um 20 prósenta fylgi. Hann tæki mest frá Sjálfstæðisflokknum en einnig öðrum flokkum. Samkvæmt könnun Capacents fengi flokkur sem þessi 21,5 prósent atkvæða en 26,5 prósent þeirra sem sögðu líklegt eða öruggt að þau kysu slíkan flokk kusu Sjálfstæðisflokkinn síðast, 20 prósent Samfylkinguna, 16 prósent Framsóknarflokkinn og 15 prósent Bjarta framtíð. Mjög fáir höfðu kosið Vinstri græn eða Pírata. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði segir þetta ekki endilega koma á óvart. Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki náð að marka sig í stjórnarsamstarfinu með Framsóknarflokknum.Eru þetta þá að þínu mati allt óánægðir Evrópumenn innan Sjálfstæðisflokksins?„Það er erfitt að segja það. Sjálfsagt er kjarninn í þessu óánægðir Evrópumenn. En þetta kann líka að vera almenn óánægja. Þessi óstofnaði flokkur hefur gefið sig út fyrir það að vera flokkur vestrænnar samvinnu og viðskiptafrelsis. Og það kann að vera að þessi stuðningur við flokkinn komi úr báðum áttum,“ segir Gunnar Helgi. Enda virðist þessi flokkur höfða til Evrópusinna sem eftir séu í Sjálfstæðisflokknum en einnig til margra sem áður kusu Samfylkingu, Bjarta framtíð og Framsókn. „Í raun og veru má segja að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ástæðu til að hafa áhyggjur af þessu en Samfylkingin og Björt framtíð ekki síður,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson. ESB-málið Tengdar fréttir Sveinn Andri á bakvið nýjan Sjálfstæðisflokk "Þetta er fyrir alla þá sem deila þessum skoðunum, eru ósáttir við stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum og gætu hugsað sér að láta vaða.“ 31. mars 2014 11:02 Vilja nýjan hægriflokk sem yrði leiðandi afl í stjórnmálunum Í undirbúningi er stofnun nýs stjórnmálaflokks hægra megin við miðju sem vill klára viðræður við Evrópusambandið. Verið er að kanna afstöðu fólks til slíks flokks í könnun sem óánægðir sjálfstæðismenn standa fyrir. 29. mars 2014 18:30 Nýr hægriflokkur gæti notið svipaðs fylgis og Sjálfstæðisflokkurinn Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup myndu rúm 20 prósent aðspurðra kjósa nýjan Evrópusinnaðan stjórnmálaflokk hægra megin við miðju. 26 prósent af fylginu kemur frá þeim sem kusu Sjálfstæðisflokkinn vorið 2013 12. apríl 2014 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn og þeir flokkar á Alþingi sem styðja áframhald viðræðna við Evrópusambandið gætu tapað mestu fylgi ef stofnaður yrði nýr Evrópusinnaður flokkur á hægri væng stjórnmálanna. Slíkur flokkur mælist nú með 21,5 prósenta fylgi. Þetta er önnur könnunin í röð þar sem Evrópusinnaður flokkur til hægri í stjórnmálum mælist með um 20 prósenta fylgi. Hann tæki mest frá Sjálfstæðisflokknum en einnig öðrum flokkum. Samkvæmt könnun Capacents fengi flokkur sem þessi 21,5 prósent atkvæða en 26,5 prósent þeirra sem sögðu líklegt eða öruggt að þau kysu slíkan flokk kusu Sjálfstæðisflokkinn síðast, 20 prósent Samfylkinguna, 16 prósent Framsóknarflokkinn og 15 prósent Bjarta framtíð. Mjög fáir höfðu kosið Vinstri græn eða Pírata. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði segir þetta ekki endilega koma á óvart. Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki náð að marka sig í stjórnarsamstarfinu með Framsóknarflokknum.Eru þetta þá að þínu mati allt óánægðir Evrópumenn innan Sjálfstæðisflokksins?„Það er erfitt að segja það. Sjálfsagt er kjarninn í þessu óánægðir Evrópumenn. En þetta kann líka að vera almenn óánægja. Þessi óstofnaði flokkur hefur gefið sig út fyrir það að vera flokkur vestrænnar samvinnu og viðskiptafrelsis. Og það kann að vera að þessi stuðningur við flokkinn komi úr báðum áttum,“ segir Gunnar Helgi. Enda virðist þessi flokkur höfða til Evrópusinna sem eftir séu í Sjálfstæðisflokknum en einnig til margra sem áður kusu Samfylkingu, Bjarta framtíð og Framsókn. „Í raun og veru má segja að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ástæðu til að hafa áhyggjur af þessu en Samfylkingin og Björt framtíð ekki síður,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson.
ESB-málið Tengdar fréttir Sveinn Andri á bakvið nýjan Sjálfstæðisflokk "Þetta er fyrir alla þá sem deila þessum skoðunum, eru ósáttir við stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum og gætu hugsað sér að láta vaða.“ 31. mars 2014 11:02 Vilja nýjan hægriflokk sem yrði leiðandi afl í stjórnmálunum Í undirbúningi er stofnun nýs stjórnmálaflokks hægra megin við miðju sem vill klára viðræður við Evrópusambandið. Verið er að kanna afstöðu fólks til slíks flokks í könnun sem óánægðir sjálfstæðismenn standa fyrir. 29. mars 2014 18:30 Nýr hægriflokkur gæti notið svipaðs fylgis og Sjálfstæðisflokkurinn Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup myndu rúm 20 prósent aðspurðra kjósa nýjan Evrópusinnaðan stjórnmálaflokk hægra megin við miðju. 26 prósent af fylginu kemur frá þeim sem kusu Sjálfstæðisflokkinn vorið 2013 12. apríl 2014 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Sveinn Andri á bakvið nýjan Sjálfstæðisflokk "Þetta er fyrir alla þá sem deila þessum skoðunum, eru ósáttir við stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum og gætu hugsað sér að láta vaða.“ 31. mars 2014 11:02
Vilja nýjan hægriflokk sem yrði leiðandi afl í stjórnmálunum Í undirbúningi er stofnun nýs stjórnmálaflokks hægra megin við miðju sem vill klára viðræður við Evrópusambandið. Verið er að kanna afstöðu fólks til slíks flokks í könnun sem óánægðir sjálfstæðismenn standa fyrir. 29. mars 2014 18:30
Nýr hægriflokkur gæti notið svipaðs fylgis og Sjálfstæðisflokkurinn Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup myndu rúm 20 prósent aðspurðra kjósa nýjan Evrópusinnaðan stjórnmálaflokk hægra megin við miðju. 26 prósent af fylginu kemur frá þeim sem kusu Sjálfstæðisflokkinn vorið 2013 12. apríl 2014 07:00