Gunnar Nelson mætir ósigruðum Bandaríkjamanni í Dyflinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. apríl 2014 18:45 „Ég er kominn með bardaga í Dublin 19. júlí á móti Ameríkana sem heitir Ryan LaFlare,“ sagði GunnarNelson í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Gunnar fékk því ósk sína uppfyllta en hann vonaðist til að fá bardaga á UFC-kvöldinu í Dyflinn í júlí og andstæðingur hans verður ekki af lakari gerðinni. Ryan LaFlare er í 15. sæti styrkleikalistans í veltivigtinni í UFC, tveimur sætum fyrir neðan Gunnar sem komst í fyrsta skipti inn á topp 15 listann eftir sigur sinn gegn Rússanum Omari Akmedov í Lundúnum fyrr á árinu. LaFlare hefur barist ellefu sinnum í MMA og er ósigraður. Hann hefur fjórum sinnum barist í UFC og unnið alla bardagana á dómaraúrskurði. Gunnar er einnig ósigraður í þrettán bardögum „Hann er svona „wrestler“, góður glímumaður, sérstaklega standandi. Hann er góður í fellum og að stjórna hvort bardaginn sé uppi eða niðri sem er mjög góður kostur,“ sagði Gunnar um LaFlare en er hann sterkasti andstæðingur Gunnars hingað til? „Já, allavega á blaði. Miðað við árangurinn hans og við hverja hann hefur barist. Það er engin spurning. En síðan veit maður aldrei fyrr en maður kemur í bardagann.“ Gunnar segist vera í hörkuformi en æfingafélagar hans er á heimleið eftir vel heppnað bardagakvöld á Norður-Írlandi. Með í för verður írska UFC-ofurstjarnan Conor McGregor sem berst í fjaðurvigt. „Æfingafélagar mínir eru að koma heim frá Dublin og með þeim verður til dæmis Conor McGregor sem vonandi verður að berjast þarna líka. Ég býst fastlega við því. Hann er algjör súperstjarna í Írlandi og í UFC. Ég hlakka til að fá þá alla hingað yfir. Þetta verða hörku æfingabúðir,“ sagði Gunnar Nelson.Ryan LaFlare sparkar í andlit Court McGee í veltivigtarbardaga þeirra í UFC.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty MMA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira
„Ég er kominn með bardaga í Dublin 19. júlí á móti Ameríkana sem heitir Ryan LaFlare,“ sagði GunnarNelson í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Gunnar fékk því ósk sína uppfyllta en hann vonaðist til að fá bardaga á UFC-kvöldinu í Dyflinn í júlí og andstæðingur hans verður ekki af lakari gerðinni. Ryan LaFlare er í 15. sæti styrkleikalistans í veltivigtinni í UFC, tveimur sætum fyrir neðan Gunnar sem komst í fyrsta skipti inn á topp 15 listann eftir sigur sinn gegn Rússanum Omari Akmedov í Lundúnum fyrr á árinu. LaFlare hefur barist ellefu sinnum í MMA og er ósigraður. Hann hefur fjórum sinnum barist í UFC og unnið alla bardagana á dómaraúrskurði. Gunnar er einnig ósigraður í þrettán bardögum „Hann er svona „wrestler“, góður glímumaður, sérstaklega standandi. Hann er góður í fellum og að stjórna hvort bardaginn sé uppi eða niðri sem er mjög góður kostur,“ sagði Gunnar um LaFlare en er hann sterkasti andstæðingur Gunnars hingað til? „Já, allavega á blaði. Miðað við árangurinn hans og við hverja hann hefur barist. Það er engin spurning. En síðan veit maður aldrei fyrr en maður kemur í bardagann.“ Gunnar segist vera í hörkuformi en æfingafélagar hans er á heimleið eftir vel heppnað bardagakvöld á Norður-Írlandi. Með í för verður írska UFC-ofurstjarnan Conor McGregor sem berst í fjaðurvigt. „Æfingafélagar mínir eru að koma heim frá Dublin og með þeim verður til dæmis Conor McGregor sem vonandi verður að berjast þarna líka. Ég býst fastlega við því. Hann er algjör súperstjarna í Írlandi og í UFC. Ég hlakka til að fá þá alla hingað yfir. Þetta verða hörku æfingabúðir,“ sagði Gunnar Nelson.Ryan LaFlare sparkar í andlit Court McGee í veltivigtarbardaga þeirra í UFC.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty
MMA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira