„Trúi því ekki að þetta sé tilviljun“ Birta Björnsdóttir skrifar 27. apríl 2014 20:00 Á Hönnunarmars árið 2011 kynnti Ragnheiður Ösp til sögunnar púðann Notknot. Hann fékk í kjölfarið talsverða athygli á erlendum hönnunarvefsíðum og er seldur víða í Evrópu. Einu og hálfu ári síðar fékk hún fregnir af því að danska efnaverslunin Stof og stil væri að auglýsa efnivið og uppskrift af púðum sem flestir hljóta að vera sammála um að eru sláandi líkir hönnun Ragnheiðar. „Fólk hafði samband við mig og spurði hvort ég væri komin í samstarf við þennan aðila." Ragnheiður hafði tafarlaust samband við verslunina, en þar á bæ var lítið gefið fyrir athugasemdir hennar og því haldið fram að hönnuðir verslunarinnar hefðu fengið sömu hugmynd á sama tíma. „Það eina í stöðunni er í rauninni að hafa samband við lögfræðing en það er auðvitað kostnaðarsamt og tímafrekt," segir Ragnheiður. Stof og stil selja ekki púðana sjálfa, heldur efni til að gera þá. Ragnheiður segist vonast til að umfjöllun um málið hjálpi til við að veita versluninni aðhald. „Þeir eru í raun að stunda ólöglega markaðssetningu. Þeir mega ekki auglýsa vöru sem er svo sláandi lík annarri, að neytandinn ruglist á eftirlíkingunni og fyrirmyndinni," segir Ragnheiður. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði eru líkindin sláandi. „Ég trú því ekki að þetta sé tilviljun," segir Ragnheiður, sem er ekki eini hönnuðurinn sem hefur þessa sögu að segja. „Ég hef talað við tvo danska hönnuði sem lent hafa í þessu. Annar þeirra tók strax eftir útstillingu í verslun Stof og stil á vöru sem var sláandi lík öðru sem hún hafði hannað. Hún gerði athugasemdir og þetta var samstundis tekið niður. Svo ég held að þeir viti upp á sig sökina," segir Ragnheiður. HönnunarMars Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Á Hönnunarmars árið 2011 kynnti Ragnheiður Ösp til sögunnar púðann Notknot. Hann fékk í kjölfarið talsverða athygli á erlendum hönnunarvefsíðum og er seldur víða í Evrópu. Einu og hálfu ári síðar fékk hún fregnir af því að danska efnaverslunin Stof og stil væri að auglýsa efnivið og uppskrift af púðum sem flestir hljóta að vera sammála um að eru sláandi líkir hönnun Ragnheiðar. „Fólk hafði samband við mig og spurði hvort ég væri komin í samstarf við þennan aðila." Ragnheiður hafði tafarlaust samband við verslunina, en þar á bæ var lítið gefið fyrir athugasemdir hennar og því haldið fram að hönnuðir verslunarinnar hefðu fengið sömu hugmynd á sama tíma. „Það eina í stöðunni er í rauninni að hafa samband við lögfræðing en það er auðvitað kostnaðarsamt og tímafrekt," segir Ragnheiður. Stof og stil selja ekki púðana sjálfa, heldur efni til að gera þá. Ragnheiður segist vonast til að umfjöllun um málið hjálpi til við að veita versluninni aðhald. „Þeir eru í raun að stunda ólöglega markaðssetningu. Þeir mega ekki auglýsa vöru sem er svo sláandi lík annarri, að neytandinn ruglist á eftirlíkingunni og fyrirmyndinni," segir Ragnheiður. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði eru líkindin sláandi. „Ég trú því ekki að þetta sé tilviljun," segir Ragnheiður, sem er ekki eini hönnuðurinn sem hefur þessa sögu að segja. „Ég hef talað við tvo danska hönnuði sem lent hafa í þessu. Annar þeirra tók strax eftir útstillingu í verslun Stof og stil á vöru sem var sláandi lík öðru sem hún hafði hannað. Hún gerði athugasemdir og þetta var samstundis tekið niður. Svo ég held að þeir viti upp á sig sökina," segir Ragnheiður.
HönnunarMars Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira