„Ég vil frekar deyja hér en fara aftur til Afganistans“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 25. apríl 2014 19:28 Tvítugur flóttamaður er nú á fimmta degi hungurverkfalls. Hann hefur beðið í tvö ár eftir úrskurði um dvalarleyfi hér á landi. Ghasem Mohammadi hefur verið flóttamaður í fjögur ár, en hann flúði frá Afganistan þegar hann var sextán ára gamall. Hann kom til Íslands árið 2012 þar sem hann sótti um pólitískt hæli. Umsókninni var hafnað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, en Ghasem hafði áður sótt um hæli í Svíþjóð. Samkvæmt reglugerðinni er hælisleitanda vísað aftur til þess ríkis þar sem hann sótti fyrst um hæli. Ghasem áfrýjaði til Innanríkisráðuneytisins og bíður enn eftir úrskurði. Ghasem hefur hvorki borðað né drukkið neitt síðan á mánudag, en Þjónustumiðstöð miðborgar og Hlíða sendi sjúkrabíl eftir honum á miðvikudagskvöld og dvaldi hann eina nótt á spítalanum þar sem hann fékk næringu í æð. Hann ætlar sér að halda hungurverkfallinu áfram þar til Útlendingastofnun eða Innanríkisráðuneytið tekur umsókn hans til efnislegrar umfjöllunar. Ghasem segir að í þá tuttugu mánuði sem hann hefur beðið eftir úrskurði um dvalarleyfi hafi engin haft afskipti af honum. Verst sé þó að geta hvorki unnið né farið í skóla. Hann er orðin örvæntingarfullur og þreyttur á biðinni og segist frekar vilja deyja hér á landi en fara aftur til Afganistans. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Tvítugur flóttamaður er nú á fimmta degi hungurverkfalls. Hann hefur beðið í tvö ár eftir úrskurði um dvalarleyfi hér á landi. Ghasem Mohammadi hefur verið flóttamaður í fjögur ár, en hann flúði frá Afganistan þegar hann var sextán ára gamall. Hann kom til Íslands árið 2012 þar sem hann sótti um pólitískt hæli. Umsókninni var hafnað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, en Ghasem hafði áður sótt um hæli í Svíþjóð. Samkvæmt reglugerðinni er hælisleitanda vísað aftur til þess ríkis þar sem hann sótti fyrst um hæli. Ghasem áfrýjaði til Innanríkisráðuneytisins og bíður enn eftir úrskurði. Ghasem hefur hvorki borðað né drukkið neitt síðan á mánudag, en Þjónustumiðstöð miðborgar og Hlíða sendi sjúkrabíl eftir honum á miðvikudagskvöld og dvaldi hann eina nótt á spítalanum þar sem hann fékk næringu í æð. Hann ætlar sér að halda hungurverkfallinu áfram þar til Útlendingastofnun eða Innanríkisráðuneytið tekur umsókn hans til efnislegrar umfjöllunar. Ghasem segir að í þá tuttugu mánuði sem hann hefur beðið eftir úrskurði um dvalarleyfi hafi engin haft afskipti af honum. Verst sé þó að geta hvorki unnið né farið í skóla. Hann er orðin örvæntingarfullur og þreyttur á biðinni og segist frekar vilja deyja hér á landi en fara aftur til Afganistans.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira