Bandaríkjamenn tilkynntu á blaðamannafundi í kvöld að þeir ætli sér að senda um 600 hermenn til Póllands og Eystrasaltsríkjanna vegna stöðunnar í Úkraínu.
Hermennirnir eru úr flugsveit landhersins og koma frá bækistöð bandaríska hersins á Ítalíu en þeir munu vera við æfingar næstu vikurnar á svæðinu.
Ákvörðun Bandaríkjastjórn á að renna stoðum undir stuðningsyfirlýsingar þeirra við Úkraínu en Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, hefur verið síðustu daga í Úkraínu þar sem hann hefur rætt stöðuna við valdahafa þar í landi.
Bandaríkjamenn senda 600 hermenn
Stefán Árni Pálsson skrifar
