Hver á skilið hvað? Ásgrímur Jónasson skrifar 9. maí 2014 22:44 Á forsíðu 19. tölublaðs 5. árgangs Fréttatímans er kynnt viðtal við fréttastjóra Ríkisútvarpsins undir fyrirsögninni: Fréttamenn eru engar leikbrúður. En hefur fréttastjórinn rétt fyrir sér? Á tólftu síðu skrifar fréttamaður, Jónas Haraldsson, pistil sem hann kallar Viðhorf. Fyrirsögnin er: Endurtekin verkfallsógn og undirfyrirsögn: Vegna verkfallsboðunar neyddist Icelandair til að fella niður 26 flug. Sú neyðarráðstöfun hafði áhrif á, um 4500 farþega félagsins þennan eina dag, mest erlendra farþega. Greinarhöfundur leggur áherslu á batnandi horfur í efnahagsmálum og notar fyrri hluta greinar sinnar til þess að rökstyðja þá skoðun sína, en segir svo:Það þarf hinsvegar ekki mikið til að kúrsinn skekkist. Og Það er ekki sjálfgefið að æfintýrið haldi áfram í þágu allra, eins og minnst var á í leiðara Fréttatímans fyrir mánuði. Þá blasti við verkfall starfsmanna flugvalla sem lamað hefði allar flugsamgöngur til og frá landinu með ómældum skaða. Greinarhöfundur virðist ekki skilja tilganginn með verkfalli. Þegar boðað er til verkfalls, hafa allar aðrar leiðir til bættra kjara, verið fullreyndar, án árangurs. Verkfallið er því neyðarráðstöfun til þess að fá greidd sanngjörn laun. Allar aðrar leiðir hafa reynst lokaðar. Og þannig er það yfirleitt. Svokallaðir atvinnurekendur eru aldrei fúsir til að að semja. Þeir eru tilbúnir til að fórna miklum peningum til að halda launum niðri og virðast yfirleitt hafa nóg af þeim til þess. Það er því í flestum tilfellum hinn svokallaði atvinnurekandi lamar alla vinnu, að öllum líkindum í þeim tilgangi að hámarka ágóða sinn. Í greininni segir Jónas Haraldsson:Þessar aðgerðir setja flugáætlun þessa burðarfélags íslenskra flugsamgangna úr skorðum. Lítill hópur, hátt launaðra manna tekur landið nánast í gíslingu, sættir sig ekki við kauphækkanir á svipuðum nótum og þorri landsmanna. Fréttamenn eru engar leikbrúður? Fréttamenn segja fréttir á hlutlausan hátt, eða hvað? Hvað gæti manni dottið í hug þegar þeir taka alltaf málstað þess sterka? Er ekki hugsanlegt að fulltrúar þessara svokölluðu atvinnurekenda sem sitja við samningaborðið hafi nokkuð rúm fjárráð, kanski þreföld meðallaun. En Jónas virðist telja vinnandi fólki nægji mislukkaðir samningar ASÍ 2,8%, og segir að með aðgerðum sínum, sendi því sú stétt sem nú á í baráttu um betri kjör, öðrum launþegum kaldar kveðjur. Hvað um þann hluta launþega sem situr gegn vinnandi mönnum við samningaborðið? Tóku þeir sér ekki launahækkun, kanski svona, allt að 500.000 krónum á mánuði, stuttu áður en kjarasamningar runnu út? (Þeir teljast sennilega ekki til þorra launþega). Gæti það hafa skekkt kúrsinn? Endurtekin verkfallsógn, Réttari fyrirsögn væri: Endurtekin þvermóðska. Icelandair neitar að semja um eðlilegar kauphækkanir. Það er órökrétt, að fyrirtæki sem hafa efni á því að greiða eigendum sínum mjög rúman arð, geti ekki greitt þeim sem skapa þennan arð, sanngjörn laun. Verkfallsboðun er ekki ógn. Hún er síðasta útspil atvinnustétta til að ná fram ásættanlegum lífskjörum. Það eru margar færar leiðir, aðrar en að halda launum í lágmarki, til þess að rétta fjárhag ríkisins við. Góð laun lyfta undir góða afkomu. Lágmarkslaun er ávísun á lágmarks framleiðslu, lágmarks gæði og lágmarks viðskipti, sem er leiðin niður á við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Á forsíðu 19. tölublaðs 5. árgangs Fréttatímans er kynnt viðtal við fréttastjóra Ríkisútvarpsins undir fyrirsögninni: Fréttamenn eru engar leikbrúður. En hefur fréttastjórinn rétt fyrir sér? Á tólftu síðu skrifar fréttamaður, Jónas Haraldsson, pistil sem hann kallar Viðhorf. Fyrirsögnin er: Endurtekin verkfallsógn og undirfyrirsögn: Vegna verkfallsboðunar neyddist Icelandair til að fella niður 26 flug. Sú neyðarráðstöfun hafði áhrif á, um 4500 farþega félagsins þennan eina dag, mest erlendra farþega. Greinarhöfundur leggur áherslu á batnandi horfur í efnahagsmálum og notar fyrri hluta greinar sinnar til þess að rökstyðja þá skoðun sína, en segir svo:Það þarf hinsvegar ekki mikið til að kúrsinn skekkist. Og Það er ekki sjálfgefið að æfintýrið haldi áfram í þágu allra, eins og minnst var á í leiðara Fréttatímans fyrir mánuði. Þá blasti við verkfall starfsmanna flugvalla sem lamað hefði allar flugsamgöngur til og frá landinu með ómældum skaða. Greinarhöfundur virðist ekki skilja tilganginn með verkfalli. Þegar boðað er til verkfalls, hafa allar aðrar leiðir til bættra kjara, verið fullreyndar, án árangurs. Verkfallið er því neyðarráðstöfun til þess að fá greidd sanngjörn laun. Allar aðrar leiðir hafa reynst lokaðar. Og þannig er það yfirleitt. Svokallaðir atvinnurekendur eru aldrei fúsir til að að semja. Þeir eru tilbúnir til að fórna miklum peningum til að halda launum niðri og virðast yfirleitt hafa nóg af þeim til þess. Það er því í flestum tilfellum hinn svokallaði atvinnurekandi lamar alla vinnu, að öllum líkindum í þeim tilgangi að hámarka ágóða sinn. Í greininni segir Jónas Haraldsson:Þessar aðgerðir setja flugáætlun þessa burðarfélags íslenskra flugsamgangna úr skorðum. Lítill hópur, hátt launaðra manna tekur landið nánast í gíslingu, sættir sig ekki við kauphækkanir á svipuðum nótum og þorri landsmanna. Fréttamenn eru engar leikbrúður? Fréttamenn segja fréttir á hlutlausan hátt, eða hvað? Hvað gæti manni dottið í hug þegar þeir taka alltaf málstað þess sterka? Er ekki hugsanlegt að fulltrúar þessara svokölluðu atvinnurekenda sem sitja við samningaborðið hafi nokkuð rúm fjárráð, kanski þreföld meðallaun. En Jónas virðist telja vinnandi fólki nægji mislukkaðir samningar ASÍ 2,8%, og segir að með aðgerðum sínum, sendi því sú stétt sem nú á í baráttu um betri kjör, öðrum launþegum kaldar kveðjur. Hvað um þann hluta launþega sem situr gegn vinnandi mönnum við samningaborðið? Tóku þeir sér ekki launahækkun, kanski svona, allt að 500.000 krónum á mánuði, stuttu áður en kjarasamningar runnu út? (Þeir teljast sennilega ekki til þorra launþega). Gæti það hafa skekkt kúrsinn? Endurtekin verkfallsógn, Réttari fyrirsögn væri: Endurtekin þvermóðska. Icelandair neitar að semja um eðlilegar kauphækkanir. Það er órökrétt, að fyrirtæki sem hafa efni á því að greiða eigendum sínum mjög rúman arð, geti ekki greitt þeim sem skapa þennan arð, sanngjörn laun. Verkfallsboðun er ekki ógn. Hún er síðasta útspil atvinnustétta til að ná fram ásættanlegum lífskjörum. Það eru margar færar leiðir, aðrar en að halda launum í lágmarki, til þess að rétta fjárhag ríkisins við. Góð laun lyfta undir góða afkomu. Lágmarkslaun er ávísun á lágmarks framleiðslu, lágmarks gæði og lágmarks viðskipti, sem er leiðin niður á við.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar