Píratar vilja beinna lýðræði Linda Blöndal skrifar 7. maí 2014 20:12 Píratar segjast vilja „raunverulegar og róttækar kerfisbreytingar sem færa valdið til íbúanna og opna stjórnsýsluna gagnvart ytra aðhaldi, meðal annars með því að virkja upplýsingatæknina,“ eing og segir í stefnuskránni.Borgarar taki meiri þátt í skipulagsmálum Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík segir að samtökin vilji að íbúar fái meira um það ráðið innan hvers sveitarfélags hve marga þurfi til að kalla fram íbúakosningu um einstök mál. Einnig að opna megi vefgátt þar sem borgarbúar geti fylgst betur með í stórum málum eins og við gerð aðalskipulags borgarinnar og þannig koma í veg fyrir að slík mál verði mjög umdeild eins og nú ber á. Efla á sjálfstæði þjónustumiðstöðva og styrkja og útvíkka embætti umboðsmanns borgarbúa sem geti þá leitað í meiri mæli til umboðsmannsins.Vilja kanna mögulega spillingu„Við viljum algerlega gagnsætt bókhald hjá borginni en taka um leið fullt tillit til persónuverndar þar sem það á við”, segir Halldór. Starf sérstaks ábyrgðarmanns upplýsingagagnsæis myndi verða liður í að bæta stjórnsýsluna og Píratar hafa á stefnuskrá sinni að láta óháða stjórnsýsluúttekt fara fram á embættismannakerfi borgarinnar til að athuga hvort spilling sé þar að finna.Aukið vald kennara Stefnuskráin er í fimm köflum og fyrir utan stjórnsýslu og lýðræðisumbætur kemur hún inn á velferðar- og forvarnarmál, skólamál, íþrótta- og tómstundamál, skipulags- og samgöngumál. Píratar vilja til dæmis að Frístundakortið verði framfærslutengt og nýtist í fleiri tómstundir, kennarar fái aukið valt til stefnumótunar í skólamálum og að laun þeirra verði á við meðalkennaralaun í OECD-ríkjum. Unnið verði áfram að skóla án aðgreiningar og að verk- og listmenntun verði aukin. Stuðla skal að auknu sjálfstæði leik- og grunnskóla varðandi kennsluaðferðir. Ýmsar félagslega umbætur eru á stefnuskránni. Til dæmis á gjaldtaka í skólum og frístundum á að koma betur til móts við tekjulágt fólk sem og gera innheimtu á vegum borgarinnar sanngjarnari og mildari. Auka verður félagslega aðstoð og forvarnir í skólum, segir í stefnunni.Efla miðbæi í hverfunum Píratar vilja efla miðbæjarkjarna í hverfum og þétta byggð án þess að gana á útvistarsvæði. Einnig vilja þeir vernda Laugardalinn og Elliðaárdalinn sem útivistarsvæði. Einnig endurskoða hraðahindranir og finna annan kost til að draga úr umferðarhraða. Píratar vilja líka auka samvistir eldri og yngri kynslóðar skólabarna og auka möguleika barna til að vera í samvistum við dýr, sérstaklega að þau fái möguleika á því að umgangast hesta. Hugmyndir um að bæta þjónustu við heimilislausa, fíkla og fjölskyldur í vanda voru einnig kynntar í dag.Ekki afstaða til flugvallarins Píratar í Reykjavík vilja gera almenningssamgöngur að raunbetri valkosti með því að stórefla þær í samvinnu við íbúa borgarinnar og nærliggjandi sveitarfélög. Þeir vilja að sátt náist um framtíð flugvallarins, án þess þó að taka afstöðu til þess hvort völlurinn eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni. Fylgi Pírata var 10,5 prósent í könnun Stöðvar tvö Fréttablaðsins 1.maí sl. Samkvæmt því fengi flokkurinn einn fulltrúa í borgastjórn. Kosið verður 31. maí næstkomandi. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira
Píratar segjast vilja „raunverulegar og róttækar kerfisbreytingar sem færa valdið til íbúanna og opna stjórnsýsluna gagnvart ytra aðhaldi, meðal annars með því að virkja upplýsingatæknina,“ eing og segir í stefnuskránni.Borgarar taki meiri þátt í skipulagsmálum Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík segir að samtökin vilji að íbúar fái meira um það ráðið innan hvers sveitarfélags hve marga þurfi til að kalla fram íbúakosningu um einstök mál. Einnig að opna megi vefgátt þar sem borgarbúar geti fylgst betur með í stórum málum eins og við gerð aðalskipulags borgarinnar og þannig koma í veg fyrir að slík mál verði mjög umdeild eins og nú ber á. Efla á sjálfstæði þjónustumiðstöðva og styrkja og útvíkka embætti umboðsmanns borgarbúa sem geti þá leitað í meiri mæli til umboðsmannsins.Vilja kanna mögulega spillingu„Við viljum algerlega gagnsætt bókhald hjá borginni en taka um leið fullt tillit til persónuverndar þar sem það á við”, segir Halldór. Starf sérstaks ábyrgðarmanns upplýsingagagnsæis myndi verða liður í að bæta stjórnsýsluna og Píratar hafa á stefnuskrá sinni að láta óháða stjórnsýsluúttekt fara fram á embættismannakerfi borgarinnar til að athuga hvort spilling sé þar að finna.Aukið vald kennara Stefnuskráin er í fimm köflum og fyrir utan stjórnsýslu og lýðræðisumbætur kemur hún inn á velferðar- og forvarnarmál, skólamál, íþrótta- og tómstundamál, skipulags- og samgöngumál. Píratar vilja til dæmis að Frístundakortið verði framfærslutengt og nýtist í fleiri tómstundir, kennarar fái aukið valt til stefnumótunar í skólamálum og að laun þeirra verði á við meðalkennaralaun í OECD-ríkjum. Unnið verði áfram að skóla án aðgreiningar og að verk- og listmenntun verði aukin. Stuðla skal að auknu sjálfstæði leik- og grunnskóla varðandi kennsluaðferðir. Ýmsar félagslega umbætur eru á stefnuskránni. Til dæmis á gjaldtaka í skólum og frístundum á að koma betur til móts við tekjulágt fólk sem og gera innheimtu á vegum borgarinnar sanngjarnari og mildari. Auka verður félagslega aðstoð og forvarnir í skólum, segir í stefnunni.Efla miðbæi í hverfunum Píratar vilja efla miðbæjarkjarna í hverfum og þétta byggð án þess að gana á útvistarsvæði. Einnig vilja þeir vernda Laugardalinn og Elliðaárdalinn sem útivistarsvæði. Einnig endurskoða hraðahindranir og finna annan kost til að draga úr umferðarhraða. Píratar vilja líka auka samvistir eldri og yngri kynslóðar skólabarna og auka möguleika barna til að vera í samvistum við dýr, sérstaklega að þau fái möguleika á því að umgangast hesta. Hugmyndir um að bæta þjónustu við heimilislausa, fíkla og fjölskyldur í vanda voru einnig kynntar í dag.Ekki afstaða til flugvallarins Píratar í Reykjavík vilja gera almenningssamgöngur að raunbetri valkosti með því að stórefla þær í samvinnu við íbúa borgarinnar og nærliggjandi sveitarfélög. Þeir vilja að sátt náist um framtíð flugvallarins, án þess þó að taka afstöðu til þess hvort völlurinn eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni. Fylgi Pírata var 10,5 prósent í könnun Stöðvar tvö Fréttablaðsins 1.maí sl. Samkvæmt því fengi flokkurinn einn fulltrúa í borgastjórn. Kosið verður 31. maí næstkomandi.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira