Bílahjal Jóns Gnarr kostaði hann Pollapönk Sveinn Arnarsson skrifar 7. maí 2014 14:37 Jón Gnarr vildi ólmur horfa á Pollapönk syngja slagarann sinn, Enga fordóma, í forkeppni Eurovision í beinni útsendingu í gær. Vonaðist hann eftir að hlé yrði gert á fundi borgarstjórnar vegna keppninnar. Þegar keppnin hófst í Ríkissjónvarpinu stóð umræða um hverfaskipulag sem hæst í borgarstjórn. Jón Gnarr var afar ósáttur við það að fundi væri ekki lokið áður en Pollapönk steig á svið í kóngsins Köben. Var hann ósáttur við starfsbróður sinn í borgarstjórn, Júlíus Vífil Ingvarsson oddvita sjálfstæðismanna, um að vilja ekki slíta fundi. „Okkur sem hópi hefur verið sýnd lítilsvirðing, mér finnst þetta vináttuleysi gagnvart Óttarri Proppé," sagði Jón Gnarr, borgarstjóri í ræðunnu. Júlíusi Vífli fannst skrýtið að hagsmunir borgarbúa væru hafðir að vettugi og settir í annað sætið á eftir söngvakeppninni. „Þetta er ekki boðlegt," sagði Júlíus Vífill og sakaði hann borgarstjóra sjálfan um að lengja borgarstjórnarfund. Borgarstjóri hefði sjálfur haldið langa tölu um bíla sem hefði að sönnu mátt vera styttri. Hann gæti horft á keppnina á Plúsnum. Hagsmunir borgarbúa hlytu að vera meiri en svo að borgarfulltrúar gerðu hlé á fundi til að horfa á sjónvarpið. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis og samflokksmaður Júlíusar Vífils Ingvarssonar, tók hins vegar upp málefni söngvakeppninnar sérstaklega í stóli forseta í gærkvöld og óskaði Óttarri Proppé, 6. varaforseta hins háa Alþingis, til hamingju með árangurinn líkt og sjá má að neðan. Það er greinilega mismikill áhugi á söngvakeppninni innan raða Sjálfstæðismanna. Eurovision Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira
Jón Gnarr vildi ólmur horfa á Pollapönk syngja slagarann sinn, Enga fordóma, í forkeppni Eurovision í beinni útsendingu í gær. Vonaðist hann eftir að hlé yrði gert á fundi borgarstjórnar vegna keppninnar. Þegar keppnin hófst í Ríkissjónvarpinu stóð umræða um hverfaskipulag sem hæst í borgarstjórn. Jón Gnarr var afar ósáttur við það að fundi væri ekki lokið áður en Pollapönk steig á svið í kóngsins Köben. Var hann ósáttur við starfsbróður sinn í borgarstjórn, Júlíus Vífil Ingvarsson oddvita sjálfstæðismanna, um að vilja ekki slíta fundi. „Okkur sem hópi hefur verið sýnd lítilsvirðing, mér finnst þetta vináttuleysi gagnvart Óttarri Proppé," sagði Jón Gnarr, borgarstjóri í ræðunnu. Júlíusi Vífli fannst skrýtið að hagsmunir borgarbúa væru hafðir að vettugi og settir í annað sætið á eftir söngvakeppninni. „Þetta er ekki boðlegt," sagði Júlíus Vífill og sakaði hann borgarstjóra sjálfan um að lengja borgarstjórnarfund. Borgarstjóri hefði sjálfur haldið langa tölu um bíla sem hefði að sönnu mátt vera styttri. Hann gæti horft á keppnina á Plúsnum. Hagsmunir borgarbúa hlytu að vera meiri en svo að borgarfulltrúar gerðu hlé á fundi til að horfa á sjónvarpið. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis og samflokksmaður Júlíusar Vífils Ingvarssonar, tók hins vegar upp málefni söngvakeppninnar sérstaklega í stóli forseta í gærkvöld og óskaði Óttarri Proppé, 6. varaforseta hins háa Alþingis, til hamingju með árangurinn líkt og sjá má að neðan. Það er greinilega mismikill áhugi á söngvakeppninni innan raða Sjálfstæðismanna.
Eurovision Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira