Tuttugu ár frá því að Ayrton Senna lést Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. maí 2014 14:00 Ayrton Senna. Vísir/Getty Brasilíski kappakstursmaðurinn Ayrton Senna lést fyrir tuttugu árum síðan eftir árekstur í formúlu eitt keppni á Imola-brautinni í San Marínó en hann var þá aðeins 34 ára gamall og þrefaldur heimsmeistari. Fjölmargir hafa minnst Ayrton Senna í dag sem og Austurríkismannsins Roland Ratzenberger sem lést í tímatökunni fyrir sama kappakstur á Imola-brautinni 1. maí 1994. Það verður meðal annars fjögurra daga minningarathöfn á Imola-brautinni þar sem sérstök minningarganga um þá Ayrton Senna og Roland Ratzenberger fer fram í dag en í gær var messa tileinkuð þeim þar sem foreldrar Ratzenberger tóku þátt. Ayrton Senna var talsmaður þess að bæta öryggi ökumanna og gagnrýndi Imola-brautina meðal annars eftir dauðaslys Roland Ratzenberger. Aðeins sólarhring seinna var hann sjálfur allur eftir að hafa keyrt út úr brautinni í beygju og á vegg. Ayrton Senna er í margra augum einn fremsti formúlu eitt ökumaður allra tíma og sem dæmi um vinsældir hans í Brasilíu þá hafa Brasilíumenn sett hann ofar en Pele þegar þeir kjósa fremsta íþróttamann í sögu brasilísku þjóðarinnar. Í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá þessari skelfilegu helgi í formúlu eitt verður meðal annars boðið upp á sýningar á ljósmyndum frá ferli Senna sem og kvikmyndum um Senna á Imola-brautinni. Sérstök ráðstefna um öryggismál í formúlu eitt fer einnig fram að þessu tilefni. Brautin verður líka opin fyrir gesti sem fá þá tækifæri til að láta reyna á ökumannshæfileika sína þar á meðal verður sérstakur Senna-minningakappakstur á morgun. Senna verður ekki aðeins minnst á Imola-brautinni heldur út um allan heim og Brasilíumenn eru fyrir nokkru farnir að heiðra minningu hans með ýmsum hætti. Leikmenn Corinthians-fótboltaliðsins mættu meðal annars með Senna-hjálma þegar þeir stilltu sér upp fyrir leik á móti erkifjendum sínum en Senna var harður stuðningsmaður Corinthians-liðsins.Ayrton SennaVísir/Getty Formúla San Marínó Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Brasilíski kappakstursmaðurinn Ayrton Senna lést fyrir tuttugu árum síðan eftir árekstur í formúlu eitt keppni á Imola-brautinni í San Marínó en hann var þá aðeins 34 ára gamall og þrefaldur heimsmeistari. Fjölmargir hafa minnst Ayrton Senna í dag sem og Austurríkismannsins Roland Ratzenberger sem lést í tímatökunni fyrir sama kappakstur á Imola-brautinni 1. maí 1994. Það verður meðal annars fjögurra daga minningarathöfn á Imola-brautinni þar sem sérstök minningarganga um þá Ayrton Senna og Roland Ratzenberger fer fram í dag en í gær var messa tileinkuð þeim þar sem foreldrar Ratzenberger tóku þátt. Ayrton Senna var talsmaður þess að bæta öryggi ökumanna og gagnrýndi Imola-brautina meðal annars eftir dauðaslys Roland Ratzenberger. Aðeins sólarhring seinna var hann sjálfur allur eftir að hafa keyrt út úr brautinni í beygju og á vegg. Ayrton Senna er í margra augum einn fremsti formúlu eitt ökumaður allra tíma og sem dæmi um vinsældir hans í Brasilíu þá hafa Brasilíumenn sett hann ofar en Pele þegar þeir kjósa fremsta íþróttamann í sögu brasilísku þjóðarinnar. Í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá þessari skelfilegu helgi í formúlu eitt verður meðal annars boðið upp á sýningar á ljósmyndum frá ferli Senna sem og kvikmyndum um Senna á Imola-brautinni. Sérstök ráðstefna um öryggismál í formúlu eitt fer einnig fram að þessu tilefni. Brautin verður líka opin fyrir gesti sem fá þá tækifæri til að láta reyna á ökumannshæfileika sína þar á meðal verður sérstakur Senna-minningakappakstur á morgun. Senna verður ekki aðeins minnst á Imola-brautinni heldur út um allan heim og Brasilíumenn eru fyrir nokkru farnir að heiðra minningu hans með ýmsum hætti. Leikmenn Corinthians-fótboltaliðsins mættu meðal annars með Senna-hjálma þegar þeir stilltu sér upp fyrir leik á móti erkifjendum sínum en Senna var harður stuðningsmaður Corinthians-liðsins.Ayrton SennaVísir/Getty
Formúla San Marínó Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira