Oddvitaáskorunin - Halda áfram uppbyggingu Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2014 17:08 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Haraldur Sverrisson leiðir lista Sjálstæðisflokksins í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Haraldur hefur verið Mosfellingur nánast frá blautu barnsbeini. Gekk í Varmárskóla og er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og stundaði framhaldsnám í fjármálum í The University of Arizona í Bandaríkjunum. Hann hefur verið bæjarstjóri í Mosfellsbæ síðan árið 2007 og leiddi lista sjálfstæðismanna til sigurs í síðustu kosningum. Hann er giftur Ragnheiði Gunnarsdóttur, viðskiptafræðingi, er þriggja barna faðir og á þrjú barnabörn. Áhugamál Haraldar eru útivist, golf, fjallgöngur og pólitík. Hann veit fátt eitt skemmtilegra en að ganga stikaðar gönguleiðir í Mosfellsbæ. Áherslur Haraldar eru að áfram sé best að búa í Mosfellsbæ. Hann vill leiða uppbyggingu á framúrskarandi Mosfellsbæ sem hefur heilbrigði og hag bæjarbúa að markmiði sínu enda varð bærinn fyrir skömmu fyrsta heilsueflandi samfélag á Íslandi. Haraldur leggur einnig áherslu á traustan og ábyrgan rekstur bæjarins, hér eftir sem hingað til. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Kirkustaðurinn á Lágafelli og Gjáin í Þjórsársdal. Hundar eða kettir? Bæði. Hver er stærsta stundin í lífinu? Fæðing barnanna minna. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Nautalund Bernaise. Hvernig bíl ekur þú? Landcruiser 2005. Besta minningin? Brúðkaupsdagurinn á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Já, ég hef fengið hraðasekt. Hverju sérðu mest eftir? Að flytja til Reykjavíkur í eitt ár. Draumaferðalagið? Sigling á Miðjarðarhafinu. Hefur þú migið í saltan sjó? Já. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Að gefa kost á mér í pólitík. Hefur þú viðurkennt mistök? Já, oft. Hverju ertu stoltastur af? Fjölskyldunni. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Mosfellsbær Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Skilvirk og gegnsæ stjórnsýsla Anna Sigríður Guðnadóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ. 19. maí 2014 10:35 Oddvitaáskorunin - Lífið er pólitík Bjarki Bjarnason, sem leiðir lista Vinstri grænna í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 10:08 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Haraldur Sverrisson leiðir lista Sjálstæðisflokksins í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Haraldur hefur verið Mosfellingur nánast frá blautu barnsbeini. Gekk í Varmárskóla og er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og stundaði framhaldsnám í fjármálum í The University of Arizona í Bandaríkjunum. Hann hefur verið bæjarstjóri í Mosfellsbæ síðan árið 2007 og leiddi lista sjálfstæðismanna til sigurs í síðustu kosningum. Hann er giftur Ragnheiði Gunnarsdóttur, viðskiptafræðingi, er þriggja barna faðir og á þrjú barnabörn. Áhugamál Haraldar eru útivist, golf, fjallgöngur og pólitík. Hann veit fátt eitt skemmtilegra en að ganga stikaðar gönguleiðir í Mosfellsbæ. Áherslur Haraldar eru að áfram sé best að búa í Mosfellsbæ. Hann vill leiða uppbyggingu á framúrskarandi Mosfellsbæ sem hefur heilbrigði og hag bæjarbúa að markmiði sínu enda varð bærinn fyrir skömmu fyrsta heilsueflandi samfélag á Íslandi. Haraldur leggur einnig áherslu á traustan og ábyrgan rekstur bæjarins, hér eftir sem hingað til. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Kirkustaðurinn á Lágafelli og Gjáin í Þjórsársdal. Hundar eða kettir? Bæði. Hver er stærsta stundin í lífinu? Fæðing barnanna minna. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Nautalund Bernaise. Hvernig bíl ekur þú? Landcruiser 2005. Besta minningin? Brúðkaupsdagurinn á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Já, ég hef fengið hraðasekt. Hverju sérðu mest eftir? Að flytja til Reykjavíkur í eitt ár. Draumaferðalagið? Sigling á Miðjarðarhafinu. Hefur þú migið í saltan sjó? Já. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Að gefa kost á mér í pólitík. Hefur þú viðurkennt mistök? Já, oft. Hverju ertu stoltastur af? Fjölskyldunni. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Mosfellsbær Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Skilvirk og gegnsæ stjórnsýsla Anna Sigríður Guðnadóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ. 19. maí 2014 10:35 Oddvitaáskorunin - Lífið er pólitík Bjarki Bjarnason, sem leiðir lista Vinstri grænna í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 10:08 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira
Oddvitaáskorunin - Skilvirk og gegnsæ stjórnsýsla Anna Sigríður Guðnadóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ. 19. maí 2014 10:35
Oddvitaáskorunin - Lífið er pólitík Bjarki Bjarnason, sem leiðir lista Vinstri grænna í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 10:08