Oddvitaáskorun - Stolt af árangri í lækkun skulda 13. maí 2014 16:28 Ásta er hér við Stokkseyrarfjöru á góðum vordegi. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Ásta Stefánsdóttir leiðir lista Sjálfstæðismanna í Sveitarfélaginu Árborg. Ég er búsett á Selfoss, en alin upp í sveitinni austan Stokkseyrar og bjó á Stokkseyri ásamt eiginmanni og tveimur dætrum til ársins 2007 en þá fluttum við á Selfoss. Ég er stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurlands, útskrifaðist þaðan af málabraut fyrir margt löngu, en lagði síðan leið mína í Háskóla Íslands þar sem ég lærði lögfræði. Að námi loknu vann ég sem fulltrúi Sýslumannsins á Selfossi og um tíma sem settur dómari við Héraðsdóm Suðurlands. Ég hef starfað fyrir Sveitarfélagið Árborg frá árinu 2006, fyrst sem bæjarritari og frá 2010 sem framkvæmdastjóri sveitarfélagsins og þekki því vel til starfsemi þess og þeirrar þjónustu sem það veitir. Frístundum eyði ég með fjölskyldunni, heima við eða í sveitinni, en við höfum gaman af ferðalögum, innan lands sem utan. Besta slökunin sem ég veit fæst með því að lesa góða glæpasögu eða róa nokkur áratog, hef þó ekki prófað að blanda þessu saman. Ég get saumað eina og eina flík, en kann sama sem ekkert að prjóna. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Erfitt að gera upp á milli, en Herðubreið er a.m.k. fegurst fjalla. Hundar eða kettir? Við höfum átt bæði ketti og hunda, núna eru á heimilinu tveir hundar sem eldri dóttirin á og þrír gullfiskar frá þeirri yngri, þannig að kettir eru beðnir að halda sig fjarri. Hver er stærsta stundin í lífinu? Kannski hljómar það klisjukennt, en það að fá dætur mínar í fangið í fyrsta sinn kemur efst í hugann. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Það er eitthvað ómótstæðilegt við hreindýrasteik af grillinu, en mesta stemmingin við matargerð er klárlega þegar stórfjölskyldan kemur saman og grillar heilt lamb á teini. Hvernig bíl ekur þú? Kia Rio er bíllinn minn. Besta minningin? Brúðkaupsdagurinn var afar skemmtilegur, svo á ég margar góðar bernskuminningar. Hefur þú verið tekin af lögreglunni? Nei, hef alltaf komist undan. Hverju sérðu mest eftir? Iðrast þess stundum að hafa ekki prufað að fara í nám erlendis. Draumaferðalagið? Kastalaskoðunarferð með fjölskyldunni, en það er eitthvað við kastala sem heillar dætur mínar sérstaklega. Hefur þú migið í saltan sjó? Nei, ég á árabát sem ég nota talsvert, en ég ræ alltaf í land ef mér verður mál :) Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Það súrrealískasta er tvímælalaust atvik sem átti sér stað 29. maí 2008, en þá var planað að sveitarfélagið tæki á móti hópi gesta sem voru á ráðstefnu á Selfossi, rétt áður en samkoman átti að byrja reið jarðskjálfti um 6,5 á Richter yfir svæðið. Við sem sáum um þetta héldum okkar striki og tókum á móti fólkinu fyrir utan Tryggvaskála en ekki innandyra, enda var allt þakið glerbrotum þar. Þarna stóðum við úti á hlaði, reyndar í blíðskaparveðri, og reiddum fram snittur á meðan bílar með blá ljós þustu hjá. Gestirnir voru mjög glaðir því þeim var gert að yfirgefa hótelið og þetta virkaði kannski sem nokkurskonar áfallahjálp fyrir þá. Hefur þú viðurkennt mistök? Já, það hef ég gert. Hverju ertu stoltust af? Um þessar mundir er ég afar stolt af góðum árangri sem náðst hefur í rekstri sveitarfélagsins og við lækkun skulda þess. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Oddvitaáskorunin Tengdar fréttir Oddvitaáskorun - Nýtt afl í Húnaþingi vestra Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sem leiðir N - listann í Húnaþingi vestra í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 15:49 Oddvitaáskorunin - Vill hvergi annars staðar búa Geirlaug Jóhannsdóttir, sem leiðir lista Samfylkingarinnar í Borgarbyggð í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 10:55 Oddvitaáskorunin - Lífið er pólitík Bjarki Bjarnason, sem leiðir lista Vinstri grænna í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 10:08 Oddvitaáskorunin - Vill starfa með íbúum og fyrir þá Helgi Kjartansson, sem leiðir T - listann í Bláskógabyggð í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 13:37 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Ásta Stefánsdóttir leiðir lista Sjálfstæðismanna í Sveitarfélaginu Árborg. Ég er búsett á Selfoss, en alin upp í sveitinni austan Stokkseyrar og bjó á Stokkseyri ásamt eiginmanni og tveimur dætrum til ársins 2007 en þá fluttum við á Selfoss. Ég er stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurlands, útskrifaðist þaðan af málabraut fyrir margt löngu, en lagði síðan leið mína í Háskóla Íslands þar sem ég lærði lögfræði. Að námi loknu vann ég sem fulltrúi Sýslumannsins á Selfossi og um tíma sem settur dómari við Héraðsdóm Suðurlands. Ég hef starfað fyrir Sveitarfélagið Árborg frá árinu 2006, fyrst sem bæjarritari og frá 2010 sem framkvæmdastjóri sveitarfélagsins og þekki því vel til starfsemi þess og þeirrar þjónustu sem það veitir. Frístundum eyði ég með fjölskyldunni, heima við eða í sveitinni, en við höfum gaman af ferðalögum, innan lands sem utan. Besta slökunin sem ég veit fæst með því að lesa góða glæpasögu eða róa nokkur áratog, hef þó ekki prófað að blanda þessu saman. Ég get saumað eina og eina flík, en kann sama sem ekkert að prjóna. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Erfitt að gera upp á milli, en Herðubreið er a.m.k. fegurst fjalla. Hundar eða kettir? Við höfum átt bæði ketti og hunda, núna eru á heimilinu tveir hundar sem eldri dóttirin á og þrír gullfiskar frá þeirri yngri, þannig að kettir eru beðnir að halda sig fjarri. Hver er stærsta stundin í lífinu? Kannski hljómar það klisjukennt, en það að fá dætur mínar í fangið í fyrsta sinn kemur efst í hugann. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Það er eitthvað ómótstæðilegt við hreindýrasteik af grillinu, en mesta stemmingin við matargerð er klárlega þegar stórfjölskyldan kemur saman og grillar heilt lamb á teini. Hvernig bíl ekur þú? Kia Rio er bíllinn minn. Besta minningin? Brúðkaupsdagurinn var afar skemmtilegur, svo á ég margar góðar bernskuminningar. Hefur þú verið tekin af lögreglunni? Nei, hef alltaf komist undan. Hverju sérðu mest eftir? Iðrast þess stundum að hafa ekki prufað að fara í nám erlendis. Draumaferðalagið? Kastalaskoðunarferð með fjölskyldunni, en það er eitthvað við kastala sem heillar dætur mínar sérstaklega. Hefur þú migið í saltan sjó? Nei, ég á árabát sem ég nota talsvert, en ég ræ alltaf í land ef mér verður mál :) Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Það súrrealískasta er tvímælalaust atvik sem átti sér stað 29. maí 2008, en þá var planað að sveitarfélagið tæki á móti hópi gesta sem voru á ráðstefnu á Selfossi, rétt áður en samkoman átti að byrja reið jarðskjálfti um 6,5 á Richter yfir svæðið. Við sem sáum um þetta héldum okkar striki og tókum á móti fólkinu fyrir utan Tryggvaskála en ekki innandyra, enda var allt þakið glerbrotum þar. Þarna stóðum við úti á hlaði, reyndar í blíðskaparveðri, og reiddum fram snittur á meðan bílar með blá ljós þustu hjá. Gestirnir voru mjög glaðir því þeim var gert að yfirgefa hótelið og þetta virkaði kannski sem nokkurskonar áfallahjálp fyrir þá. Hefur þú viðurkennt mistök? Já, það hef ég gert. Hverju ertu stoltust af? Um þessar mundir er ég afar stolt af góðum árangri sem náðst hefur í rekstri sveitarfélagsins og við lækkun skulda þess. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Oddvitaáskorunin Tengdar fréttir Oddvitaáskorun - Nýtt afl í Húnaþingi vestra Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sem leiðir N - listann í Húnaþingi vestra í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 15:49 Oddvitaáskorunin - Vill hvergi annars staðar búa Geirlaug Jóhannsdóttir, sem leiðir lista Samfylkingarinnar í Borgarbyggð í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 10:55 Oddvitaáskorunin - Lífið er pólitík Bjarki Bjarnason, sem leiðir lista Vinstri grænna í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 10:08 Oddvitaáskorunin - Vill starfa með íbúum og fyrir þá Helgi Kjartansson, sem leiðir T - listann í Bláskógabyggð í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 13:37 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Oddvitaáskorun - Nýtt afl í Húnaþingi vestra Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sem leiðir N - listann í Húnaþingi vestra í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 15:49
Oddvitaáskorunin - Vill hvergi annars staðar búa Geirlaug Jóhannsdóttir, sem leiðir lista Samfylkingarinnar í Borgarbyggð í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 10:55
Oddvitaáskorunin - Lífið er pólitík Bjarki Bjarnason, sem leiðir lista Vinstri grænna í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 10:08
Oddvitaáskorunin - Vill starfa með íbúum og fyrir þá Helgi Kjartansson, sem leiðir T - listann í Bláskógabyggð í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 13:37