Samgöngu- og heilbrigðismál ekki stóru málin að mati Elliða Sveinn Arnarsson skrifar 12. maí 2014 13:15 Elliði telur samgöngumál ekki verða stóra málið í komandi kosningum Elliði vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja og oddviti Sjálfstæðismanna í sveitarstjórnarkosninum, gefur lítið fyrir þau orð Jórunnar Einarsdóttur, oddvita Eyjalistans, að samgöngumál og heilbrigðismál verði stóru málin í komandi kosningabaráttu í Vestmannaeyjum. Þau mál séu alfarið á borði stjórnvalda ríkisins. „Mér finnst lítið gert úr kjósendum í Vestmannaeyjum ef því er haldið fram að samgöngumál og heilbrigðismál verði stóru málin. Það hefur alltaf verið einhugur meðal bæjarstjórnar Vestmannaeyja í þeim málum og við í Sjálfstæðisflokknum höfum haldið uppi málstaðnum og staðið í harðri hagsmunagæslu og viljum standa í henni áfram,“ segir Elliði Sjálfstæðisflokkurinn mælist með um 70% fylgi í skoðanakönnun sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Elliði er ánægður með þetta en tekur hæfilega mark á henni. „Skoðanakannanir eru ákveðin vísbending um stöðuna en fyrst og fremst ákveðinn samkvæmisleikur í aðdraganda kosninga. Ef þær hafa hins vegar þau áhrif að auka áhuga fólks á bæjastjórnarkosningum þá eru þær gífurlega mikilvægar.“ Elliði telur Vestmannaeyjar standa vel nú í aðdraganda kosninga. „Okkar áhersla í Sjálfstæðisflokknum hefur verið að sýna ábyrga fjármálastjórnun og viljum halda því áfram. Við höfum lækkað skuldir bæjarfélagsins um á sjötta milljarð á síðustu árum. Eyjamenn vilja vonandi áfram slíka festu í reksti bæjarins og kunna að meta þá hagsmunagæslu. Við tölum máli íbúa út á við.“ Elliði telur mikla ábyrgð felast í því að kjósa til sveitarstjórnar. „Það er mikil ábyrgð að kjósa í sveitarstjórnarkosningum því dæmin sanna að hægt sé að setja vel stöndug sveitarfélög á hausinn á innan við einu kjörtímabili.“Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Tengdar fréttir Markmiðið að fella meirihluta Sjálfstæðisflokksins „Sjálfstæðismenn hafa ekki nýtt tækifærið að eiga ráðherra samgöngu- og heilbrigðismála“ segir Jórunn Einarsdóttir oddviti Eyjalistans 9. maí 2014 16:27 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Elliði vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja og oddviti Sjálfstæðismanna í sveitarstjórnarkosninum, gefur lítið fyrir þau orð Jórunnar Einarsdóttur, oddvita Eyjalistans, að samgöngumál og heilbrigðismál verði stóru málin í komandi kosningabaráttu í Vestmannaeyjum. Þau mál séu alfarið á borði stjórnvalda ríkisins. „Mér finnst lítið gert úr kjósendum í Vestmannaeyjum ef því er haldið fram að samgöngumál og heilbrigðismál verði stóru málin. Það hefur alltaf verið einhugur meðal bæjarstjórnar Vestmannaeyja í þeim málum og við í Sjálfstæðisflokknum höfum haldið uppi málstaðnum og staðið í harðri hagsmunagæslu og viljum standa í henni áfram,“ segir Elliði Sjálfstæðisflokkurinn mælist með um 70% fylgi í skoðanakönnun sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Elliði er ánægður með þetta en tekur hæfilega mark á henni. „Skoðanakannanir eru ákveðin vísbending um stöðuna en fyrst og fremst ákveðinn samkvæmisleikur í aðdraganda kosninga. Ef þær hafa hins vegar þau áhrif að auka áhuga fólks á bæjastjórnarkosningum þá eru þær gífurlega mikilvægar.“ Elliði telur Vestmannaeyjar standa vel nú í aðdraganda kosninga. „Okkar áhersla í Sjálfstæðisflokknum hefur verið að sýna ábyrga fjármálastjórnun og viljum halda því áfram. Við höfum lækkað skuldir bæjarfélagsins um á sjötta milljarð á síðustu árum. Eyjamenn vilja vonandi áfram slíka festu í reksti bæjarins og kunna að meta þá hagsmunagæslu. Við tölum máli íbúa út á við.“ Elliði telur mikla ábyrgð felast í því að kjósa til sveitarstjórnar. „Það er mikil ábyrgð að kjósa í sveitarstjórnarkosningum því dæmin sanna að hægt sé að setja vel stöndug sveitarfélög á hausinn á innan við einu kjörtímabili.“Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Tengdar fréttir Markmiðið að fella meirihluta Sjálfstæðisflokksins „Sjálfstæðismenn hafa ekki nýtt tækifærið að eiga ráðherra samgöngu- og heilbrigðismála“ segir Jórunn Einarsdóttir oddviti Eyjalistans 9. maí 2014 16:27 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Markmiðið að fella meirihluta Sjálfstæðisflokksins „Sjálfstæðismenn hafa ekki nýtt tækifærið að eiga ráðherra samgöngu- og heilbrigðismála“ segir Jórunn Einarsdóttir oddviti Eyjalistans 9. maí 2014 16:27