Stórsigur í réttindabaráttu hinsegin fólks Jón Júlíus Karlsson skrifar 11. maí 2014 21:30 Austurríki vann öruggan sigur í Eurovison í gær og Ísland náði sínum besta árangri frá árinu 2009. Páll Óskar Hjálmtýsson segir sigur Conchita Wurst vera stórsigur í réttindabaráttu hinsegin fólks. Framlag Íslands í Eurovison í ár, Enga fordóma í flutningi Pollapönk, hlaut 58 stig og niðurstaðan 15. sæti. Góður rómur var gerður af frammistöðu Íslands í keppninni og þá sérstaklega á samfélagsmiðlum. Stigakeppnin var nokkuð spennandi framan af kvöldi en að lokum var það Conchita Wurst frá Austurríki sem stóð uppi sem sigurvegari með alls 290 stig. Sigurinn var öruggur og komu Hollendingar næstir í öðru sæti með 232 stig. Þátttaka Conchitu í Eurovison var ekki óumdeild og höfðu nokkrar þjóðir í austurhluta Evrópu farið fram á að skeggjuðu söngkonunni yrði vísað úr keppni. Sá málflutningur virðist ekki hafa fengið neinn hljómgrunn meðal íbúa Evrópu því Austurríki gjörsigraði símakosninguna. „Sigurinn í gærkvöldi var ekki aðeins sigur minn. Þetta var einnig sigur allra þeirra sem trúa á framtíð án mismununar, framtíð sem byggist á umburðarlyndi og virðingu. Þetta á sér engin landamæri og hefur ekkert að gera með austur og vestur,“ sagði Conchita Wurst.Réttindabaráttan á eftir að harna Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður er himinlifandi með sigur Conchitu. „Með þessum sigri þá tel ég að Conchita Wurst sé að hefja glænýjan og hressandi kapitula í réttindabaráttu hinsegin fólks. Hér eru skilaboðin mjög skýr. Úti í Evrópu, líka Austur-Evrópu, eru einstaklingar sem eru búnir að fá nóg af ofríki og yfirvaldi ákveðins fólks sem finnur hinsegin fólki allt til foráttu,“ segir Páll Óskar. Réttindabarátta hinsegin fólks á eftir að harna að mati Páls Óskar. „Þessi skemmdu epli þau reyna að ríghalda í og verja óverjandi skoðanir sínar. Ég held að það muni ekkert breytast, sérstaklega við svona sigur. Leikar munu bara æsast, baráttan verður harðari ef eitthvað er.“ Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira
Austurríki vann öruggan sigur í Eurovison í gær og Ísland náði sínum besta árangri frá árinu 2009. Páll Óskar Hjálmtýsson segir sigur Conchita Wurst vera stórsigur í réttindabaráttu hinsegin fólks. Framlag Íslands í Eurovison í ár, Enga fordóma í flutningi Pollapönk, hlaut 58 stig og niðurstaðan 15. sæti. Góður rómur var gerður af frammistöðu Íslands í keppninni og þá sérstaklega á samfélagsmiðlum. Stigakeppnin var nokkuð spennandi framan af kvöldi en að lokum var það Conchita Wurst frá Austurríki sem stóð uppi sem sigurvegari með alls 290 stig. Sigurinn var öruggur og komu Hollendingar næstir í öðru sæti með 232 stig. Þátttaka Conchitu í Eurovison var ekki óumdeild og höfðu nokkrar þjóðir í austurhluta Evrópu farið fram á að skeggjuðu söngkonunni yrði vísað úr keppni. Sá málflutningur virðist ekki hafa fengið neinn hljómgrunn meðal íbúa Evrópu því Austurríki gjörsigraði símakosninguna. „Sigurinn í gærkvöldi var ekki aðeins sigur minn. Þetta var einnig sigur allra þeirra sem trúa á framtíð án mismununar, framtíð sem byggist á umburðarlyndi og virðingu. Þetta á sér engin landamæri og hefur ekkert að gera með austur og vestur,“ sagði Conchita Wurst.Réttindabaráttan á eftir að harna Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður er himinlifandi með sigur Conchitu. „Með þessum sigri þá tel ég að Conchita Wurst sé að hefja glænýjan og hressandi kapitula í réttindabaráttu hinsegin fólks. Hér eru skilaboðin mjög skýr. Úti í Evrópu, líka Austur-Evrópu, eru einstaklingar sem eru búnir að fá nóg af ofríki og yfirvaldi ákveðins fólks sem finnur hinsegin fólki allt til foráttu,“ segir Páll Óskar. Réttindabarátta hinsegin fólks á eftir að harna að mati Páls Óskar. „Þessi skemmdu epli þau reyna að ríghalda í og verja óverjandi skoðanir sínar. Ég held að það muni ekkert breytast, sérstaklega við svona sigur. Leikar munu bara æsast, baráttan verður harðari ef eitthvað er.“
Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira