Stórsigur í réttindabaráttu hinsegin fólks Jón Júlíus Karlsson skrifar 11. maí 2014 21:30 Austurríki vann öruggan sigur í Eurovison í gær og Ísland náði sínum besta árangri frá árinu 2009. Páll Óskar Hjálmtýsson segir sigur Conchita Wurst vera stórsigur í réttindabaráttu hinsegin fólks. Framlag Íslands í Eurovison í ár, Enga fordóma í flutningi Pollapönk, hlaut 58 stig og niðurstaðan 15. sæti. Góður rómur var gerður af frammistöðu Íslands í keppninni og þá sérstaklega á samfélagsmiðlum. Stigakeppnin var nokkuð spennandi framan af kvöldi en að lokum var það Conchita Wurst frá Austurríki sem stóð uppi sem sigurvegari með alls 290 stig. Sigurinn var öruggur og komu Hollendingar næstir í öðru sæti með 232 stig. Þátttaka Conchitu í Eurovison var ekki óumdeild og höfðu nokkrar þjóðir í austurhluta Evrópu farið fram á að skeggjuðu söngkonunni yrði vísað úr keppni. Sá málflutningur virðist ekki hafa fengið neinn hljómgrunn meðal íbúa Evrópu því Austurríki gjörsigraði símakosninguna. „Sigurinn í gærkvöldi var ekki aðeins sigur minn. Þetta var einnig sigur allra þeirra sem trúa á framtíð án mismununar, framtíð sem byggist á umburðarlyndi og virðingu. Þetta á sér engin landamæri og hefur ekkert að gera með austur og vestur,“ sagði Conchita Wurst.Réttindabaráttan á eftir að harna Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður er himinlifandi með sigur Conchitu. „Með þessum sigri þá tel ég að Conchita Wurst sé að hefja glænýjan og hressandi kapitula í réttindabaráttu hinsegin fólks. Hér eru skilaboðin mjög skýr. Úti í Evrópu, líka Austur-Evrópu, eru einstaklingar sem eru búnir að fá nóg af ofríki og yfirvaldi ákveðins fólks sem finnur hinsegin fólki allt til foráttu,“ segir Páll Óskar. Réttindabarátta hinsegin fólks á eftir að harna að mati Páls Óskar. „Þessi skemmdu epli þau reyna að ríghalda í og verja óverjandi skoðanir sínar. Ég held að það muni ekkert breytast, sérstaklega við svona sigur. Leikar munu bara æsast, baráttan verður harðari ef eitthvað er.“ Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Austurríki vann öruggan sigur í Eurovison í gær og Ísland náði sínum besta árangri frá árinu 2009. Páll Óskar Hjálmtýsson segir sigur Conchita Wurst vera stórsigur í réttindabaráttu hinsegin fólks. Framlag Íslands í Eurovison í ár, Enga fordóma í flutningi Pollapönk, hlaut 58 stig og niðurstaðan 15. sæti. Góður rómur var gerður af frammistöðu Íslands í keppninni og þá sérstaklega á samfélagsmiðlum. Stigakeppnin var nokkuð spennandi framan af kvöldi en að lokum var það Conchita Wurst frá Austurríki sem stóð uppi sem sigurvegari með alls 290 stig. Sigurinn var öruggur og komu Hollendingar næstir í öðru sæti með 232 stig. Þátttaka Conchitu í Eurovison var ekki óumdeild og höfðu nokkrar þjóðir í austurhluta Evrópu farið fram á að skeggjuðu söngkonunni yrði vísað úr keppni. Sá málflutningur virðist ekki hafa fengið neinn hljómgrunn meðal íbúa Evrópu því Austurríki gjörsigraði símakosninguna. „Sigurinn í gærkvöldi var ekki aðeins sigur minn. Þetta var einnig sigur allra þeirra sem trúa á framtíð án mismununar, framtíð sem byggist á umburðarlyndi og virðingu. Þetta á sér engin landamæri og hefur ekkert að gera með austur og vestur,“ sagði Conchita Wurst.Réttindabaráttan á eftir að harna Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður er himinlifandi með sigur Conchitu. „Með þessum sigri þá tel ég að Conchita Wurst sé að hefja glænýjan og hressandi kapitula í réttindabaráttu hinsegin fólks. Hér eru skilaboðin mjög skýr. Úti í Evrópu, líka Austur-Evrópu, eru einstaklingar sem eru búnir að fá nóg af ofríki og yfirvaldi ákveðins fólks sem finnur hinsegin fólki allt til foráttu,“ segir Páll Óskar. Réttindabarátta hinsegin fólks á eftir að harna að mati Páls Óskar. „Þessi skemmdu epli þau reyna að ríghalda í og verja óverjandi skoðanir sínar. Ég held að það muni ekkert breytast, sérstaklega við svona sigur. Leikar munu bara æsast, baráttan verður harðari ef eitthvað er.“
Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira