Biskup Íslands fylgjandi mosku: „Finnst sjálfsagt að múslimar fái að hafa sinn helgistað“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 26. maí 2014 16:46 Agnes M Sigurðardóttir biskup er fylgjandi mosku í Reykjavík. „Eitt útilokar ekki annað. Mér finnst sjálfri, sem manneskju og biskupi Íslands að kristin trú eigi að halda áfram að vera þau trúarbrögð sem eru ríkjandi og sem við byggjum á, en það útilokar ekki það að hér geti risið moska,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands um moskumálið svokalllaða. Agnes segir að hér á Íslandi ríki trúfrelsi og allir eigi að fá tækifæri til að lofa sinn guð. „Það er sjálfsagt mál að fólk hafi stað til að koma á og lofa sinn guð. Ég hef enga skoðun hvar moska á að vera í Reykjavík. Mér finnst sjálfsagt að múslimar fái að hafa sinn helgistað,“ segir biskupinn ennfremur.„Auðvitað hefur maður heyrt þessar fréttir utan úr heimi“ Agnes segist hafa fylgst með umræðunni í netheimum. Margir hafa tjáð sig um málið, til dæmis í símatíma á Útvarpi Sögu í gær, þar sem Sveinbjörg Birna Sigurbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar flokksins í Reykjavík var í viðtali. Sumir sem hringdu inn lýstu yfir áhyggjum sínum yfir því að fjölgun múslima hefði vandamál í för með sér. „Ég veit ekki hvað skal segja um þetta. Ég hef ekki reynt það á sjálf á eigin skinni eða upplifað það í gegnum kirkjuna, að það séu einhver vandamál tengd múslimum. Auðvitað hefur maður heyrt þessar fréttir utan úr heimi. Mér finnst miklu mikilvægara að við Íslendingar höfum sammælst um það að hér skuli ríkja kristinn siður. Samfélagið er byggt á kristnum gildum. Mér finnst það mikilvægara að við vitum hvar við stöndum sem þjóð, heldur en að vera útiloka aðra. Flest þetta fólk er alið upp í löndum þar sem múhameðstrú er ríkjandi. Þess vegna eru þau væntanlega múslimar. Alveg eins og ég sem er alinn upp í kristinni trú og þess vegna tilheyri ég henni. Það sem maður elst upp við mótar mann oft fyrir lífstíð. Ég kýs að nálgast málið frá þeirri hliðinni, frekar en að vera með og á móti mosku.“Samstarf múslima og Þjóðkirkjunnar gengur vel Þjóðkirkjan er hluti af Samráðsvettvangi trúfélaga, ásamt Félagi múslima á Íslandi og Meinngarseturs múslima á Íslandi.. Önnur trúfélög sem eru hluti af samráðsvettvanginum eru Ásatrúarfélagið, Bahá‘ísamfélagið, Búddaistasamtökin SGI á Íslandi, FFWPU – Heimsfriðarsamband fjölskyldna og sameiningar, Fríkirkjan Vegurinn, Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, Kirkja sjöunda dags aðventista á Íslandi, Rómversk-kaþólska kirkjan og Söfnuður Moskvu-Patríarkatsins í Reykjavík. Agnes segir samstarf trúfélaga ganga vel. „Ef þau kjósa að byggja sitt bænahús, finnst mér að þau ættu að fá leyfi til þess. Það sem á að gilda eru bara lög landsins, eins og á við um alla aðra þegna landsins. Það gildir um alla þegna þessa lands, að við förum eftir lögum og reglum landsins – en ekki eigin lögum og reglum. Að við förum eftir þeim lögum sem fulltrúar okkar hafa sammælst um að hér eigi að gilda.“ Sveinbjörg Birna sagði í viðtali á Útvarpi Sögu í gær að hún vildi að lög um Kristnisjóð yrði endurskoðuð. Þau kveða á um að sveitarfélögum sé skylt að veita ókeypis lóðir undir kirkjur og prestssetur. Agnes segist enga skoðun hafa á þeim ummælum. „Ég hef enga skoðun á því. Ég hef aldrei velt þessu máli fyrir mér. Ekkert hugsað um þetta mál og get eiginlega ekki svarað því þess vegna.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
„Eitt útilokar ekki annað. Mér finnst sjálfri, sem manneskju og biskupi Íslands að kristin trú eigi að halda áfram að vera þau trúarbrögð sem eru ríkjandi og sem við byggjum á, en það útilokar ekki það að hér geti risið moska,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands um moskumálið svokalllaða. Agnes segir að hér á Íslandi ríki trúfrelsi og allir eigi að fá tækifæri til að lofa sinn guð. „Það er sjálfsagt mál að fólk hafi stað til að koma á og lofa sinn guð. Ég hef enga skoðun hvar moska á að vera í Reykjavík. Mér finnst sjálfsagt að múslimar fái að hafa sinn helgistað,“ segir biskupinn ennfremur.„Auðvitað hefur maður heyrt þessar fréttir utan úr heimi“ Agnes segist hafa fylgst með umræðunni í netheimum. Margir hafa tjáð sig um málið, til dæmis í símatíma á Útvarpi Sögu í gær, þar sem Sveinbjörg Birna Sigurbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar flokksins í Reykjavík var í viðtali. Sumir sem hringdu inn lýstu yfir áhyggjum sínum yfir því að fjölgun múslima hefði vandamál í för með sér. „Ég veit ekki hvað skal segja um þetta. Ég hef ekki reynt það á sjálf á eigin skinni eða upplifað það í gegnum kirkjuna, að það séu einhver vandamál tengd múslimum. Auðvitað hefur maður heyrt þessar fréttir utan úr heimi. Mér finnst miklu mikilvægara að við Íslendingar höfum sammælst um það að hér skuli ríkja kristinn siður. Samfélagið er byggt á kristnum gildum. Mér finnst það mikilvægara að við vitum hvar við stöndum sem þjóð, heldur en að vera útiloka aðra. Flest þetta fólk er alið upp í löndum þar sem múhameðstrú er ríkjandi. Þess vegna eru þau væntanlega múslimar. Alveg eins og ég sem er alinn upp í kristinni trú og þess vegna tilheyri ég henni. Það sem maður elst upp við mótar mann oft fyrir lífstíð. Ég kýs að nálgast málið frá þeirri hliðinni, frekar en að vera með og á móti mosku.“Samstarf múslima og Þjóðkirkjunnar gengur vel Þjóðkirkjan er hluti af Samráðsvettvangi trúfélaga, ásamt Félagi múslima á Íslandi og Meinngarseturs múslima á Íslandi.. Önnur trúfélög sem eru hluti af samráðsvettvanginum eru Ásatrúarfélagið, Bahá‘ísamfélagið, Búddaistasamtökin SGI á Íslandi, FFWPU – Heimsfriðarsamband fjölskyldna og sameiningar, Fríkirkjan Vegurinn, Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, Kirkja sjöunda dags aðventista á Íslandi, Rómversk-kaþólska kirkjan og Söfnuður Moskvu-Patríarkatsins í Reykjavík. Agnes segir samstarf trúfélaga ganga vel. „Ef þau kjósa að byggja sitt bænahús, finnst mér að þau ættu að fá leyfi til þess. Það sem á að gilda eru bara lög landsins, eins og á við um alla aðra þegna landsins. Það gildir um alla þegna þessa lands, að við förum eftir lögum og reglum landsins – en ekki eigin lögum og reglum. Að við förum eftir þeim lögum sem fulltrúar okkar hafa sammælst um að hér eigi að gilda.“ Sveinbjörg Birna sagði í viðtali á Útvarpi Sögu í gær að hún vildi að lög um Kristnisjóð yrði endurskoðuð. Þau kveða á um að sveitarfélögum sé skylt að veita ókeypis lóðir undir kirkjur og prestssetur. Agnes segist enga skoðun hafa á þeim ummælum. „Ég hef enga skoðun á því. Ég hef aldrei velt þessu máli fyrir mér. Ekkert hugsað um þetta mál og get eiginlega ekki svarað því þess vegna.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira