Indriði bjargaði mannslífi á fótboltavellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2014 20:58 Indriði Sigurðsson. Mynd/KSÍ/Hlmar Þór Guðmundsson Indriði Sigurðsson, fyrirliði Viking, var fljótur að hugsa í leik á móti Bodö/Glimt í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag eftir að leikmaður andstæðinga gleypti tunguna og gat ekki andað. Ron Hansen, sjúkraþjálfari Bodö/Glimt, þakkar fljótum viðbrögðum Indriða að ekki fór verr og Indriði er svo sannarlega hetja kvöldsins í Noregi. Dagblaðið segir frá atvikinu og slær því upp að íslenski miðvörðurinn hafi hreinlega bjargað mannslífi á fótboltavellinum í dag. Það voru liðnar 36 mínútur í leiknum þegar Papa „Badou" Ndiaye lenti í samstuði og lá eftir líflaus á vellinum. „Ég sá að hann fékk mikið högg og lá á maganum. Hann virtist vera meðvitundalaus. Ég hljóp að honum, snéri honum við og þá sá ég að hann var búinn að velta augunum og orðinn fölur í framan. Það leit út fyrir hann væri ekki að anda" lýsir Indriði í samtali við Dagbladet en hann segir reynslu sína af skyndihjálparnámskeiði hafi komið sér vel á þessari stundu. „Ég náði taki á kjálkanum hans og náði að opna hann. Ég veit ekki hvort hann var búinn að gleypa tunguna eða var að fara að gera það en ég náði að minnsta kosti taki á henni og togaði hana til baka. Þá sáu nokkrir leikmenn Bodø/Glimt að hann andaði aftur," sagði Indriði. „Þá komu fleiri á staðinn. Það mikilvægasta var að að opna fyrir öndunarveginn. Þetta leit ekki vel út en ég varð að sjá til þess að hann gæti andað," sagði Indriði. Viking komst í 2-1 í leiknum en varð á endanum að sætta sig við 2-3 tap á heimavelli sínum. Leiksins verður ekki minnst fyrir þau úrslit heldur miklu frekar fyrir hetjulega framgöngu fyrirliðans. Það er hægt að sjá viðtal við Indriða hér fyrir neðan. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Crystal Palace - Tottenham | Margir í banni hjá gestunum Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjá meira
Indriði Sigurðsson, fyrirliði Viking, var fljótur að hugsa í leik á móti Bodö/Glimt í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag eftir að leikmaður andstæðinga gleypti tunguna og gat ekki andað. Ron Hansen, sjúkraþjálfari Bodö/Glimt, þakkar fljótum viðbrögðum Indriða að ekki fór verr og Indriði er svo sannarlega hetja kvöldsins í Noregi. Dagblaðið segir frá atvikinu og slær því upp að íslenski miðvörðurinn hafi hreinlega bjargað mannslífi á fótboltavellinum í dag. Það voru liðnar 36 mínútur í leiknum þegar Papa „Badou" Ndiaye lenti í samstuði og lá eftir líflaus á vellinum. „Ég sá að hann fékk mikið högg og lá á maganum. Hann virtist vera meðvitundalaus. Ég hljóp að honum, snéri honum við og þá sá ég að hann var búinn að velta augunum og orðinn fölur í framan. Það leit út fyrir hann væri ekki að anda" lýsir Indriði í samtali við Dagbladet en hann segir reynslu sína af skyndihjálparnámskeiði hafi komið sér vel á þessari stundu. „Ég náði taki á kjálkanum hans og náði að opna hann. Ég veit ekki hvort hann var búinn að gleypa tunguna eða var að fara að gera það en ég náði að minnsta kosti taki á henni og togaði hana til baka. Þá sáu nokkrir leikmenn Bodø/Glimt að hann andaði aftur," sagði Indriði. „Þá komu fleiri á staðinn. Það mikilvægasta var að að opna fyrir öndunarveginn. Þetta leit ekki vel út en ég varð að sjá til þess að hann gæti andað," sagði Indriði. Viking komst í 2-1 í leiknum en varð á endanum að sætta sig við 2-3 tap á heimavelli sínum. Leiksins verður ekki minnst fyrir þau úrslit heldur miklu frekar fyrir hetjulega framgöngu fyrirliðans. Það er hægt að sjá viðtal við Indriða hér fyrir neðan.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Crystal Palace - Tottenham | Margir í banni hjá gestunum Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjá meira