Oddvitaáskorunin - Hitti næstum því Russell Crowe Samúel Karl Ólason skrifar 23. maí 2014 11:46 Ingvar sendi okkur mynd af sér og tvífara leikarans Russell Crowe. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Ingvar Arnarson er einn af oddvitum lista FÓLKSINS- í bænum í Garðabæ. Hann er uppalinn Garðbæingur og á djúpar rætur þar. Ingvar er kennslustjóri íþrótta í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, áður en hann tók til starfa þar var hann náttúrufræðikennari í Garðaskóla. Ingvar hefur mikin áhuga á íþróttum og er aðeins eitt félag sem á huga hans allan og það er Stjarnan. Hann hefur spilað með öllum meistarflokkum félagsins þ.e.a.s. í blaki, körfu, handbolta og knattspyrnu einnig á Ingvar félagsmet Stjörnunnar í spjótkasti. Helstu áhugamál fyrir utan íþróttir eru stang- og skotveiði. Ingvar er veiðimaður af guðs náð og er þessa dagana að veiða atkvæði. Að öllu gamni slepptu segist Ingvar vera eðal Garðbæingur sem sé tilbúinn að leggja mikið á sig fyrir bæjarbúa. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Sauðholt í Ásahreppi. Hundar eða kettir? Ég er hundakall. Á labradorhund sem heitir Skuggi og er hann einn af fjölskyldunni. Hver er stærsta stundin í lífinu? Fæðing barna minna og hvolpana hans Skugga(barnabörnin). Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Grilluð villibráð. Hvernig bíl ekur þú? Izusu upptakara(pick-up) árgerð 2004, ekinn 200.005 km. Besta minningin? Á margar stórkostlegar minningar frá uppvexti mínum í Garðabæ. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Bara nokkrum sinnum. Bara einu sinni verið settur í klefa en það var bara í stutta stund. Hverju sérðu mest eftir? Þegar ég pissaði óvart á vin minn. Ég vona að hann geti fyrirgefið mér. Draumaferðalagið? Falleg ganga um ósnortið hraunið í miðnætursólinni í Garðabæ. Hefur þú migið í saltan sjó? Já á mörgum bátsferðum mínum í gegnum tíðina hef ég gert það og svo óvart á vin minn líka. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Þegar við félagarnir vorum staddir í Madríd fyrir nokkrum árum og sungum Bobby McFerrin slagarann Don´t worry be happy við ansi magnaðar aðstæður. Hefur þú viðurkennt mistök? Já enda trúi ég á að mistök séu til þess að læra af þeim. Hverju ertu stoltastur af? Strákunum mínum, þeir eru sólargeislarnir í lífi mínu. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Garðabær Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Höldum stöðugleikanum Gunnar Einarsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ 14. maí 2014 11:25 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Ingvar Arnarson er einn af oddvitum lista FÓLKSINS- í bænum í Garðabæ. Hann er uppalinn Garðbæingur og á djúpar rætur þar. Ingvar er kennslustjóri íþrótta í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, áður en hann tók til starfa þar var hann náttúrufræðikennari í Garðaskóla. Ingvar hefur mikin áhuga á íþróttum og er aðeins eitt félag sem á huga hans allan og það er Stjarnan. Hann hefur spilað með öllum meistarflokkum félagsins þ.e.a.s. í blaki, körfu, handbolta og knattspyrnu einnig á Ingvar félagsmet Stjörnunnar í spjótkasti. Helstu áhugamál fyrir utan íþróttir eru stang- og skotveiði. Ingvar er veiðimaður af guðs náð og er þessa dagana að veiða atkvæði. Að öllu gamni slepptu segist Ingvar vera eðal Garðbæingur sem sé tilbúinn að leggja mikið á sig fyrir bæjarbúa. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Sauðholt í Ásahreppi. Hundar eða kettir? Ég er hundakall. Á labradorhund sem heitir Skuggi og er hann einn af fjölskyldunni. Hver er stærsta stundin í lífinu? Fæðing barna minna og hvolpana hans Skugga(barnabörnin). Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Grilluð villibráð. Hvernig bíl ekur þú? Izusu upptakara(pick-up) árgerð 2004, ekinn 200.005 km. Besta minningin? Á margar stórkostlegar minningar frá uppvexti mínum í Garðabæ. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Bara nokkrum sinnum. Bara einu sinni verið settur í klefa en það var bara í stutta stund. Hverju sérðu mest eftir? Þegar ég pissaði óvart á vin minn. Ég vona að hann geti fyrirgefið mér. Draumaferðalagið? Falleg ganga um ósnortið hraunið í miðnætursólinni í Garðabæ. Hefur þú migið í saltan sjó? Já á mörgum bátsferðum mínum í gegnum tíðina hef ég gert það og svo óvart á vin minn líka. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Þegar við félagarnir vorum staddir í Madríd fyrir nokkrum árum og sungum Bobby McFerrin slagarann Don´t worry be happy við ansi magnaðar aðstæður. Hefur þú viðurkennt mistök? Já enda trúi ég á að mistök séu til þess að læra af þeim. Hverju ertu stoltastur af? Strákunum mínum, þeir eru sólargeislarnir í lífi mínu. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Garðabær Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Höldum stöðugleikanum Gunnar Einarsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ 14. maí 2014 11:25 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Oddvitaáskorunin - Höldum stöðugleikanum Gunnar Einarsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ 14. maí 2014 11:25