Oddvitaáskorunin - Viljum gera vel og betur Samúel Karl Ólason skrifar 22. maí 2014 17:01 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Guðmudnur Ármann Pétursson leiðir K - lista óháðra í Grímsnes- og Grafningshrepp í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Guðmundur Ármann er fæddur í Reykjavík, en fluttist 12 ára að aldri á Eyrarbakka. Fluttist í Grímsnes- og Grafningshrepp fyrir um 25 árum síðan og starfar þar sem framkvæmdastjóri Sólheima í dag. Hann er í sambúð með Birnu Guðrúnu Ásbjörnsdóttur ráðgjafa og mastersnema og á hann þrjú börn, Auðbjörgu Helgu, Emblu Líf og Nóa Sæ. Guðmundur Ármann er menntaður rekstrar- og umhverfisfræðingur auk þess að hafa lært lífelfdan landbúnað. Guðmundur Ármann hefur setið í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps síðustu fjögur ár. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Fjaran á Eyrarbakka er síbreytileg og einstaklega falleg. Hundar eða kettir? Hundar, alveg klárt. Hver er stærsta stundin í lífinu? Þegar sonur minn kom heill út úr hjartaaðgerð. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Konan mín og móðir eru frábærir kokkar þær töfra stöðugt fram nýja uppáhaldsrétti. Hvernig bíl ekur þú? Nissan Leaf, rafmagnsbíl. Besta minningin? Þegar börnin mín komu í heiminn. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Já, ók aðeins og hratt, en það er orðið langt síðan! Hverju sérðu mest eftir? Engu. Draumaferðalagið? Frá því að ég var ungur hefur mig langað að ferðast um Eþíópíu og Kína. Hefur þú migið í saltan sjó? Já og geri það væntanlega ekki aftur! Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Að klöngrast upp þverhnípt bjarg á Sri Lanka í 40 stiga hita til að skoða myndir málaðar á vegg. Hefur þú viðurkennt mistök? Já, enda er það forsenda þess að þroskast. Hverju ertu stoltastur af? Konu minni og börnum. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Oddvitaáskorunin Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Guðmudnur Ármann Pétursson leiðir K - lista óháðra í Grímsnes- og Grafningshrepp í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Guðmundur Ármann er fæddur í Reykjavík, en fluttist 12 ára að aldri á Eyrarbakka. Fluttist í Grímsnes- og Grafningshrepp fyrir um 25 árum síðan og starfar þar sem framkvæmdastjóri Sólheima í dag. Hann er í sambúð með Birnu Guðrúnu Ásbjörnsdóttur ráðgjafa og mastersnema og á hann þrjú börn, Auðbjörgu Helgu, Emblu Líf og Nóa Sæ. Guðmundur Ármann er menntaður rekstrar- og umhverfisfræðingur auk þess að hafa lært lífelfdan landbúnað. Guðmundur Ármann hefur setið í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps síðustu fjögur ár. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Fjaran á Eyrarbakka er síbreytileg og einstaklega falleg. Hundar eða kettir? Hundar, alveg klárt. Hver er stærsta stundin í lífinu? Þegar sonur minn kom heill út úr hjartaaðgerð. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Konan mín og móðir eru frábærir kokkar þær töfra stöðugt fram nýja uppáhaldsrétti. Hvernig bíl ekur þú? Nissan Leaf, rafmagnsbíl. Besta minningin? Þegar börnin mín komu í heiminn. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Já, ók aðeins og hratt, en það er orðið langt síðan! Hverju sérðu mest eftir? Engu. Draumaferðalagið? Frá því að ég var ungur hefur mig langað að ferðast um Eþíópíu og Kína. Hefur þú migið í saltan sjó? Já og geri það væntanlega ekki aftur! Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Að klöngrast upp þverhnípt bjarg á Sri Lanka í 40 stiga hita til að skoða myndir málaðar á vegg. Hefur þú viðurkennt mistök? Já, enda er það forsenda þess að þroskast. Hverju ertu stoltastur af? Konu minni og börnum. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Oddvitaáskorunin Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira