Foreldrar leikskólabarna á Fáskrúðsfirði óánægðir með leikskólaheimsókn Sveinn Arnarsson skrifar 22. maí 2014 11:43 Óánægju gætir meðal foreldra barna á leikskólanum Kærabæ á Fáskrúðsfirði Óánægju gætir meðal foreldra barna á leikskólanum Kærabæ á Fáskrúðsfirði, eftir að Sjálfstæðismenn kíktu við á leikskólann í fyrradag og dreifðu blöðrum merktum framboðinu til barnanna. Foreldrar telji börnin sín ekki eiga að vera skreytt með efni merktu pólitískum framboðum í bænum. Sigurður Sindri Stefánsson, foreldri barns í leikskólanum á Fáskrúðsfirði var ekki ánægður með uppátæki Sjálfstæðismanna og skrifaði framboðinu orðsendingu á Facebook síðu þeirra:„Kæru Sjálfsstæðismenn. Nú er ég hreint ekki ánægður með ykkur. Þegar ég sæki börnin mín á leikskólann Kærabæ núna áðan sé ég að það er búið að dreifa XD blöðrum til krakkanna. Þegar ég spurði hvaðan þær komu var svarað að þið hefðuð einfaldlega mætt á svæðið og byrjað að dreifa blöðrunum. Markaðssetning á leikskólum er bönnuð!! Þetta er ekkert annað en áróður sem í sjálfu sér er í fínu í lagi en á leikskólum á hann alls ekki heima! Ég ætla að vona að þið takið þetta til ykkar og passið að þetta gerist ekki aftur.“Valdimar Hermansson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins segir framboðið ekki hafa verið að beina blöðrunum að börnunum. „Við vorum ekkert að ota þessu að börnunum, síður en svo. Vissulega vorum með þetta með okkur því þetta var bara eins og hver önnur vinnustaðaheimsókn hjá okkur og blöðrurnar beindust ekki að börnunum. Hrafnhildur Una Guðjónsdóttir, leikskólastjóri Kærabæjar, þykir eðlilegt að þetta sé tekið til skoðunar. „Leikskólinn mun taka þetta til skoðunar. Við skiljum áhyggjur foreldra barnanna, við berum ríka ábyrgð. Við munum skoða málið nánar og fara ofan í þetta. Svona atburðir munu ekki endurtaka sig." Samkvæmt heimildum Vísis hefur verið send inn kvörtun til fræðslustjóra Fjarðabyggðar vegna þessa. Ekki náðist í Þórodd Helgason, fræðslustjóra Fjarðabyggðar, vegna vinnslu fréttarinnar. Kosningar 2014 Austurland Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Óánægju gætir meðal foreldra barna á leikskólanum Kærabæ á Fáskrúðsfirði, eftir að Sjálfstæðismenn kíktu við á leikskólann í fyrradag og dreifðu blöðrum merktum framboðinu til barnanna. Foreldrar telji börnin sín ekki eiga að vera skreytt með efni merktu pólitískum framboðum í bænum. Sigurður Sindri Stefánsson, foreldri barns í leikskólanum á Fáskrúðsfirði var ekki ánægður með uppátæki Sjálfstæðismanna og skrifaði framboðinu orðsendingu á Facebook síðu þeirra:„Kæru Sjálfsstæðismenn. Nú er ég hreint ekki ánægður með ykkur. Þegar ég sæki börnin mín á leikskólann Kærabæ núna áðan sé ég að það er búið að dreifa XD blöðrum til krakkanna. Þegar ég spurði hvaðan þær komu var svarað að þið hefðuð einfaldlega mætt á svæðið og byrjað að dreifa blöðrunum. Markaðssetning á leikskólum er bönnuð!! Þetta er ekkert annað en áróður sem í sjálfu sér er í fínu í lagi en á leikskólum á hann alls ekki heima! Ég ætla að vona að þið takið þetta til ykkar og passið að þetta gerist ekki aftur.“Valdimar Hermansson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins segir framboðið ekki hafa verið að beina blöðrunum að börnunum. „Við vorum ekkert að ota þessu að börnunum, síður en svo. Vissulega vorum með þetta með okkur því þetta var bara eins og hver önnur vinnustaðaheimsókn hjá okkur og blöðrurnar beindust ekki að börnunum. Hrafnhildur Una Guðjónsdóttir, leikskólastjóri Kærabæjar, þykir eðlilegt að þetta sé tekið til skoðunar. „Leikskólinn mun taka þetta til skoðunar. Við skiljum áhyggjur foreldra barnanna, við berum ríka ábyrgð. Við munum skoða málið nánar og fara ofan í þetta. Svona atburðir munu ekki endurtaka sig." Samkvæmt heimildum Vísis hefur verið send inn kvörtun til fræðslustjóra Fjarðabyggðar vegna þessa. Ekki náðist í Þórodd Helgason, fræðslustjóra Fjarðabyggðar, vegna vinnslu fréttarinnar.
Kosningar 2014 Austurland Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira