Heilbrigðisstarfsfólk líklegra til að hylma yfir mistök sín Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. maí 2014 16:20 Ólafur G. Skúlason er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. VISIR/GVA Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) sendi í dag frá sér ályktun um öryggi sjúklinga. Ályktunin kemur í kjölfar fregna af ákæru ríkissaksóknara á hendur Landspítalanum og hjúkrunarfræðingi gjörgæsludeildar Landspítalans fyrir manndráp af gáleysi. FÍH ítrekar mikilvægi þess að öryggi sjúklinga sé haft að leiðarljósi í allri heilbrigðisþjónustu. Í ljósi ákærunnar á hendur hjúkrunarfræðingnum vill félagið benda á að hjúkrunarfræðingar standa frammi fyrir nýjum veruleika sem mun hafa umtalsverð áhrif á störf þeirra til framtíðar. Mikilvægt er að mati FÍH að komið sé í veg fyrir að alvarleg atvik í meðferð sjúklinga geti átt sér stað. „Fíh hefur um árabil barist fyrir því að starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga sé þess eðlis að þeir geti veitt sjúklingum örugga hjúkrun. Slíkt starfsumhverfi felur í sér nægjanlegt fjármagn, góða mönnun hjúkrunarfræðinga, nægjanlegan hvíldartíma og minna vinnuálag en til staðar er í dag,“ segir í ályktuninni. Í samtali við Vísi segir Ólafur Guðbjörn Skúlason, formaður FÍH, fólk úr hans röðum vera uggandi yfir þessu máli og segir hann það skapa mikla óvissu fyrir alla heilbrigðisstarfsmenn. Honum þykir það ekki rétt aðferðafræði að draga einn einstakling fyrir dóm þegar mál af þessu tagi koma upp enda séu þau sjaldnast við einn einstakling að sakast. „Þegar eitthvað svona gerist þá er það vegna fjölda keðjuverkandi atvika en ekki vegna þessa að eitthvað eitt klikkar,“ segir Ólafur. „Það er ótal þættir sem spila inn í, til að mynda álag, bágur tækjakostur, krefjandi vinnuaðstæður og því er það skrýtið að skella ábyrgðinni á einn aðila, í staðinn fyrir að skoða allt ferlið og reyna að draga lærdóm af því.“ Ólafur segir að heilbrigðisstarfsfólk efist um réttarstöðu sína í kjölfar ákærunnar og telur hann að mál sem þetta geti jafnvel orðið til þess að fólk í heilbrigðisgeiranum muni hylma yfir mistök sín af ótta við að vera dregið fyrir dóm. „Ef við ætlum að læra af mistökum okkar þá verðum við að fá þau upp á yfirborðið,“ segir Ólafur og skorar félagið á yfirvöld að veita heilbrigðiskerfinu það fjármagn sem þarf til að tryggja sjúklingum örugga hjúkrunarþjónustu. Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingur ákærður - Ekkja mannsins vildi ekki kæra „Ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ 21. maí 2014 14:22 Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Tekist á um tillögur að breyttri gjaldskrá leikskóla Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) sendi í dag frá sér ályktun um öryggi sjúklinga. Ályktunin kemur í kjölfar fregna af ákæru ríkissaksóknara á hendur Landspítalanum og hjúkrunarfræðingi gjörgæsludeildar Landspítalans fyrir manndráp af gáleysi. FÍH ítrekar mikilvægi þess að öryggi sjúklinga sé haft að leiðarljósi í allri heilbrigðisþjónustu. Í ljósi ákærunnar á hendur hjúkrunarfræðingnum vill félagið benda á að hjúkrunarfræðingar standa frammi fyrir nýjum veruleika sem mun hafa umtalsverð áhrif á störf þeirra til framtíðar. Mikilvægt er að mati FÍH að komið sé í veg fyrir að alvarleg atvik í meðferð sjúklinga geti átt sér stað. „Fíh hefur um árabil barist fyrir því að starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga sé þess eðlis að þeir geti veitt sjúklingum örugga hjúkrun. Slíkt starfsumhverfi felur í sér nægjanlegt fjármagn, góða mönnun hjúkrunarfræðinga, nægjanlegan hvíldartíma og minna vinnuálag en til staðar er í dag,“ segir í ályktuninni. Í samtali við Vísi segir Ólafur Guðbjörn Skúlason, formaður FÍH, fólk úr hans röðum vera uggandi yfir þessu máli og segir hann það skapa mikla óvissu fyrir alla heilbrigðisstarfsmenn. Honum þykir það ekki rétt aðferðafræði að draga einn einstakling fyrir dóm þegar mál af þessu tagi koma upp enda séu þau sjaldnast við einn einstakling að sakast. „Þegar eitthvað svona gerist þá er það vegna fjölda keðjuverkandi atvika en ekki vegna þessa að eitthvað eitt klikkar,“ segir Ólafur. „Það er ótal þættir sem spila inn í, til að mynda álag, bágur tækjakostur, krefjandi vinnuaðstæður og því er það skrýtið að skella ábyrgðinni á einn aðila, í staðinn fyrir að skoða allt ferlið og reyna að draga lærdóm af því.“ Ólafur segir að heilbrigðisstarfsfólk efist um réttarstöðu sína í kjölfar ákærunnar og telur hann að mál sem þetta geti jafnvel orðið til þess að fólk í heilbrigðisgeiranum muni hylma yfir mistök sín af ótta við að vera dregið fyrir dóm. „Ef við ætlum að læra af mistökum okkar þá verðum við að fá þau upp á yfirborðið,“ segir Ólafur og skorar félagið á yfirvöld að veita heilbrigðiskerfinu það fjármagn sem þarf til að tryggja sjúklingum örugga hjúkrunarþjónustu.
Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingur ákærður - Ekkja mannsins vildi ekki kæra „Ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ 21. maí 2014 14:22 Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Tekist á um tillögur að breyttri gjaldskrá leikskóla Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Hjúkrunarfræðingur ákærður - Ekkja mannsins vildi ekki kæra „Ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ 21. maí 2014 14:22
Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum