Luís Enrique: Ekki bera mig saman við Guardiola Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. maí 2014 13:00 Luís Enrique ræðir við blaðamenn í dag. Vísir/getty Luís Enrique, nýr þjálfari spænska stórliðsins Barcelona, sat fyrir svörum á sínum fyrsta blaðamannafundi á Nývangi í dag. Hann var ráðinn eftirmaður Tata Martino á mánudaginn. Enrique, sem er 44 ára gamall, spilaði 207 deildarleiki fyrir Barcelona á átta árum frá 1996-2004. Þar spilaði hann með Pep Guardiola, fyrrverandi þjálfara Barcelona, sem gerði ótrúlega hluti með liðið og skrifaði nýjan kafla í knattspyrnusöguna. „Vinsamlegast ekki bera mig saman við Pep núna. Ég vona það gerist samt í framtíðinni því það þýðir að við séum að vinna titla. Er ég kvíðinn fyrir verkefninu hjá Barcelona? Alls ekki. Þetta er einn besti dagur lífs míns,“ sagði Enrique í dag. Aðspurður hvort hann myndi halda áfram að spila 4-3-3-leikkerfið svaraði Enrique: „Ég mun spila kerfi sem hentar þeim leikmönnum sem ég hef og fær það besta út úr þeim.“Þarna mun Enrique eyða miklum tíma á næstu árum ef allt fer vel.Vísir/gettyEnrique er ekki uppalinn hjá Barcelona hendur Sporting Gijón. Það sem meira er kom hann til félagsins frá Real Madrid þannig hann þekkir ekki unglingastarf Börsunga inn og út eins og Guardiola. Hann lofar þó að gefa yngri leikmönnum áfram tækifæri og er spenntur fyrir því. „Ég elska að styðja við unga leikmenn en ég krefst þess að þeir sýni hungur og metnað. Dyrnar standa opnar öllum leikmönnum B-liðsins og yngri leikmönnum félagsins,“ sagði Enrique. Hann vildi lítið ræða mál einstakra leikmanna en spilari eins og CescFábregas er orðaður við brottför til Manchester United annað árið í röð. „Við ræðum ekki nein nöfn núna. Við þurfum ekki að taka neinar ákvarðanir að svo stöddu. Það gefst tími til þess.“ Einnig er óvíst hvort Xavi verði áfram í herbúðum liðsins og þá gæti Argentínumaðurinn Javier Mascherano tekið við fyrirliðabandinu. „Ég þekki Xavi. Hann er vinur minn og fyrrverandi liðsfélagi. Við munum setjast niður með honum og ræða málin. Bíðum bara og sjáum hvað gerist. Mascherano hefur svo allt til brunns að vera til að verða fyrirliði. Góðir og mikilvægir leikmenn munu vera áfram hjá liðinu,“ segir Luís Enrique. Spænski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira
Luís Enrique, nýr þjálfari spænska stórliðsins Barcelona, sat fyrir svörum á sínum fyrsta blaðamannafundi á Nývangi í dag. Hann var ráðinn eftirmaður Tata Martino á mánudaginn. Enrique, sem er 44 ára gamall, spilaði 207 deildarleiki fyrir Barcelona á átta árum frá 1996-2004. Þar spilaði hann með Pep Guardiola, fyrrverandi þjálfara Barcelona, sem gerði ótrúlega hluti með liðið og skrifaði nýjan kafla í knattspyrnusöguna. „Vinsamlegast ekki bera mig saman við Pep núna. Ég vona það gerist samt í framtíðinni því það þýðir að við séum að vinna titla. Er ég kvíðinn fyrir verkefninu hjá Barcelona? Alls ekki. Þetta er einn besti dagur lífs míns,“ sagði Enrique í dag. Aðspurður hvort hann myndi halda áfram að spila 4-3-3-leikkerfið svaraði Enrique: „Ég mun spila kerfi sem hentar þeim leikmönnum sem ég hef og fær það besta út úr þeim.“Þarna mun Enrique eyða miklum tíma á næstu árum ef allt fer vel.Vísir/gettyEnrique er ekki uppalinn hjá Barcelona hendur Sporting Gijón. Það sem meira er kom hann til félagsins frá Real Madrid þannig hann þekkir ekki unglingastarf Börsunga inn og út eins og Guardiola. Hann lofar þó að gefa yngri leikmönnum áfram tækifæri og er spenntur fyrir því. „Ég elska að styðja við unga leikmenn en ég krefst þess að þeir sýni hungur og metnað. Dyrnar standa opnar öllum leikmönnum B-liðsins og yngri leikmönnum félagsins,“ sagði Enrique. Hann vildi lítið ræða mál einstakra leikmanna en spilari eins og CescFábregas er orðaður við brottför til Manchester United annað árið í röð. „Við ræðum ekki nein nöfn núna. Við þurfum ekki að taka neinar ákvarðanir að svo stöddu. Það gefst tími til þess.“ Einnig er óvíst hvort Xavi verði áfram í herbúðum liðsins og þá gæti Argentínumaðurinn Javier Mascherano tekið við fyrirliðabandinu. „Ég þekki Xavi. Hann er vinur minn og fyrrverandi liðsfélagi. Við munum setjast niður með honum og ræða málin. Bíðum bara og sjáum hvað gerist. Mascherano hefur svo allt til brunns að vera til að verða fyrirliði. Góðir og mikilvægir leikmenn munu vera áfram hjá liðinu,“ segir Luís Enrique.
Spænski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira