Luís Enrique: Ekki bera mig saman við Guardiola Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. maí 2014 13:00 Luís Enrique ræðir við blaðamenn í dag. Vísir/getty Luís Enrique, nýr þjálfari spænska stórliðsins Barcelona, sat fyrir svörum á sínum fyrsta blaðamannafundi á Nývangi í dag. Hann var ráðinn eftirmaður Tata Martino á mánudaginn. Enrique, sem er 44 ára gamall, spilaði 207 deildarleiki fyrir Barcelona á átta árum frá 1996-2004. Þar spilaði hann með Pep Guardiola, fyrrverandi þjálfara Barcelona, sem gerði ótrúlega hluti með liðið og skrifaði nýjan kafla í knattspyrnusöguna. „Vinsamlegast ekki bera mig saman við Pep núna. Ég vona það gerist samt í framtíðinni því það þýðir að við séum að vinna titla. Er ég kvíðinn fyrir verkefninu hjá Barcelona? Alls ekki. Þetta er einn besti dagur lífs míns,“ sagði Enrique í dag. Aðspurður hvort hann myndi halda áfram að spila 4-3-3-leikkerfið svaraði Enrique: „Ég mun spila kerfi sem hentar þeim leikmönnum sem ég hef og fær það besta út úr þeim.“Þarna mun Enrique eyða miklum tíma á næstu árum ef allt fer vel.Vísir/gettyEnrique er ekki uppalinn hjá Barcelona hendur Sporting Gijón. Það sem meira er kom hann til félagsins frá Real Madrid þannig hann þekkir ekki unglingastarf Börsunga inn og út eins og Guardiola. Hann lofar þó að gefa yngri leikmönnum áfram tækifæri og er spenntur fyrir því. „Ég elska að styðja við unga leikmenn en ég krefst þess að þeir sýni hungur og metnað. Dyrnar standa opnar öllum leikmönnum B-liðsins og yngri leikmönnum félagsins,“ sagði Enrique. Hann vildi lítið ræða mál einstakra leikmanna en spilari eins og CescFábregas er orðaður við brottför til Manchester United annað árið í röð. „Við ræðum ekki nein nöfn núna. Við þurfum ekki að taka neinar ákvarðanir að svo stöddu. Það gefst tími til þess.“ Einnig er óvíst hvort Xavi verði áfram í herbúðum liðsins og þá gæti Argentínumaðurinn Javier Mascherano tekið við fyrirliðabandinu. „Ég þekki Xavi. Hann er vinur minn og fyrrverandi liðsfélagi. Við munum setjast niður með honum og ræða málin. Bíðum bara og sjáum hvað gerist. Mascherano hefur svo allt til brunns að vera til að verða fyrirliði. Góðir og mikilvægir leikmenn munu vera áfram hjá liðinu,“ segir Luís Enrique. Spænski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Sjá meira
Luís Enrique, nýr þjálfari spænska stórliðsins Barcelona, sat fyrir svörum á sínum fyrsta blaðamannafundi á Nývangi í dag. Hann var ráðinn eftirmaður Tata Martino á mánudaginn. Enrique, sem er 44 ára gamall, spilaði 207 deildarleiki fyrir Barcelona á átta árum frá 1996-2004. Þar spilaði hann með Pep Guardiola, fyrrverandi þjálfara Barcelona, sem gerði ótrúlega hluti með liðið og skrifaði nýjan kafla í knattspyrnusöguna. „Vinsamlegast ekki bera mig saman við Pep núna. Ég vona það gerist samt í framtíðinni því það þýðir að við séum að vinna titla. Er ég kvíðinn fyrir verkefninu hjá Barcelona? Alls ekki. Þetta er einn besti dagur lífs míns,“ sagði Enrique í dag. Aðspurður hvort hann myndi halda áfram að spila 4-3-3-leikkerfið svaraði Enrique: „Ég mun spila kerfi sem hentar þeim leikmönnum sem ég hef og fær það besta út úr þeim.“Þarna mun Enrique eyða miklum tíma á næstu árum ef allt fer vel.Vísir/gettyEnrique er ekki uppalinn hjá Barcelona hendur Sporting Gijón. Það sem meira er kom hann til félagsins frá Real Madrid þannig hann þekkir ekki unglingastarf Börsunga inn og út eins og Guardiola. Hann lofar þó að gefa yngri leikmönnum áfram tækifæri og er spenntur fyrir því. „Ég elska að styðja við unga leikmenn en ég krefst þess að þeir sýni hungur og metnað. Dyrnar standa opnar öllum leikmönnum B-liðsins og yngri leikmönnum félagsins,“ sagði Enrique. Hann vildi lítið ræða mál einstakra leikmanna en spilari eins og CescFábregas er orðaður við brottför til Manchester United annað árið í röð. „Við ræðum ekki nein nöfn núna. Við þurfum ekki að taka neinar ákvarðanir að svo stöddu. Það gefst tími til þess.“ Einnig er óvíst hvort Xavi verði áfram í herbúðum liðsins og þá gæti Argentínumaðurinn Javier Mascherano tekið við fyrirliðabandinu. „Ég þekki Xavi. Hann er vinur minn og fyrrverandi liðsfélagi. Við munum setjast niður með honum og ræða málin. Bíðum bara og sjáum hvað gerist. Mascherano hefur svo allt til brunns að vera til að verða fyrirliði. Góðir og mikilvægir leikmenn munu vera áfram hjá liðinu,“ segir Luís Enrique.
Spænski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Sjá meira