Ingi Norðurlandameistari | Krister fékk brons Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. júní 2014 18:16 Ingi Rúnar var í ham um helgina. Frjálsíþróttasamband Íslands Ingi Rúnar Kristinsson vann til gullverðlauna í U-23 ára flokki í tugþraut á Norðurlandameistaramótinu sem fór fram á Kópavogsvelli um helgina. Ingi fékk 7156 stig, rétt tæplega 300 stigum meira en næsti maður, Aleksi Tounenen frá Finnlandi. Ingi kom áttundi í mark í 110m grindahlaupi, fyrstu grein dagsins. Hann vann svo öruggan sigur í kringlukasti, en hann kastaði kringlunni 43,02 metra. Ingi sigraði einnig í stangarstökki, þar sem hann lyfti sér yfir 4,60 metra. Í spjótkastinu kastaði Ingi 49,99 metra og hafnaði í 5. sæti. Hann kom svo sjöundi í mark í 1500m hlaupi, lokagrein dagsins.Hermann Þór Haraldsson endaði í 6. sæti í sama flokki með 6107 stig og bætti sig um rúmlega 200 stig. Stefán Þór Jósefsson hafnaði í 9. sæti með 5491 stig, en hann bar hins vegar sigur úr býtum í 1500m hlaupinu (4:36,37).Krister Blær Jónsson vann til bronsverðlauna í U-20 ára flokki í tugþraut. Hann fékk alls 6934 stig fyrir greinarnar tíu. Krister varð þriðji í 110m grindahlaupi (15,27 sek.) og sjötti í kringlukasti, þar sem hann kastaði 31,52 metra. Krister varð í 2.-3. í stangarstökkinu (4,60 m) og fjórði í spjótkastinu, en hann kastaði 51,82m. Krister kom svo þriðji í mark í 1500m hlaupi, á tímanum 4:40,75. Yngri bróðir hans, Tristan Freyr, var aðeins 54 stigum frá því að vinna til bronsverðlauna í U-18 ára flokki. Tristan kom fyrstur í mark í 100m hlaupi, á 11,22 sekúndum. Hann varð annar í langstökki þar sem hann stökk 6,81 metra, sjötti í kúluvarpi (11,75 m) og fjórði í hástökki (1,79 m). Tristan lauk svo deginum á því að koma fjórði í mark í 1500m hlaupinu, á tímanum 4:53,33. Hann fékk samtals 6601 stig í greinunum tíu um helgina. Þeir Ari Sigþór Eiríksson (5350 stig), Guðmundur Karl Úlfarsson (5081 stig) og Fannar Yngvi Rafnarsson (4836 stig) röðuðu sér í 7.-9. sæti.Ásgerður Jana Ágústsdóttir hafnaði í 9. sæti í U-20 ára flokki kvenna með 4724 stig sem er bæting um rúmlega 50 stig.Irma Gunnarsdóttir endaði í 7. sæti í U-18 ára flokki kvenna. Irma, sem er 16 ára gömul, fékk 4359 stig. HannaÞráinsdóttir, sem er árinu eldri, fékk 3574 stig og endaði í 10. sæti. Fyrr í dag varð SveinbjörgZophoníasdóttir Norðurlandameistari í sjöþraut í U-23 ára flokki.Ingi mundar kúlunaFrjálsíþróttasamband ÍslandsKrister Blær varpar kúlunniFrjálsíþróttasamband ÍslandsIngi í loftköstumFrjálsíþróttasamband ÍslandsKrister Blær (lengst til vinstri) á sprettiFrjálsíþróttasamband Íslands Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sveinbjörg Norðurlandameistari Sveinbjörg Zophoníasdóttir varð efst í sínum aldursflokki (U-23 ára) á Norðurlandameistaramótinu í fjölþrautum sem fer fram á Kópavogsvelli nú um helgina. 8. júní 2014 16:11 Sveinbjörg í góðri stöðu Norðurlandamótið í fjölþrautum fer fram á Kópavogsvelli um helgina. Eftir fyrri keppnisdag er Sveinbjörg Zophoníasdóttir með góðu forystu í U-23 ára flokki kvenna. Hún nældi sér í 3421 stig í greinum dagsins og er 451 stigi á undan næstu konu, Fridu Thorsås frá Noregi. 8. júní 2014 09:00 Erfiðara að horfa á Synir Jóns Arnars Magnússonar, fyrrum tugþrautarkappa taka þátt í Norðurlandamótinu í fjölþrautum ungmenna á Kópavogsvelli um helgina. 7. júní 2014 06:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Sjá meira
Ingi Rúnar Kristinsson vann til gullverðlauna í U-23 ára flokki í tugþraut á Norðurlandameistaramótinu sem fór fram á Kópavogsvelli um helgina. Ingi fékk 7156 stig, rétt tæplega 300 stigum meira en næsti maður, Aleksi Tounenen frá Finnlandi. Ingi kom áttundi í mark í 110m grindahlaupi, fyrstu grein dagsins. Hann vann svo öruggan sigur í kringlukasti, en hann kastaði kringlunni 43,02 metra. Ingi sigraði einnig í stangarstökki, þar sem hann lyfti sér yfir 4,60 metra. Í spjótkastinu kastaði Ingi 49,99 metra og hafnaði í 5. sæti. Hann kom svo sjöundi í mark í 1500m hlaupi, lokagrein dagsins.Hermann Þór Haraldsson endaði í 6. sæti í sama flokki með 6107 stig og bætti sig um rúmlega 200 stig. Stefán Þór Jósefsson hafnaði í 9. sæti með 5491 stig, en hann bar hins vegar sigur úr býtum í 1500m hlaupinu (4:36,37).Krister Blær Jónsson vann til bronsverðlauna í U-20 ára flokki í tugþraut. Hann fékk alls 6934 stig fyrir greinarnar tíu. Krister varð þriðji í 110m grindahlaupi (15,27 sek.) og sjötti í kringlukasti, þar sem hann kastaði 31,52 metra. Krister varð í 2.-3. í stangarstökkinu (4,60 m) og fjórði í spjótkastinu, en hann kastaði 51,82m. Krister kom svo þriðji í mark í 1500m hlaupi, á tímanum 4:40,75. Yngri bróðir hans, Tristan Freyr, var aðeins 54 stigum frá því að vinna til bronsverðlauna í U-18 ára flokki. Tristan kom fyrstur í mark í 100m hlaupi, á 11,22 sekúndum. Hann varð annar í langstökki þar sem hann stökk 6,81 metra, sjötti í kúluvarpi (11,75 m) og fjórði í hástökki (1,79 m). Tristan lauk svo deginum á því að koma fjórði í mark í 1500m hlaupinu, á tímanum 4:53,33. Hann fékk samtals 6601 stig í greinunum tíu um helgina. Þeir Ari Sigþór Eiríksson (5350 stig), Guðmundur Karl Úlfarsson (5081 stig) og Fannar Yngvi Rafnarsson (4836 stig) röðuðu sér í 7.-9. sæti.Ásgerður Jana Ágústsdóttir hafnaði í 9. sæti í U-20 ára flokki kvenna með 4724 stig sem er bæting um rúmlega 50 stig.Irma Gunnarsdóttir endaði í 7. sæti í U-18 ára flokki kvenna. Irma, sem er 16 ára gömul, fékk 4359 stig. HannaÞráinsdóttir, sem er árinu eldri, fékk 3574 stig og endaði í 10. sæti. Fyrr í dag varð SveinbjörgZophoníasdóttir Norðurlandameistari í sjöþraut í U-23 ára flokki.Ingi mundar kúlunaFrjálsíþróttasamband ÍslandsKrister Blær varpar kúlunniFrjálsíþróttasamband ÍslandsIngi í loftköstumFrjálsíþróttasamband ÍslandsKrister Blær (lengst til vinstri) á sprettiFrjálsíþróttasamband Íslands
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sveinbjörg Norðurlandameistari Sveinbjörg Zophoníasdóttir varð efst í sínum aldursflokki (U-23 ára) á Norðurlandameistaramótinu í fjölþrautum sem fer fram á Kópavogsvelli nú um helgina. 8. júní 2014 16:11 Sveinbjörg í góðri stöðu Norðurlandamótið í fjölþrautum fer fram á Kópavogsvelli um helgina. Eftir fyrri keppnisdag er Sveinbjörg Zophoníasdóttir með góðu forystu í U-23 ára flokki kvenna. Hún nældi sér í 3421 stig í greinum dagsins og er 451 stigi á undan næstu konu, Fridu Thorsås frá Noregi. 8. júní 2014 09:00 Erfiðara að horfa á Synir Jóns Arnars Magnússonar, fyrrum tugþrautarkappa taka þátt í Norðurlandamótinu í fjölþrautum ungmenna á Kópavogsvelli um helgina. 7. júní 2014 06:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Sjá meira
Sveinbjörg Norðurlandameistari Sveinbjörg Zophoníasdóttir varð efst í sínum aldursflokki (U-23 ára) á Norðurlandameistaramótinu í fjölþrautum sem fer fram á Kópavogsvelli nú um helgina. 8. júní 2014 16:11
Sveinbjörg í góðri stöðu Norðurlandamótið í fjölþrautum fer fram á Kópavogsvelli um helgina. Eftir fyrri keppnisdag er Sveinbjörg Zophoníasdóttir með góðu forystu í U-23 ára flokki kvenna. Hún nældi sér í 3421 stig í greinum dagsins og er 451 stigi á undan næstu konu, Fridu Thorsås frá Noregi. 8. júní 2014 09:00
Erfiðara að horfa á Synir Jóns Arnars Magnússonar, fyrrum tugþrautarkappa taka þátt í Norðurlandamótinu í fjölþrautum ungmenna á Kópavogsvelli um helgina. 7. júní 2014 06:00