Hafþór Júlíus í viðtali við New York Post Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 3. júní 2014 14:00 Kraftakarlinn Hafþór Júlíus Björnsson, sem leikur Sir Gregor Clegane, eða Fjallið, í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones, er í viðtali á vefsíðu New York Post. Hann hefur vakið mikla athygli fyrir leik sinn í þáttunum, sérstaklega í slagsmálasenu sem var í þættinum í fjórðu seríu sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi, sem var ansi hrottafengin. Blaðamaður New York Post spyr Hafþór meðal annars hvað hann hefði þurft að gera í áheyrnarprufu fyrir þættina. „Við þurftum að fara í gegnum nokkrar senur og lesa línur úr handritinu. Þeir vildu líka að ég myndi sýna hvort ég gæti hreyft mig hratt í bardagasenum og það kom þeim á óvart hve snöggur ég var. Ég er mjög snöggur, ég er ekki að gorta mig; þetta er staðreynd. Síðan báðu þeir mig um að lyfta manni, grípa undir handakrika hans og lyfta honum yfir höfuð mitt. Þeir sögðu að hann liti út eins og barn í höndum mínum. Ég fékk að minnsta kosti hlutverkið. Ég meina, hver myndi ekki elska að leika Fjallið í Game of Thrones?“ segir Hafþór. Hann segir það hafa tekið á að læra sverðfimi fyrir leik sinn í þáttunum. „Ég var í stífri þjálfun með sverðameistara þáttanna, C.C. Smiff, sem vel á minnst er einnig frábær dansari. Það var mjög erfitt. Við unnum frá því snemma á morgnana þangað til seint á kvöldin í margar vikur en eins og þið getið séð í slagsmálasenunni borgaði þessi erfiðisvinna sig.“ En snýr hann aftur í fimmtu þáttaröð Game of Thrones? „Þið verðið að spyrja [höfunda þáttanna] Dave [Benioff] og Dan [Weiss]. Þeir eru óútreiknanlegir og vilja halda öllum, og ég meina öllum, á tánum,“ segir Hafþór í viðtalinu. Game of Thrones Tengdar fréttir Vinir þrátt fyrir hrottafengið atriði í Game of Thrones Pedro Pascal og Hafþór Júlíus Björnsson í stuði á Instagram. 3. júní 2014 11:30 Hafþór Júlíus situr fyrir svörum hjá Reddit Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson mun sitja fyrir svörum á vefsvæði Reddit í dag og geta lesendur spurt hann spjörunum úr milli fjögur og fimm síðdegis. 18. mars 2014 15:00 Ný stikla með Hafþór Júlíusi í Game of Thrones Sterkasti maður Íslands sést í fyrsta sinn í hlutverki "fjallið“ í stiklu úr fjórðu þáttaröð Game of Thrones. 13. janúar 2014 13:08 „Viðurkenni alveg að ég var mjög stressaður“ Sterkasti maður Íslands, Hafþór Júlíus, fer með hlutverk Gregors Clegane í hinum geysivinsælu þáttum Game of Thrones og tekur sig vel út á sjónvarpsskjánum. 20. maí 2014 10:00 Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Kraftakarlinn Hafþór Júlíus Björnsson, sem leikur Sir Gregor Clegane, eða Fjallið, í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones, er í viðtali á vefsíðu New York Post. Hann hefur vakið mikla athygli fyrir leik sinn í þáttunum, sérstaklega í slagsmálasenu sem var í þættinum í fjórðu seríu sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi, sem var ansi hrottafengin. Blaðamaður New York Post spyr Hafþór meðal annars hvað hann hefði þurft að gera í áheyrnarprufu fyrir þættina. „Við þurftum að fara í gegnum nokkrar senur og lesa línur úr handritinu. Þeir vildu líka að ég myndi sýna hvort ég gæti hreyft mig hratt í bardagasenum og það kom þeim á óvart hve snöggur ég var. Ég er mjög snöggur, ég er ekki að gorta mig; þetta er staðreynd. Síðan báðu þeir mig um að lyfta manni, grípa undir handakrika hans og lyfta honum yfir höfuð mitt. Þeir sögðu að hann liti út eins og barn í höndum mínum. Ég fékk að minnsta kosti hlutverkið. Ég meina, hver myndi ekki elska að leika Fjallið í Game of Thrones?“ segir Hafþór. Hann segir það hafa tekið á að læra sverðfimi fyrir leik sinn í þáttunum. „Ég var í stífri þjálfun með sverðameistara þáttanna, C.C. Smiff, sem vel á minnst er einnig frábær dansari. Það var mjög erfitt. Við unnum frá því snemma á morgnana þangað til seint á kvöldin í margar vikur en eins og þið getið séð í slagsmálasenunni borgaði þessi erfiðisvinna sig.“ En snýr hann aftur í fimmtu þáttaröð Game of Thrones? „Þið verðið að spyrja [höfunda þáttanna] Dave [Benioff] og Dan [Weiss]. Þeir eru óútreiknanlegir og vilja halda öllum, og ég meina öllum, á tánum,“ segir Hafþór í viðtalinu.
Game of Thrones Tengdar fréttir Vinir þrátt fyrir hrottafengið atriði í Game of Thrones Pedro Pascal og Hafþór Júlíus Björnsson í stuði á Instagram. 3. júní 2014 11:30 Hafþór Júlíus situr fyrir svörum hjá Reddit Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson mun sitja fyrir svörum á vefsvæði Reddit í dag og geta lesendur spurt hann spjörunum úr milli fjögur og fimm síðdegis. 18. mars 2014 15:00 Ný stikla með Hafþór Júlíusi í Game of Thrones Sterkasti maður Íslands sést í fyrsta sinn í hlutverki "fjallið“ í stiklu úr fjórðu þáttaröð Game of Thrones. 13. janúar 2014 13:08 „Viðurkenni alveg að ég var mjög stressaður“ Sterkasti maður Íslands, Hafþór Júlíus, fer með hlutverk Gregors Clegane í hinum geysivinsælu þáttum Game of Thrones og tekur sig vel út á sjónvarpsskjánum. 20. maí 2014 10:00 Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Vinir þrátt fyrir hrottafengið atriði í Game of Thrones Pedro Pascal og Hafþór Júlíus Björnsson í stuði á Instagram. 3. júní 2014 11:30
Hafþór Júlíus situr fyrir svörum hjá Reddit Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson mun sitja fyrir svörum á vefsvæði Reddit í dag og geta lesendur spurt hann spjörunum úr milli fjögur og fimm síðdegis. 18. mars 2014 15:00
Ný stikla með Hafþór Júlíusi í Game of Thrones Sterkasti maður Íslands sést í fyrsta sinn í hlutverki "fjallið“ í stiklu úr fjórðu þáttaröð Game of Thrones. 13. janúar 2014 13:08
„Viðurkenni alveg að ég var mjög stressaður“ Sterkasti maður Íslands, Hafþór Júlíus, fer með hlutverk Gregors Clegane í hinum geysivinsælu þáttum Game of Thrones og tekur sig vel út á sjónvarpsskjánum. 20. maí 2014 10:00