Gunnar Einarsson verður áfram bæjarstjóri Kjartan Atli Kjartansson skrifar 2. júní 2014 13:48 Gunnar Einarsson hefur verið bæjarstjóri í níu ár. Gunnar Einarsson mun halda áfram sem bæjarstjóri Garðabæjar, eftir að Sjálfstæðisflokkurinn þar í bæ fékk hreinan meirihluta. Gunnar var í áttunda sæti lista Sjálfstæðisflokksins, en flokkurinn fékk sjö bæjarfulltrúa af ellefu. Þetta voru fyrstu kosningarnar eftir sameiningu Garðabæjar og Álftaness. Í síðustu kosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ 63,5% og 47,2% á Álftanesi. Í nýafstöðnum kosningum fékk flokkurinn 58,8%. „Já, ef við skoðum úrslitin í samræmi við gengi flokkanna í báðum sveitarfélögum kemur í ljós að við höldum okkar fylgi,“ segir Gunnar. Gunnar rifjar upp erfið mál á síðasta kjörtímabili, til dæmis sameiningu sveitarfélaganna tveggja og staðsetningu nýs Álftanesvegar. Hann telur það fínan árangur að hafa haldið því fylgi sem flokkurinn var með í sveitarfélögunum tveimur. „Það er greinilegt að meirihluti Garðbæinga var ánægður með störf okkar og við erum þakklát fyrir það. Við ætlum því bara að halda áfram okkar góða starfi. Við gáfum út 90 fyrirheit fyrir kosningar. Við byrjum strax á því að vinna í að efna þau. Fyrsti bæjarstjórnarfundur verður 19. júní og við erum bara tilbúin.“ Gunnar tók áttunda sætið á lista Sjálfstæðisflokksins til þess að stilla til friðar innan flokksins. Uppstillingarnefnd flokksins setti hann upphaflega í efsta sætið á nokkuð umdeildum lista. Þrír reyndir bæjarfulltrúar voru neðarlega á lista og voru ósáttir við það. Þeir Páll Hilmarsson og Stefán Konráðsson þáðu ekki tuttugasta og tuttugasta og fyrsta sæti listans, enda sóttust þeir eftir því að halda starfi sínu í bæjarstjórn áfram. Sturla Þorsteinsson átti upphaflega að vera í áttunda sæti listans, en Gunnar bauðst til þess að fara í það sæti og var Sturlu boðið sjöunda sætið á listanum sem hann þáði og komst inn í bæjarstjórn. Gunnar hefur gegnt embætti bæjarstjóra í níu ár og hefur ekki áður tekið þátt í framboði á vegum sjálfstæðismanna síðan hann var ráðinn bæjarstjóri þann 24. maí árið 2005. Gunnar hefur starfað hjá Garðabæ frá árinu 1980, fyrst sem íþrótta- og tómstundafulltrúi og síðar sem forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Gunnar Einarsson mun halda áfram sem bæjarstjóri Garðabæjar, eftir að Sjálfstæðisflokkurinn þar í bæ fékk hreinan meirihluta. Gunnar var í áttunda sæti lista Sjálfstæðisflokksins, en flokkurinn fékk sjö bæjarfulltrúa af ellefu. Þetta voru fyrstu kosningarnar eftir sameiningu Garðabæjar og Álftaness. Í síðustu kosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ 63,5% og 47,2% á Álftanesi. Í nýafstöðnum kosningum fékk flokkurinn 58,8%. „Já, ef við skoðum úrslitin í samræmi við gengi flokkanna í báðum sveitarfélögum kemur í ljós að við höldum okkar fylgi,“ segir Gunnar. Gunnar rifjar upp erfið mál á síðasta kjörtímabili, til dæmis sameiningu sveitarfélaganna tveggja og staðsetningu nýs Álftanesvegar. Hann telur það fínan árangur að hafa haldið því fylgi sem flokkurinn var með í sveitarfélögunum tveimur. „Það er greinilegt að meirihluti Garðbæinga var ánægður með störf okkar og við erum þakklát fyrir það. Við ætlum því bara að halda áfram okkar góða starfi. Við gáfum út 90 fyrirheit fyrir kosningar. Við byrjum strax á því að vinna í að efna þau. Fyrsti bæjarstjórnarfundur verður 19. júní og við erum bara tilbúin.“ Gunnar tók áttunda sætið á lista Sjálfstæðisflokksins til þess að stilla til friðar innan flokksins. Uppstillingarnefnd flokksins setti hann upphaflega í efsta sætið á nokkuð umdeildum lista. Þrír reyndir bæjarfulltrúar voru neðarlega á lista og voru ósáttir við það. Þeir Páll Hilmarsson og Stefán Konráðsson þáðu ekki tuttugasta og tuttugasta og fyrsta sæti listans, enda sóttust þeir eftir því að halda starfi sínu í bæjarstjórn áfram. Sturla Þorsteinsson átti upphaflega að vera í áttunda sæti listans, en Gunnar bauðst til þess að fara í það sæti og var Sturlu boðið sjöunda sætið á listanum sem hann þáði og komst inn í bæjarstjórn. Gunnar hefur gegnt embætti bæjarstjóra í níu ár og hefur ekki áður tekið þátt í framboði á vegum sjálfstæðismanna síðan hann var ráðinn bæjarstjóri þann 24. maí árið 2005. Gunnar hefur starfað hjá Garðabæ frá árinu 1980, fyrst sem íþrótta- og tómstundafulltrúi og síðar sem forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira