Massive Attack heillaði Spánverja í síðustu viku Kjartan Atli Kjartansson skrifar 19. júní 2014 10:09 Sveitin þótti standa sig frábæra í síðustu viku. Vísir/Getty Hljómsveitin Massive Attack, sem spilar á Secret Solstice hátíðinni á laugardaginn, fékk mikið lof erlendra fjölmiðla fyrir frammistöðu sína á SonarClub 15 hátíðinni sem fór fram í Barcelona í síðustu viku. Hljómsveitin kom fram á laugardagskvöldinu og er það samdóma álit bandarískra og spænskra fjölmiðla að sveitin hafi verið stórkostleg. Matt Medvert, blaðamaður Billboard, sagði: “Forspilið á lagi þeirra Teardrop sendi áhorfendur í hálfgert móðursýkiskast. Þegar upplífgandi rödd söngkonunnar og mjúkir hljómar byrjuðu að heyrast, brutust út gífurleg fagnaðarlæti á meðal tónleikagesta.” Tryllingur áhorfenda var umfjöllunarefni fleiri fjölmiðla. Paloma Ruiz, blaðamaður spænska miðilsins Melty.es sagði: “Salurinn hreinlega trylltist þegar Massive Attack stigu á svið. Salurinn nötraði við öflugan taktinn er þeir spila lag sitt Risingson og söngur Robert Del Naja var hreint út sagt stórbrotinn.” Diego Penzo Vivas, blaðamaður El Universal á Spáni tók í sama streng: „Flutningur Massive Attack var stórkostlegur, dáleiðandi og tignarlegur og hélt áhorfendum spenntum frá upphafi til enda. Það var auðvelt að sjá ánægjuna á andliti tónleikagesta, þetta var frábær skemmtun.“ Sveitin spilar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice og kemur fram á laugardagskvöldinu, á aðalsviði hátíðarinnar. Massive Attack var stofnuð árið 1988 í borginni Bristol á Englandi. Sveitin hefur unnið til fjölda verðlauna, þar með talið tveggja verðlauna á MTV tónlistarhátíðinni. Plötur sveitarinnar hafa selst vel, yfir 11 milljónir hafa selst um allan heim. Meðmlimir sveitarinnar eru Robert Del Naja og Grant Marshall. Hér að neðan má sjá myndband sveitarinnar við lagið Teardrop, sem hefur notið gífurlegra vinsælda. Sónar Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
Hljómsveitin Massive Attack, sem spilar á Secret Solstice hátíðinni á laugardaginn, fékk mikið lof erlendra fjölmiðla fyrir frammistöðu sína á SonarClub 15 hátíðinni sem fór fram í Barcelona í síðustu viku. Hljómsveitin kom fram á laugardagskvöldinu og er það samdóma álit bandarískra og spænskra fjölmiðla að sveitin hafi verið stórkostleg. Matt Medvert, blaðamaður Billboard, sagði: “Forspilið á lagi þeirra Teardrop sendi áhorfendur í hálfgert móðursýkiskast. Þegar upplífgandi rödd söngkonunnar og mjúkir hljómar byrjuðu að heyrast, brutust út gífurleg fagnaðarlæti á meðal tónleikagesta.” Tryllingur áhorfenda var umfjöllunarefni fleiri fjölmiðla. Paloma Ruiz, blaðamaður spænska miðilsins Melty.es sagði: “Salurinn hreinlega trylltist þegar Massive Attack stigu á svið. Salurinn nötraði við öflugan taktinn er þeir spila lag sitt Risingson og söngur Robert Del Naja var hreint út sagt stórbrotinn.” Diego Penzo Vivas, blaðamaður El Universal á Spáni tók í sama streng: „Flutningur Massive Attack var stórkostlegur, dáleiðandi og tignarlegur og hélt áhorfendum spenntum frá upphafi til enda. Það var auðvelt að sjá ánægjuna á andliti tónleikagesta, þetta var frábær skemmtun.“ Sveitin spilar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice og kemur fram á laugardagskvöldinu, á aðalsviði hátíðarinnar. Massive Attack var stofnuð árið 1988 í borginni Bristol á Englandi. Sveitin hefur unnið til fjölda verðlauna, þar með talið tveggja verðlauna á MTV tónlistarhátíðinni. Plötur sveitarinnar hafa selst vel, yfir 11 milljónir hafa selst um allan heim. Meðmlimir sveitarinnar eru Robert Del Naja og Grant Marshall. Hér að neðan má sjá myndband sveitarinnar við lagið Teardrop, sem hefur notið gífurlegra vinsælda.
Sónar Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira