Valdamesti hryðjuverkaleiðtoginn síðan Bin Laden var og hét Birta Björnsdóttir skrifar 13. júní 2014 20:00 Herskáir uppreisnarmenn keyrðu um götur Mosul í gær í bílum merktum íraska hernum. Einhverjir þeirra heyrðust hrópa „Á leið inn í Baghdad", en eins og við sögðum frá í fréttum okkar í gær óttast íbúar höfuðborgarinnar að innrás ISIS-liða sé yfirvofandi. Gripið var til ráðstafana í Bagdad í dag og reyna herinn og íbúar borgarinnar að vígbúast eftir fremsta megni. En hverjir eru þessir uppreisnarmenn og hvert er markmið þeirra? Samtökin Islamskt ríki í Írak og Sýrlandi (ISIS) viðurkenna ekki núverandi landamæri Sýrlands og Íraks og berjast fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis á landsvæðinu. ISIS voru stofnuð sem hliðarsamtök al-Qaeda en þóttu um margt herskárri og öfgafyllri en þessi þekktustu hryðjuverkasamtök heims. Lítið er vitað um hinn dularfulla leiðtoga ISIS, Abu Bakr al-Baghdadi, sem erlendir fjölmiðlar segja áhrifamesta hryðjuverkaleiðtogann síðan Osama Bin Laden var og hét. Miðað við uppgang uppreisnarmanna í Írak virðast stjórnvöld og herinn í Írak meta sem svo að við ofurefli sé að etja og hafa látið eftir stjórn fjögurra stórra borga án mikillar mótspyrnu það sem af er árinu. Fréttastofan AP segir einnig margt benda til þess að fyrrverandi stuðningsmenn Saddams Hussein á meðal súnnímúslíma í her og lögreglu landsins hafi stutt aðgerðir uppreisnarmanna. Ekki er þó víst að stjórnvölin í Bagdad verði gefin eftir svo auðveldlega og hafa forsetar Írans og Bandaríkjanna heitið yfirvöldum í Írak aðstoð í baráttunni gegn uppreisnaröflunum, þó ekki hafi verið skilgreint nákvæmlega í hverju sú aðstoð verður fólgin. Tæplega tvö og hálft ár eru síðan Bandaríkjaher yfirgaf landið og lýsti því yfir að hernaði þar væri lokið. Mið-Austurlönd Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Heldur fullum launum Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
Herskáir uppreisnarmenn keyrðu um götur Mosul í gær í bílum merktum íraska hernum. Einhverjir þeirra heyrðust hrópa „Á leið inn í Baghdad", en eins og við sögðum frá í fréttum okkar í gær óttast íbúar höfuðborgarinnar að innrás ISIS-liða sé yfirvofandi. Gripið var til ráðstafana í Bagdad í dag og reyna herinn og íbúar borgarinnar að vígbúast eftir fremsta megni. En hverjir eru þessir uppreisnarmenn og hvert er markmið þeirra? Samtökin Islamskt ríki í Írak og Sýrlandi (ISIS) viðurkenna ekki núverandi landamæri Sýrlands og Íraks og berjast fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis á landsvæðinu. ISIS voru stofnuð sem hliðarsamtök al-Qaeda en þóttu um margt herskárri og öfgafyllri en þessi þekktustu hryðjuverkasamtök heims. Lítið er vitað um hinn dularfulla leiðtoga ISIS, Abu Bakr al-Baghdadi, sem erlendir fjölmiðlar segja áhrifamesta hryðjuverkaleiðtogann síðan Osama Bin Laden var og hét. Miðað við uppgang uppreisnarmanna í Írak virðast stjórnvöld og herinn í Írak meta sem svo að við ofurefli sé að etja og hafa látið eftir stjórn fjögurra stórra borga án mikillar mótspyrnu það sem af er árinu. Fréttastofan AP segir einnig margt benda til þess að fyrrverandi stuðningsmenn Saddams Hussein á meðal súnnímúslíma í her og lögreglu landsins hafi stutt aðgerðir uppreisnarmanna. Ekki er þó víst að stjórnvölin í Bagdad verði gefin eftir svo auðveldlega og hafa forsetar Írans og Bandaríkjanna heitið yfirvöldum í Írak aðstoð í baráttunni gegn uppreisnaröflunum, þó ekki hafi verið skilgreint nákvæmlega í hverju sú aðstoð verður fólgin. Tæplega tvö og hálft ár eru síðan Bandaríkjaher yfirgaf landið og lýsti því yfir að hernaði þar væri lokið.
Mið-Austurlönd Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Heldur fullum launum Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira