Jón Ásgeir segir kappsama saksóknara hættulega samfélaginu Randver Kári Randversson skrifar 13. júní 2014 09:51 Jón Ásgeir Jóhannesson. Vísir/Hörður Jón Ásgeir Jóhannesson ritar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann fjallar um Aurum-málið og rannsóknir Sérstaks saksóknara á sér. Hann ber embættið þungum sökum, sérstaklega tvo starfsmenn þess. „Í þessi tólf ár hafa tveir menn hjá Ríkislögreglustjóra og svo Sérstökum saksóknara farið fremstir í flokki. Ég tel rétt að þeir séu nafngreindir. Þetta eru lögreglumennirnir Grímur Grímsson og Sveinn Ingiberg Magnússon. Ég leyfi mér að vona að fleiri jafn óheiðarlegir lögreglumenn fyrirfinnist ekki hér á landi. Ég tel þá vera uppvísa að því að leyna mikilvægum gögnum við rannsókn málanna og hafa snúið út úr framburðum annarra sem hafa verið bornir undir mig. Mér finnst þeir rannsaka mál út frá sektinni einni saman. Með þessu brjóta þeir lög“, skrifar Jón Ásgeir. Hann gagnrýnir vinnubrögð Sérstaks saksóknara í Aurum-málinu þar sem hann segir Sérstakan saksóknara hafa haldið mikilvægum gögnum frá dómnum. „Kappsamir saksóknarar, sem verða að verja fyrri gerðir sínar á rannsóknarstigi, eru hættulegir samfélaginu. Í Aurum-málinu reyndi Sérstakur saksóknari að halda frá dómnum mjög mikilvægum gögnum. Gögnum, sem gátu skilið á milli þess hvort við sem vorum ákærðir yrðum dæmdir til fangelsisvistar eða ekki.“ Jón Ásgeir telur að íslenska ríkið hafi eytt um 3,5 milljörðum í rannsóknir á hendur sér síðustu tólf árin og segir að aldrei fyrr í Íslandssögunni hafi einum manni verið haldið sem sakborningi í tólf ár. Þrátt fyrir sterkan vilja rannsóknar- og saksóknarvaldsins til að koma honum í fangelsi hafi það ekki tekist. „Ég veit ekki hvað ég á ekki að hafa gert. Ég held að á þessum tíma hafi ég verið sakaður um allar tegundir viðskiptabrota sem til eru. Út úr þessu hefur ekkert komið miðað við allar þær sakir, sem á mig hafa verið bornar,“ skrifar Jón Ásgeir. Hann staðhæfir að upphaf mála gegn honum megi rekja til óvildar fyrrverandi áhrifamanna í Sjálfstæðisflokknum í hans garð og vísar þar til þess þegar tölvupóstar Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, og Jónínu Benediktsdóttur voru opinberaðir fyrir níu árum. Að lokum segist Jón Ásgeir vænta mikils af niðurstöðu máls síns gegn íslenska ríkinu hjá Mannréttindadómstól Evrópu, enda sjái það allir að ekki sé hægt að halda manni í stöðu sakbornings í tólf ár. Aurum Holding málið Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson ritar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann fjallar um Aurum-málið og rannsóknir Sérstaks saksóknara á sér. Hann ber embættið þungum sökum, sérstaklega tvo starfsmenn þess. „Í þessi tólf ár hafa tveir menn hjá Ríkislögreglustjóra og svo Sérstökum saksóknara farið fremstir í flokki. Ég tel rétt að þeir séu nafngreindir. Þetta eru lögreglumennirnir Grímur Grímsson og Sveinn Ingiberg Magnússon. Ég leyfi mér að vona að fleiri jafn óheiðarlegir lögreglumenn fyrirfinnist ekki hér á landi. Ég tel þá vera uppvísa að því að leyna mikilvægum gögnum við rannsókn málanna og hafa snúið út úr framburðum annarra sem hafa verið bornir undir mig. Mér finnst þeir rannsaka mál út frá sektinni einni saman. Með þessu brjóta þeir lög“, skrifar Jón Ásgeir. Hann gagnrýnir vinnubrögð Sérstaks saksóknara í Aurum-málinu þar sem hann segir Sérstakan saksóknara hafa haldið mikilvægum gögnum frá dómnum. „Kappsamir saksóknarar, sem verða að verja fyrri gerðir sínar á rannsóknarstigi, eru hættulegir samfélaginu. Í Aurum-málinu reyndi Sérstakur saksóknari að halda frá dómnum mjög mikilvægum gögnum. Gögnum, sem gátu skilið á milli þess hvort við sem vorum ákærðir yrðum dæmdir til fangelsisvistar eða ekki.“ Jón Ásgeir telur að íslenska ríkið hafi eytt um 3,5 milljörðum í rannsóknir á hendur sér síðustu tólf árin og segir að aldrei fyrr í Íslandssögunni hafi einum manni verið haldið sem sakborningi í tólf ár. Þrátt fyrir sterkan vilja rannsóknar- og saksóknarvaldsins til að koma honum í fangelsi hafi það ekki tekist. „Ég veit ekki hvað ég á ekki að hafa gert. Ég held að á þessum tíma hafi ég verið sakaður um allar tegundir viðskiptabrota sem til eru. Út úr þessu hefur ekkert komið miðað við allar þær sakir, sem á mig hafa verið bornar,“ skrifar Jón Ásgeir. Hann staðhæfir að upphaf mála gegn honum megi rekja til óvildar fyrrverandi áhrifamanna í Sjálfstæðisflokknum í hans garð og vísar þar til þess þegar tölvupóstar Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, og Jónínu Benediktsdóttur voru opinberaðir fyrir níu árum. Að lokum segist Jón Ásgeir vænta mikils af niðurstöðu máls síns gegn íslenska ríkinu hjá Mannréttindadómstól Evrópu, enda sjái það allir að ekki sé hægt að halda manni í stöðu sakbornings í tólf ár.
Aurum Holding málið Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira