Íslenska liðið á palli í 23 greinum af 40 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2014 23:00 Ásdís Hjálmsdóttir hleypur með íslenska fánann þegar íslenska landsliðið fagnat sæti í 2. deildinni. Mynd/Gunnlaugur Júlíusson Íslenska landsliðið í frjálsíþróttum komst upp um deild í Evrópukeppni landsliða þegar liðið endaði í 2. sæti í þriðju deild keppninnar í Tbilisi í Georgíu um helgina. Ísland átti í harðri baráttu við Ísrael um 2. sætið en endaði að lokum með fimmtán og hálfu stigi meira. Kýpur vann 3. deildina með 495 stig og keppir ásamt Íslandi í 2. deild á næsta ári. Markmið Íslands fyrir mótið í Tbilisi var að komast upp um deild, og það tókst þrátt fyrir að Hlynur Andrésson hafi verið dæmdur úr leik í 1500 metra hlaupi karla í gær fyrir að stíga á línu. Engin stig fengust fyrir þá grein en þau stig hefðu jafnvel dugað til sigurs í deildinni. Tvö Íslandsmet féllu er karlasveitin í 4x100m (Juan Ramon, Jóhann Björn, Kolbeinn Höður, Ari Bragi) hljóp á 40,84 sekúndum og Hafdís Sigurðardóttir stökk 6,41m í langstökki. En það var íslenska liðsheildin sem kláraði dæmið. Ísland vann fimm einstakar greinar af 40. Kristinn Torfason og Hafdís Sigurðardóttir fögnuðu bæði sigri í langstökki, Guðmundur Sverrisson vann spjótkastið og boðhlaupssveitir karla og kvenna í 4 x 400 metra hlaupum. Hér fyrir neðan er listi yfir þau sem náðu inn á topp þrjú í sínum greinum.Ísland meðal þriggja efstu í 3. deild EM landsliða 2014Gull (5) Guðmundur Sverrisson - spjótkast Hafdís Sigurðardóttir - langstökk Kristinn Torfason - langstökk Karlasveitin í 4 x 400 metra hlaupi Kvennasveitin í 4 x 400 metra hlaupiSilfur (11) Aníta Hinriksdóttir - 800 metra hlaup Aníta Hinriksdóttir - 1500 metra hlaup Ásdís Hjálmsdóttir - spjótkast Ásdís Hjálmsdóttir - kúluvarp Hafdís Sigurðardóttir - 400 metra hlaup Hafdís Sigurðardóttir - þrístökk Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir - 200 metra hlaup Kristín Birna Ólafsdóttir - 100 metra grindarhlaup Kristín Birna Ólafsdóttir - 400 metra grindarhlaup Karlasveitin í 4 x 100 metra hlaupi Kvennasveitin í 4 x 100 metra hlaupiBrons (7) Arna Ýr Jónsdóttir - stangarstökk Hilmar Örn Jónsson - sleggjukast Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir - 100 metra hlaup Kári Steinn Karlsson - 5000 metra hlaup Kolbeinn Höður Gunnarsson - 200 metra hlaup Mark Johnson - stangarstökk Vigdís Jónsdóttir - sleggjukast Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ísland enn í öðru sæti Annar keppnisdagur er hafinn í Tiblisi í Georgíu þar sem keppt er í 3. deild Evrópukeppni landsliða í frjálsum íþróttum. Íslensku keppendurnir hafa farið ágætlega af stað í morgun og er liðið enn í öðru sæti. 22. júní 2014 11:00 Kolbeinn Höður hljóp sig inn á HM unglinga | Hafdís með Íslandsmet Íslensku keppendurnir halda áfram að gera vel í 3. deild Evrópukeppni landsliða í frjálsum íþróttum í Tiblisi í Georgíu. Kolbeinn Höður Gunnarsson tryggði sér þátttökurétt á HM unglinga og Hafdís Sigurðardóttir vann langstökkið á nýju Íslandsmeti. 22. júní 2014 13:33 Ísland rétt á undan Ísrael | Átta greinar eftir Ísland er enn í öðru sæti 3. deildar Evrópukeppni landsliða í frjálsum íþróttum í Georgíu þegar aðeins átta greinar eru eftir. 22. júní 2014 12:30 Ísland komst upp um deild Ísland náði öðru sæti í 3. deild Evrópukeppni landsliða í frjálsum íþróttum í Tiblisi í Georgíu um helgina eftir harða baráttu við Ísrael um annað sætið. Kýpur vann deildina örugglega. 22. júní 2014 14:59 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Sjá meira
Íslenska landsliðið í frjálsíþróttum komst upp um deild í Evrópukeppni landsliða þegar liðið endaði í 2. sæti í þriðju deild keppninnar í Tbilisi í Georgíu um helgina. Ísland átti í harðri baráttu við Ísrael um 2. sætið en endaði að lokum með fimmtán og hálfu stigi meira. Kýpur vann 3. deildina með 495 stig og keppir ásamt Íslandi í 2. deild á næsta ári. Markmið Íslands fyrir mótið í Tbilisi var að komast upp um deild, og það tókst þrátt fyrir að Hlynur Andrésson hafi verið dæmdur úr leik í 1500 metra hlaupi karla í gær fyrir að stíga á línu. Engin stig fengust fyrir þá grein en þau stig hefðu jafnvel dugað til sigurs í deildinni. Tvö Íslandsmet féllu er karlasveitin í 4x100m (Juan Ramon, Jóhann Björn, Kolbeinn Höður, Ari Bragi) hljóp á 40,84 sekúndum og Hafdís Sigurðardóttir stökk 6,41m í langstökki. En það var íslenska liðsheildin sem kláraði dæmið. Ísland vann fimm einstakar greinar af 40. Kristinn Torfason og Hafdís Sigurðardóttir fögnuðu bæði sigri í langstökki, Guðmundur Sverrisson vann spjótkastið og boðhlaupssveitir karla og kvenna í 4 x 400 metra hlaupum. Hér fyrir neðan er listi yfir þau sem náðu inn á topp þrjú í sínum greinum.Ísland meðal þriggja efstu í 3. deild EM landsliða 2014Gull (5) Guðmundur Sverrisson - spjótkast Hafdís Sigurðardóttir - langstökk Kristinn Torfason - langstökk Karlasveitin í 4 x 400 metra hlaupi Kvennasveitin í 4 x 400 metra hlaupiSilfur (11) Aníta Hinriksdóttir - 800 metra hlaup Aníta Hinriksdóttir - 1500 metra hlaup Ásdís Hjálmsdóttir - spjótkast Ásdís Hjálmsdóttir - kúluvarp Hafdís Sigurðardóttir - 400 metra hlaup Hafdís Sigurðardóttir - þrístökk Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir - 200 metra hlaup Kristín Birna Ólafsdóttir - 100 metra grindarhlaup Kristín Birna Ólafsdóttir - 400 metra grindarhlaup Karlasveitin í 4 x 100 metra hlaupi Kvennasveitin í 4 x 100 metra hlaupiBrons (7) Arna Ýr Jónsdóttir - stangarstökk Hilmar Örn Jónsson - sleggjukast Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir - 100 metra hlaup Kári Steinn Karlsson - 5000 metra hlaup Kolbeinn Höður Gunnarsson - 200 metra hlaup Mark Johnson - stangarstökk Vigdís Jónsdóttir - sleggjukast
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ísland enn í öðru sæti Annar keppnisdagur er hafinn í Tiblisi í Georgíu þar sem keppt er í 3. deild Evrópukeppni landsliða í frjálsum íþróttum. Íslensku keppendurnir hafa farið ágætlega af stað í morgun og er liðið enn í öðru sæti. 22. júní 2014 11:00 Kolbeinn Höður hljóp sig inn á HM unglinga | Hafdís með Íslandsmet Íslensku keppendurnir halda áfram að gera vel í 3. deild Evrópukeppni landsliða í frjálsum íþróttum í Tiblisi í Georgíu. Kolbeinn Höður Gunnarsson tryggði sér þátttökurétt á HM unglinga og Hafdís Sigurðardóttir vann langstökkið á nýju Íslandsmeti. 22. júní 2014 13:33 Ísland rétt á undan Ísrael | Átta greinar eftir Ísland er enn í öðru sæti 3. deildar Evrópukeppni landsliða í frjálsum íþróttum í Georgíu þegar aðeins átta greinar eru eftir. 22. júní 2014 12:30 Ísland komst upp um deild Ísland náði öðru sæti í 3. deild Evrópukeppni landsliða í frjálsum íþróttum í Tiblisi í Georgíu um helgina eftir harða baráttu við Ísrael um annað sætið. Kýpur vann deildina örugglega. 22. júní 2014 14:59 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Sjá meira
Ísland enn í öðru sæti Annar keppnisdagur er hafinn í Tiblisi í Georgíu þar sem keppt er í 3. deild Evrópukeppni landsliða í frjálsum íþróttum. Íslensku keppendurnir hafa farið ágætlega af stað í morgun og er liðið enn í öðru sæti. 22. júní 2014 11:00
Kolbeinn Höður hljóp sig inn á HM unglinga | Hafdís með Íslandsmet Íslensku keppendurnir halda áfram að gera vel í 3. deild Evrópukeppni landsliða í frjálsum íþróttum í Tiblisi í Georgíu. Kolbeinn Höður Gunnarsson tryggði sér þátttökurétt á HM unglinga og Hafdís Sigurðardóttir vann langstökkið á nýju Íslandsmeti. 22. júní 2014 13:33
Ísland rétt á undan Ísrael | Átta greinar eftir Ísland er enn í öðru sæti 3. deildar Evrópukeppni landsliða í frjálsum íþróttum í Georgíu þegar aðeins átta greinar eru eftir. 22. júní 2014 12:30
Ísland komst upp um deild Ísland náði öðru sæti í 3. deild Evrópukeppni landsliða í frjálsum íþróttum í Tiblisi í Georgíu um helgina eftir harða baráttu við Ísrael um annað sætið. Kýpur vann deildina örugglega. 22. júní 2014 14:59