Eyþór öflugur á motocrossmóti á Akureyri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júní 2014 21:00 Myndir/motosport.is Eyþór Reynisson vann tvo flokka á Íslandsmeistaramótinu í motocrossi sem fór fram á aksturssvæði KKA á Akureyri um helgina. Eyþór Reynisson vann báða karlaflokkana, MX2 og MX Open, en Aníta Hauksdóttir vann kvennaflokkinn. Elmar Darri Vilhelmsson vann yngsta flokkinn og Hlynur Örn Hrafnkelsson vann nokkuð öruggan sigur í flokki 14 til 18 ára. Hér fyrir neðan má sjá texta um keppnina sem og nokkra myndir frá keppninni á Akureyri.Myndir/motosport.isKvennaflokkur: Aníta Hauksdóttir stóð uppi sem sigurvegari dagsins í kvennaflokki eftir jafnan og góðan akstur. Hennar helsti keppinautur, Brynja Hlíf Hjaltadóttir, gerði afdrífarík mistök í fyrra moto-inu og datt í þrígang sem gerðu út um allar vonir hennar um að endurtaka leikinn frá síðustu keppni. Fyrir vikið varð Brynja að sætta sig við þriðja sætið en Gyða Dögg Heiðarsdóttir varð önnur á eftir Anítu. Aníta Hauksdóttir leiðir stigakeppni ökumanna eftir helgina og er með 4 stiga forskot á Brynju Hlíf Hjaltadóttir en hér fyrir neðan má sjá stigatöflu ökumanna í kvennaflokknum.Myndir/motosport.isFlokkur 10 til 14 ára: Elmar Darri Vilhelmsson vann eftir mikla baráttu við Víðir Tristan Víðisson. Víðir Tristan varð fyrir því óhappi að hjólið hans bilaði í fyrra moto-inu í hita leiksins og fékk hann því engin stig út úr því sem setti hann niður í níunda sæti eftir daginn. Í seinna moto-inu varð þetta nánast endurtekning fyrir utan að hjólið hans Víðis Tristans hélst í lagi. Andri Snær Baldursson naut góðs af vélarbilun Víðis og varð annar eftir daginn og Axel Orri Arnarsson varð þriðji. Elmar Darri leiðir stigakeppni ökumanna með 24 stiga forskot á næsta mann sem er Axel Orri Arnarsson.Myndir/motosport.isFlokkur 14 til 18 ára: Hlynur Örn Hrafnkelsson vann nokkuð örugglega eftir jafnan og góðan akstur. Hlynur Örn náði fljótlega forystu sem hann lét aldrei af hendi og var í raun aldrei ógnað að ráði. Á meðan var mikil barátta um annað til þriðja sætið og áttust þeir við Óliver Örn Sverrisson og Oddur Jarl Haraldsson. Óliver Örn Sverrisson hafði betur í baráttunni um annað sætið við Odd. Óliver Örn Sverrisson leiðir stigakeppni ökumanna til Íslandsmeistara og er hann með 18 stiga forskot á næsta keppinaut sem er Oddur Jarl Haraldsson.Myndir/motosport.isMX2 flokkur: Eyþór Reynisson sigraði með nokkrum yfirburðum og í raun ógnaði engin ökumaður honum í þessum flokki. Eyþór er í algjörum sérflokki hvað þennan flokk varðar og fátt sem bendir til þess að nokkur ökumaður geti ógnað honum í sumar. Guðbjartur Magnússon varð í öðru sæti eftir daginn og heimamaðurinn Einar Sigurðsson varð þriðji eftir góðan akstur. Það þarf vart að taka það fram að Eyþór Reynisson leiðir stigakeppni ökumanna með fullu húsi stiga en Guðbjartur Magnússon er næstur, tólf stigum á eftir Eyþóri.MX Open flokkur: Eyþór Reynisson sigraði einnig í MX Open en hann mátti hafa meira fyrir þessu í þessum flokki en í MX2 og var gaman að fylgjast með honum þræða í gegnum ökumenn á leið sinni til sigurs. En MX2 og MX Open er keyrðir saman og eru þeir sem eru skráðir í MX2 (sem er miðaður við hámarks vélarstærð 250cc) sjálfkrafa þátttakendur í MX Open. Sölvi Borgar Sveinsson varð annar eftir daginn og var að keyra feyki vel, sérstaklega í síðari moto-inu þar sem hann leiddi fyrstu fjóra hringina en gaf eftir gagnvart Eyþóri sem var í algjörum sér flokki. Aron Ómarsson varð þriðji eftir daginn en þessi fyrrverandi Íslandsmeistari í MX Open sem hefur nýhafið keppni aftur þarf að vinna í úthaldinu hjá sér til að eiga við Eyþór og Sölva. Hefur hraðann en springur á úthaldinu þegar á líður. Eyþór Reynisson leiðir stigakeppni ökumanna til Íslandsmeistara og er hann með 16 stiga forskort á Sölva Borgar Sveinsson sem er í öðru sæti.Myndir/motosport.isMyndir/motosport.isMyndir/motosport.isMyndir/motosport.is Íþróttir Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Sjá meira
Eyþór Reynisson vann tvo flokka á Íslandsmeistaramótinu í motocrossi sem fór fram á aksturssvæði KKA á Akureyri um helgina. Eyþór Reynisson vann báða karlaflokkana, MX2 og MX Open, en Aníta Hauksdóttir vann kvennaflokkinn. Elmar Darri Vilhelmsson vann yngsta flokkinn og Hlynur Örn Hrafnkelsson vann nokkuð öruggan sigur í flokki 14 til 18 ára. Hér fyrir neðan má sjá texta um keppnina sem og nokkra myndir frá keppninni á Akureyri.Myndir/motosport.isKvennaflokkur: Aníta Hauksdóttir stóð uppi sem sigurvegari dagsins í kvennaflokki eftir jafnan og góðan akstur. Hennar helsti keppinautur, Brynja Hlíf Hjaltadóttir, gerði afdrífarík mistök í fyrra moto-inu og datt í þrígang sem gerðu út um allar vonir hennar um að endurtaka leikinn frá síðustu keppni. Fyrir vikið varð Brynja að sætta sig við þriðja sætið en Gyða Dögg Heiðarsdóttir varð önnur á eftir Anítu. Aníta Hauksdóttir leiðir stigakeppni ökumanna eftir helgina og er með 4 stiga forskot á Brynju Hlíf Hjaltadóttir en hér fyrir neðan má sjá stigatöflu ökumanna í kvennaflokknum.Myndir/motosport.isFlokkur 10 til 14 ára: Elmar Darri Vilhelmsson vann eftir mikla baráttu við Víðir Tristan Víðisson. Víðir Tristan varð fyrir því óhappi að hjólið hans bilaði í fyrra moto-inu í hita leiksins og fékk hann því engin stig út úr því sem setti hann niður í níunda sæti eftir daginn. Í seinna moto-inu varð þetta nánast endurtekning fyrir utan að hjólið hans Víðis Tristans hélst í lagi. Andri Snær Baldursson naut góðs af vélarbilun Víðis og varð annar eftir daginn og Axel Orri Arnarsson varð þriðji. Elmar Darri leiðir stigakeppni ökumanna með 24 stiga forskot á næsta mann sem er Axel Orri Arnarsson.Myndir/motosport.isFlokkur 14 til 18 ára: Hlynur Örn Hrafnkelsson vann nokkuð örugglega eftir jafnan og góðan akstur. Hlynur Örn náði fljótlega forystu sem hann lét aldrei af hendi og var í raun aldrei ógnað að ráði. Á meðan var mikil barátta um annað til þriðja sætið og áttust þeir við Óliver Örn Sverrisson og Oddur Jarl Haraldsson. Óliver Örn Sverrisson hafði betur í baráttunni um annað sætið við Odd. Óliver Örn Sverrisson leiðir stigakeppni ökumanna til Íslandsmeistara og er hann með 18 stiga forskot á næsta keppinaut sem er Oddur Jarl Haraldsson.Myndir/motosport.isMX2 flokkur: Eyþór Reynisson sigraði með nokkrum yfirburðum og í raun ógnaði engin ökumaður honum í þessum flokki. Eyþór er í algjörum sérflokki hvað þennan flokk varðar og fátt sem bendir til þess að nokkur ökumaður geti ógnað honum í sumar. Guðbjartur Magnússon varð í öðru sæti eftir daginn og heimamaðurinn Einar Sigurðsson varð þriðji eftir góðan akstur. Það þarf vart að taka það fram að Eyþór Reynisson leiðir stigakeppni ökumanna með fullu húsi stiga en Guðbjartur Magnússon er næstur, tólf stigum á eftir Eyþóri.MX Open flokkur: Eyþór Reynisson sigraði einnig í MX Open en hann mátti hafa meira fyrir þessu í þessum flokki en í MX2 og var gaman að fylgjast með honum þræða í gegnum ökumenn á leið sinni til sigurs. En MX2 og MX Open er keyrðir saman og eru þeir sem eru skráðir í MX2 (sem er miðaður við hámarks vélarstærð 250cc) sjálfkrafa þátttakendur í MX Open. Sölvi Borgar Sveinsson varð annar eftir daginn og var að keyra feyki vel, sérstaklega í síðari moto-inu þar sem hann leiddi fyrstu fjóra hringina en gaf eftir gagnvart Eyþóri sem var í algjörum sér flokki. Aron Ómarsson varð þriðji eftir daginn en þessi fyrrverandi Íslandsmeistari í MX Open sem hefur nýhafið keppni aftur þarf að vinna í úthaldinu hjá sér til að eiga við Eyþór og Sölva. Hefur hraðann en springur á úthaldinu þegar á líður. Eyþór Reynisson leiðir stigakeppni ökumanna til Íslandsmeistara og er hann með 16 stiga forskort á Sölva Borgar Sveinsson sem er í öðru sæti.Myndir/motosport.isMyndir/motosport.isMyndir/motosport.isMyndir/motosport.is
Íþróttir Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Sjá meira