Glæfraakstur á Landsmóti hestamanna: "Það lá við að þeir keyrðu yfir fólk“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júlí 2014 21:00 Frá Landsmóti Hestamanna á Gaddstadaflötum við Hellu um liðna helgi. Vísir/Bjarni Þór Hættuástand skapaðist á Landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum þegar keppendur mættu á stórum bílum með aftanívagna og virtu ekki umferðarreglur. Axel Ómarsson, framkvæmdastjóri mótsins, segir við Vísi að mjög snemma á mótinu, sem stóð yfir frá sunnudeginum 30. júní og lauk nú á sunnudaginn, hafi skapast mikil hætta. Allir gestir Landsmóts óku inn um aðalhlið til að komast inn á svæðið. Keppendur og aðstandendur þeirra óku svo í gegnum annað hlið til að koma hestakerrum sínum nær keppnissvæðinu. „Þar komu menn akandi á nokkurra tonna bíl og með annað eins aftan í. Óku langt yfir eðlilegum hraða, sinntu ekki stöðvunarskildu í aðgangshliðinu og voru nærri því að keyra yfir fólk,“ segir Axel. Um keppendur og/eða aðstandendur þeirra var að ræða. Gestir Landsmóts voru líklega í kringum eitt þúsund þegar þarna var komið við sögu Landsmóts. Áður en yfir lauk voru tíu þúsund gestir á mótinu sem náði hámarki um liðna helgi. Starfsmenn öryggisgæslu kvörtuðu yfir hegðun viðkomandi keppenda til mótsstjórnar mótsins sem brást skjótt við að sögn Axels. „Við tókum þetta föstum tökum,“ segir Axel. Lögreglan hafi verið fengin til að hraðamæla og öllum keppendum, sem óku inn á svæðið, hafi verið afhent viðvörun þess efnis að yrðu þeir uppvísir að óeðlilegu aksturslagi ættu þeir á hættu að missa keppnisrétt sinn á mótinu. Það hafi orðið til þess að bæta hegðun ökumanna. Axel bendir á að framkoma gesta á mótinu hafi upp til hópa verið til fyrirmyndar. Vissulega hafi þurft að vísa gestum af svæðinu sem ekki virtu umgengnisreglur en það verði ekki umflúið á jafnstórum samkomum og þessum. Fulltrúi lögreglu á Hvolsvelli tók undir orð framkvæmdastjórans um góða hegðun landsmótsgesta í samtali við Vísi á sunnudag. Axel segir mótsstjórnina hafa starfað vel með gæslu og lögreglu allan tímann. Var til að myndan athugað hvort ökumenn væru í ökuhæfi ástandi áður en þeir yfirgáfu Gaddstaðaflatir á sunnudeginum sem varð til þess að löng biðröð bíla myndaðist útaf keppnissvæðinu.Þessir gestir á mótinu höfðu það gott í brekkunni.Vísir/Bjarni ÞórÓttaðist um starfsfólk sitt Guðjón Ebbi Guðjónsson, umsjónarmaður gæslu á svæðinu fyrir hönd L&E ehf., segir að afhending viðvarana hafi verið væg aðgerð en tilefnið hafi verið ærið. „Aksturlagið var hættulegt fyrir starfsfólkið mitt, starfsfólk landsmóts og aðra gesti,“ segir Guðjón. Börn hafi verið á svæðinu þar sem dæmi voru um ofsaakstur. Þá hafi starfsfólk hans verið í hættu. Auk þess viðurkennir Guðjón Ebbi að upp hafi komið mál þar sem ekið hafi verið utan í starfsfólk mótsins þegar það skoðaði armbönd gesta er þeir keyrðu inn á svæðið. „Okkur Íslendingum liggur alltaf svo mikið á,“ segir Guðjón Ebbi. „Það sluppu allir við slys en það eru fleiri en eitt og tvö dæmi um að bílunum hafi nuddað utan í starfsmenn til að ryðjast áfram,“ segir hann. Ekki hafi endilega verið um viljaverk að ræða heldur hafi ákafinn verið of mikill. Lögregla hafi í kjölfarið sett upp hraðamerkingar á svæðinu en 15 km/klst var hámarkshraðinn. Eftir að keppendum hafi verið afhent viðvörun hafi hlutirnir gengið betur fyrir sig. „Þetta var stærsta málið sem við lentum í,“ segir Guðjón Ebbi ánægður með hvernig til tókst í liðinni viku. Hestar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Hættuástand skapaðist á Landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum þegar keppendur mættu á stórum bílum með aftanívagna og virtu ekki umferðarreglur. Axel Ómarsson, framkvæmdastjóri mótsins, segir við Vísi að mjög snemma á mótinu, sem stóð yfir frá sunnudeginum 30. júní og lauk nú á sunnudaginn, hafi skapast mikil hætta. Allir gestir Landsmóts óku inn um aðalhlið til að komast inn á svæðið. Keppendur og aðstandendur þeirra óku svo í gegnum annað hlið til að koma hestakerrum sínum nær keppnissvæðinu. „Þar komu menn akandi á nokkurra tonna bíl og með annað eins aftan í. Óku langt yfir eðlilegum hraða, sinntu ekki stöðvunarskildu í aðgangshliðinu og voru nærri því að keyra yfir fólk,“ segir Axel. Um keppendur og/eða aðstandendur þeirra var að ræða. Gestir Landsmóts voru líklega í kringum eitt þúsund þegar þarna var komið við sögu Landsmóts. Áður en yfir lauk voru tíu þúsund gestir á mótinu sem náði hámarki um liðna helgi. Starfsmenn öryggisgæslu kvörtuðu yfir hegðun viðkomandi keppenda til mótsstjórnar mótsins sem brást skjótt við að sögn Axels. „Við tókum þetta föstum tökum,“ segir Axel. Lögreglan hafi verið fengin til að hraðamæla og öllum keppendum, sem óku inn á svæðið, hafi verið afhent viðvörun þess efnis að yrðu þeir uppvísir að óeðlilegu aksturslagi ættu þeir á hættu að missa keppnisrétt sinn á mótinu. Það hafi orðið til þess að bæta hegðun ökumanna. Axel bendir á að framkoma gesta á mótinu hafi upp til hópa verið til fyrirmyndar. Vissulega hafi þurft að vísa gestum af svæðinu sem ekki virtu umgengnisreglur en það verði ekki umflúið á jafnstórum samkomum og þessum. Fulltrúi lögreglu á Hvolsvelli tók undir orð framkvæmdastjórans um góða hegðun landsmótsgesta í samtali við Vísi á sunnudag. Axel segir mótsstjórnina hafa starfað vel með gæslu og lögreglu allan tímann. Var til að myndan athugað hvort ökumenn væru í ökuhæfi ástandi áður en þeir yfirgáfu Gaddstaðaflatir á sunnudeginum sem varð til þess að löng biðröð bíla myndaðist útaf keppnissvæðinu.Þessir gestir á mótinu höfðu það gott í brekkunni.Vísir/Bjarni ÞórÓttaðist um starfsfólk sitt Guðjón Ebbi Guðjónsson, umsjónarmaður gæslu á svæðinu fyrir hönd L&E ehf., segir að afhending viðvarana hafi verið væg aðgerð en tilefnið hafi verið ærið. „Aksturlagið var hættulegt fyrir starfsfólkið mitt, starfsfólk landsmóts og aðra gesti,“ segir Guðjón. Börn hafi verið á svæðinu þar sem dæmi voru um ofsaakstur. Þá hafi starfsfólk hans verið í hættu. Auk þess viðurkennir Guðjón Ebbi að upp hafi komið mál þar sem ekið hafi verið utan í starfsfólk mótsins þegar það skoðaði armbönd gesta er þeir keyrðu inn á svæðið. „Okkur Íslendingum liggur alltaf svo mikið á,“ segir Guðjón Ebbi. „Það sluppu allir við slys en það eru fleiri en eitt og tvö dæmi um að bílunum hafi nuddað utan í starfsmenn til að ryðjast áfram,“ segir hann. Ekki hafi endilega verið um viljaverk að ræða heldur hafi ákafinn verið of mikill. Lögregla hafi í kjölfarið sett upp hraðamerkingar á svæðinu en 15 km/klst var hámarkshraðinn. Eftir að keppendum hafi verið afhent viðvörun hafi hlutirnir gengið betur fyrir sig. „Þetta var stærsta málið sem við lentum í,“ segir Guðjón Ebbi ánægður með hvernig til tókst í liðinni viku.
Hestar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira