Varamaðurinn Krul hetja Hollands 5. júlí 2014 19:30 Vísir/Getty Holland er komið í undanúrslit heimsmeistaramótsins eftir sigur á Kosta Ríka í vítaspyrnukeppni. Liðið mætir Argentínu á þriðjudag. Það voru flestir sem bjuggust við að Hollendingarnir myndu vinna spútniklið Kosta Ríku nokkuð þæginlega í kvöld, en annað kom á daginn. Hollendingar voru meira með boltann, en náðu ekki að skapa sér nægilega mörg opin marktækifæri. Robin van Persie fékk fínt færi eftir 22. mínútur, en lét Keylor Navas í marki Kosta Ríka verja frá sér. Navas gerði aftur vel sjö mínutum fyrir hálfleik þegar hann varði aukaspyrnu Sneijder. Fyrri hálfleikurinn var hrikalega leiðinlegur, vægast sagt. Lítið var að frétta, en Kosta Ríka-menn lágu til baka og gáfu fá færi á sér. Markalaust var í hálfleik og ekki var mikið fjör í síðari hálfleiknum heldur. Það var ekki fyrr en á 82. mínútu sem eitthvað markvert gerðist, þegar Wesley Sneijder tók magnaða aukaspyrnu, en boltinn í stöngina. Keylor Navas varði bara einfaldlega það sem kom á markið hjá Kosta Ríka, en þeir sköpuðu sér engin opin marktækifæri. Robin van Persie fékk síðasta færið í venjulegum leiktíma, en skot hans var bjargað á marklínu af Yeltsin Tejeda sem skaut boltanum í slá og burt. Staðan var enn markalaus að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar. Þar gerðist fátt markvert fyrr en þegar þrjár mínútur voru eftir þegar Marco Urena átti frábæran sprett, en Jasper Cillessen sá við honum. Tveimur mínútum síðar þrumaði Sneijder í þverslánna, en hvorugt liðanna náði að skora og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppi. Þar vakti athygli að Tim Krul kom inná í mark Hollands í stað Jasper Cillessen, en van Gaal hafði greinilega meiri trú á Krul þar. Þar sigraði Holland og þeir mæta því Argentínu í undanúrslitunum heimsmeistaramótsins.Vítaspyrnukeppnin: 0-1 Celso Borges 1-1 Robin van Persie 1-1 Krul ver frá Bryan Ruiz 2-1 Arjen Robben skorar 2-2 Geancarlo Gonzalez skorar 3-2 Wesley Sneijder 3-3 Christian Bolanos 4-3 Dirk Kuyt 4-3 Krul ver frá Michael Umana HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjá meira
Holland er komið í undanúrslit heimsmeistaramótsins eftir sigur á Kosta Ríka í vítaspyrnukeppni. Liðið mætir Argentínu á þriðjudag. Það voru flestir sem bjuggust við að Hollendingarnir myndu vinna spútniklið Kosta Ríku nokkuð þæginlega í kvöld, en annað kom á daginn. Hollendingar voru meira með boltann, en náðu ekki að skapa sér nægilega mörg opin marktækifæri. Robin van Persie fékk fínt færi eftir 22. mínútur, en lét Keylor Navas í marki Kosta Ríka verja frá sér. Navas gerði aftur vel sjö mínutum fyrir hálfleik þegar hann varði aukaspyrnu Sneijder. Fyrri hálfleikurinn var hrikalega leiðinlegur, vægast sagt. Lítið var að frétta, en Kosta Ríka-menn lágu til baka og gáfu fá færi á sér. Markalaust var í hálfleik og ekki var mikið fjör í síðari hálfleiknum heldur. Það var ekki fyrr en á 82. mínútu sem eitthvað markvert gerðist, þegar Wesley Sneijder tók magnaða aukaspyrnu, en boltinn í stöngina. Keylor Navas varði bara einfaldlega það sem kom á markið hjá Kosta Ríka, en þeir sköpuðu sér engin opin marktækifæri. Robin van Persie fékk síðasta færið í venjulegum leiktíma, en skot hans var bjargað á marklínu af Yeltsin Tejeda sem skaut boltanum í slá og burt. Staðan var enn markalaus að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar. Þar gerðist fátt markvert fyrr en þegar þrjár mínútur voru eftir þegar Marco Urena átti frábæran sprett, en Jasper Cillessen sá við honum. Tveimur mínútum síðar þrumaði Sneijder í þverslánna, en hvorugt liðanna náði að skora og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppi. Þar vakti athygli að Tim Krul kom inná í mark Hollands í stað Jasper Cillessen, en van Gaal hafði greinilega meiri trú á Krul þar. Þar sigraði Holland og þeir mæta því Argentínu í undanúrslitunum heimsmeistaramótsins.Vítaspyrnukeppnin: 0-1 Celso Borges 1-1 Robin van Persie 1-1 Krul ver frá Bryan Ruiz 2-1 Arjen Robben skorar 2-2 Geancarlo Gonzalez skorar 3-2 Wesley Sneijder 3-3 Christian Bolanos 4-3 Dirk Kuyt 4-3 Krul ver frá Michael Umana
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjá meira