Djokovic í úrslit eftir harða baráttu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. júlí 2014 15:44 Vísir/Getty Novak Djokovic er kominn í úrslitaleik einliðaleiks karla á Wimbledon-mótinu í tennis eftir sigur á Grigor Dimitrov, 3-1, í fyrri undanúrslitaviðureign dagsins. Hann mætir annað hvort Roger Federer eða Milos Raonic í úrslitunum á sunnudag en sýnt er beint frá mótinu á Stöð 2 Sport. Djokovic þurfti að hafa mikið fyrir hlutunum í dag gegn hinum 23 ára Búlgara sem var að spila í undanúrslitum stórmóts í tennis í fyrsta sinn á ferlinum. Serbinn, sem er í öðru sæti heimslistans, vann fyrsta settið 6-4 og steig vart feilspor. Hann tók svo 3-1 forystu í öðru setti en þá vaknaði Dimitrov skyndilega til lífsins og sneri viðureigninni sér í vil með frábærri frammistöðu. Hann vann næstu fimm lotur í röð og settið, 6-3. Þriðja og fjórða sett voru æsispennandi og hvorugur gaf tommu eftir. Bráðabana þurfti í báðum settum og Djokovic vann það fyrra örugglega, 7-2. Dimitrov fékk alls fjögur tækifæri til að tryggja sér sigur í fjórða setti og þvinga þar með fram oddasett en alltaf átti Djokovic svar. Hann vann bráðabanann, 9-7, eftir að hafa lent 6-3 undir, og fagnaði afar góðum sigri. Dimitrov getur þó gengið stoltur frá viðureigninni en hann sló út ríkjandi meistara, heimamanninn Andy Murray, úr leik í fjórðungsúrslitum. Tennis Tengdar fréttir Federer vann svissneska stríðið Roger Federer er kominn í undanúrslit á Wimbledon-mótinu í tennis eftir sigur á landa sínum Stan Wawrinka í átta manna úrslitum í dag. Hann veit ekki hver mótherji hans verður fyrr en seinna í kvöld. 2. júlí 2014 17:30 Nítján ára Ástrali sló Nadal út á Wimbledon-mótinu Spánverjinn Rafael Nadal sem er efstur á heimslistanum í tennis er úr leik á Wimbledon-mótinu eftir tap á móti lítt þekktum Ástrala í kvöld. 1. júlí 2014 18:21 Murray úr leik á Wimbledon Meistarinn tapaði óvænt fyrir 23 ára Búlgara. 2. júlí 2014 14:42 Nadal-baninn ætlar sér á toppinn Nítján ára Ástrali vann Rafael Nadal í 16 manna úrslitum á Wimbledon í gær. 2. júlí 2014 09:00 Yfirburðirnir að taka enda? Novak Djokovic og Roger Federer eru komnir í undanúrslitin á Wimbledon-mótinu í tennis en landslagið á meðal þeirra bestu hefur verið að breytast. 4. júlí 2014 10:45 Nadal-baninn úr leik á Wimbledon-mótinu - Raonic í undanúrslit Ástralinn Nick Kyrgios náði ekki að fylgja eftir sigrinum á Rafael Nadal, efsta manni heimslistans, því þessi 19 ára strákur tapað í kvöld fyrir Kanadamanninum Milos Raonic í átta manna úrslitum á Wimbledon-mótinu í tennis. 2. júlí 2014 19:05 Djokovic lenti undir en vann Novak Djokovic, efsti maður heimslistans, er kominn áfram í undanúrslit Wimbledon-mótsins. 2. júlí 2014 16:19 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sjá meira
Novak Djokovic er kominn í úrslitaleik einliðaleiks karla á Wimbledon-mótinu í tennis eftir sigur á Grigor Dimitrov, 3-1, í fyrri undanúrslitaviðureign dagsins. Hann mætir annað hvort Roger Federer eða Milos Raonic í úrslitunum á sunnudag en sýnt er beint frá mótinu á Stöð 2 Sport. Djokovic þurfti að hafa mikið fyrir hlutunum í dag gegn hinum 23 ára Búlgara sem var að spila í undanúrslitum stórmóts í tennis í fyrsta sinn á ferlinum. Serbinn, sem er í öðru sæti heimslistans, vann fyrsta settið 6-4 og steig vart feilspor. Hann tók svo 3-1 forystu í öðru setti en þá vaknaði Dimitrov skyndilega til lífsins og sneri viðureigninni sér í vil með frábærri frammistöðu. Hann vann næstu fimm lotur í röð og settið, 6-3. Þriðja og fjórða sett voru æsispennandi og hvorugur gaf tommu eftir. Bráðabana þurfti í báðum settum og Djokovic vann það fyrra örugglega, 7-2. Dimitrov fékk alls fjögur tækifæri til að tryggja sér sigur í fjórða setti og þvinga þar með fram oddasett en alltaf átti Djokovic svar. Hann vann bráðabanann, 9-7, eftir að hafa lent 6-3 undir, og fagnaði afar góðum sigri. Dimitrov getur þó gengið stoltur frá viðureigninni en hann sló út ríkjandi meistara, heimamanninn Andy Murray, úr leik í fjórðungsúrslitum.
Tennis Tengdar fréttir Federer vann svissneska stríðið Roger Federer er kominn í undanúrslit á Wimbledon-mótinu í tennis eftir sigur á landa sínum Stan Wawrinka í átta manna úrslitum í dag. Hann veit ekki hver mótherji hans verður fyrr en seinna í kvöld. 2. júlí 2014 17:30 Nítján ára Ástrali sló Nadal út á Wimbledon-mótinu Spánverjinn Rafael Nadal sem er efstur á heimslistanum í tennis er úr leik á Wimbledon-mótinu eftir tap á móti lítt þekktum Ástrala í kvöld. 1. júlí 2014 18:21 Murray úr leik á Wimbledon Meistarinn tapaði óvænt fyrir 23 ára Búlgara. 2. júlí 2014 14:42 Nadal-baninn ætlar sér á toppinn Nítján ára Ástrali vann Rafael Nadal í 16 manna úrslitum á Wimbledon í gær. 2. júlí 2014 09:00 Yfirburðirnir að taka enda? Novak Djokovic og Roger Federer eru komnir í undanúrslitin á Wimbledon-mótinu í tennis en landslagið á meðal þeirra bestu hefur verið að breytast. 4. júlí 2014 10:45 Nadal-baninn úr leik á Wimbledon-mótinu - Raonic í undanúrslit Ástralinn Nick Kyrgios náði ekki að fylgja eftir sigrinum á Rafael Nadal, efsta manni heimslistans, því þessi 19 ára strákur tapað í kvöld fyrir Kanadamanninum Milos Raonic í átta manna úrslitum á Wimbledon-mótinu í tennis. 2. júlí 2014 19:05 Djokovic lenti undir en vann Novak Djokovic, efsti maður heimslistans, er kominn áfram í undanúrslit Wimbledon-mótsins. 2. júlí 2014 16:19 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sjá meira
Federer vann svissneska stríðið Roger Federer er kominn í undanúrslit á Wimbledon-mótinu í tennis eftir sigur á landa sínum Stan Wawrinka í átta manna úrslitum í dag. Hann veit ekki hver mótherji hans verður fyrr en seinna í kvöld. 2. júlí 2014 17:30
Nítján ára Ástrali sló Nadal út á Wimbledon-mótinu Spánverjinn Rafael Nadal sem er efstur á heimslistanum í tennis er úr leik á Wimbledon-mótinu eftir tap á móti lítt þekktum Ástrala í kvöld. 1. júlí 2014 18:21
Nadal-baninn ætlar sér á toppinn Nítján ára Ástrali vann Rafael Nadal í 16 manna úrslitum á Wimbledon í gær. 2. júlí 2014 09:00
Yfirburðirnir að taka enda? Novak Djokovic og Roger Federer eru komnir í undanúrslitin á Wimbledon-mótinu í tennis en landslagið á meðal þeirra bestu hefur verið að breytast. 4. júlí 2014 10:45
Nadal-baninn úr leik á Wimbledon-mótinu - Raonic í undanúrslit Ástralinn Nick Kyrgios náði ekki að fylgja eftir sigrinum á Rafael Nadal, efsta manni heimslistans, því þessi 19 ára strákur tapað í kvöld fyrir Kanadamanninum Milos Raonic í átta manna úrslitum á Wimbledon-mótinu í tennis. 2. júlí 2014 19:05
Djokovic lenti undir en vann Novak Djokovic, efsti maður heimslistans, er kominn áfram í undanúrslit Wimbledon-mótsins. 2. júlí 2014 16:19