Húsbíll fauk á hliðina og ferðamenn fela sig neðanjarðar Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. júlí 2014 15:12 MYND/ÆGIR ÞÓR ÞÓRSSON Húsbíll fauk út af þjóðveginum milli Arnarstapa og Hellna á Snæfellsnesi í dag og kastaðist langt út fyrir veginn. Mbl greindi fyrst frá þessu. Samkvæmt lögreglunni á Ólafsvík hefur bíllinn líklega farið tvær til þrjár veltur áður en hann staðnæmdist á hliðinni. Húsbíllinn er talinn óökufær. Vindstrengur sem kemur sunnan við jökulinn er sérstaklega varasamur og biðlar lögreglan til ferðamanna að keyra ekki um veginn á stærri bílum, eins og húsbílum, eða með kerrur og aðra aftanívagna. „Veðrið er alveg með ágætum. Nálægasta veðurathugunarstöð segir að vindhraðinn sé um 13 metrar á sekúndu sem er ekki nándar nærri nóg til að feykja húsbíl sem þessum af veginum. Það er þessi staðbundni strengur við jökulinn sem er sérstaklega varasamur,“ segir Ægir Þór Þórsson sem staddur var við Vatnshelli á Snæfellsnesi þegar Vísir náði í hann. Hann segir töluverðan fjölda ferðamanna á svæðinu, flestir erlendir, sem marga hverja hafi rekið í rogastans í vindhviðunum. „Þeir koma til okkar og spyrja okkur hvort þetta sé eðlilegt ástand,“ segir Ægir léttur í bragði og bætir við að margir hverjir hafi brugðið á það ráð að leita skjóls í hellinum. „Enda fátt annað að gera í vindi eins og þessum en að bregða sér neðanjarðar.“ Að sögn Ægis eru um 20 bílar á stæðinu við Vatnshelli núna, flestir litlir bílaleigubílar. „Enda held ég að það sé sé nánast alveg ófært fyrir húsbíla og aftanívagna,“ bætir Ægir við. Veður Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira
Húsbíll fauk út af þjóðveginum milli Arnarstapa og Hellna á Snæfellsnesi í dag og kastaðist langt út fyrir veginn. Mbl greindi fyrst frá þessu. Samkvæmt lögreglunni á Ólafsvík hefur bíllinn líklega farið tvær til þrjár veltur áður en hann staðnæmdist á hliðinni. Húsbíllinn er talinn óökufær. Vindstrengur sem kemur sunnan við jökulinn er sérstaklega varasamur og biðlar lögreglan til ferðamanna að keyra ekki um veginn á stærri bílum, eins og húsbílum, eða með kerrur og aðra aftanívagna. „Veðrið er alveg með ágætum. Nálægasta veðurathugunarstöð segir að vindhraðinn sé um 13 metrar á sekúndu sem er ekki nándar nærri nóg til að feykja húsbíl sem þessum af veginum. Það er þessi staðbundni strengur við jökulinn sem er sérstaklega varasamur,“ segir Ægir Þór Þórsson sem staddur var við Vatnshelli á Snæfellsnesi þegar Vísir náði í hann. Hann segir töluverðan fjölda ferðamanna á svæðinu, flestir erlendir, sem marga hverja hafi rekið í rogastans í vindhviðunum. „Þeir koma til okkar og spyrja okkur hvort þetta sé eðlilegt ástand,“ segir Ægir léttur í bragði og bætir við að margir hverjir hafi brugðið á það ráð að leita skjóls í hellinum. „Enda fátt annað að gera í vindi eins og þessum en að bregða sér neðanjarðar.“ Að sögn Ægis eru um 20 bílar á stæðinu við Vatnshelli núna, flestir litlir bílaleigubílar. „Enda held ég að það sé sé nánast alveg ófært fyrir húsbíla og aftanívagna,“ bætir Ægir við.
Veður Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira