Yfirburðirnir að taka enda? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. júlí 2014 10:45 Grigor Dimitrov eftir sigurinn á Andy Murray, til hægri, í vikunni. Vísir/Getty Undanúrslitin í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis fara fram í dag en sýnt verður beint frá þeim á Stöð 2 Sport. Novak Djokovic, næstefsti maður heimslistans, ríður á vaðið gegn Búlgaranum Grigor Dimitrov og hefst viðureign þeirra klukkan 12.00. Að henni lokinni hefst leikur Roger Federer, sjöföldum Wimbledon-meistara, gegn Milos Ranoic. Sjálfsagt reikna flestir með því að Djokovic og Federer vinni viðureigninar næsta auðveldlega enda hafa yfirburðir þeirra, ásamt þeim Rafael Nadal og Andy Murray, verið slíkir undanfarin ár. Þessir fjórir hafa unnið öll risamót frá Opna franska meistaramótinu árið 2005 nema tvö - samtals 35 af 37 mótum. Juan Martin del Potro vann Opna bandaríska mótið árið 2009 og Stanislas Wawrinka Opna ástralska fyrr á þessu ári. Það er allt og sumt. Hins vegar er margt sem bendir til þess að yfirburðir þessara fjögurra séu að taka enda hafa fleiri verið að blanda sér í baráttuna um titlana á risamótunum.Djokovic getur unnið sitt sjöunda risamót um helgina.Vísir/GettyUm tíma á miðvikudaginn leit út fyrir að enginn hinna fjögurra stóru kæmust í undanúrslitin á Wimbledon. Rafael Nadal hafði þá fallið úr leik gegn nítján ára ástrala, Nick Kyrgios, og Andy Murray, ríkjandi Wimbledon-meistari, tapaði fyrir Dimitrov. Þeir Djokovic (gegn Marin Cilic) og Federer (gegn Wawrinka) voru báðir undir í sínum viðureignum í fjórðungsúrslitum en unnu þó að lokum sigur. Á hátindi yfirburða þeirra fjögurra einokuðu þeir nánast undanúrslit stórmótanna en hægt og rólega hefur hallað undan fæti hjá þeim. Murray mun falla niður í tíunda sæti næst þegar heimslistinn verður gefinn út og Federer hefur unnið aðeins eitt risamót í síðustu sextán tilraunum (Wimbledon árið 2012). Nadal virtist aftur kominn á beinu brautina eftir meiðsli í upphafi síðasta árs en tap hans gegn Kyrgios kom tennisheiminum í opna skjöldu.Milos Raonic ætlar að ryðja Roger Federer úr vegi í dag.Vísir/GettyÁ meðan hefur ný og öflug kynslóð tennismanna komið upp og þykir af mörgum líkleg til að ryðja sér rúms innan skamms. Fulltrúar hennar á þessu móti eru þeir Dimitrov og Raonic og þeir hafa séð að það er ekki lengur óyfirstíganleg hindrun að leggja einhvern hinna stórra að velli á risamóti. „Þessir ungu strákar eru algjörlega óhræddir,“ sagði Jimmy Connors, áttfaldur risamótsmeistari, við BBC í vikunni. „Þeir blikka ekki augum og spila alltaf til sigurs.“ „Þeir minna mig á nokkra af þeim strákum sem ég ólst upp með - John McEnroe og Björn Borg. Pete Sampras kemur einnig upp í hugann.“ „Það kemur alltaf að því að við þurfum að víkja fyrir yngri mönnum. Þeir eldri eru nú að berjast fyrir sinni stöðu og þeir ungu hafa einsett sér að velta þeim af stalli. Þetta eru afar spennandi tímar.“ Tennis Tengdar fréttir Federer vann svissneska stríðið Roger Federer er kominn í undanúrslit á Wimbledon-mótinu í tennis eftir sigur á landa sínum Stan Wawrinka í átta manna úrslitum í dag. Hann veit ekki hver mótherji hans verður fyrr en seinna í kvöld. 2. júlí 2014 17:30 Murray ætlar sér að verja titilinn Síðari keppnisvikan á stærsta tennismóti ársins, Wimbledon-mótinu, hefst í dag. 30. júní 2014 08:15 Nítján ára Ástrali sló Nadal út á Wimbledon-mótinu Spánverjinn Rafael Nadal sem er efstur á heimslistanum í tennis er úr leik á Wimbledon-mótinu eftir tap á móti lítt þekktum Ástrala í kvöld. 1. júlí 2014 18:21 Murray úr leik á Wimbledon Meistarinn tapaði óvænt fyrir 23 ára Búlgara. 2. júlí 2014 14:42 Nadal-baninn ætlar sér á toppinn Nítján ára Ástrali vann Rafael Nadal í 16 manna úrslitum á Wimbledon í gær. 2. júlí 2014 09:00 Nadal-baninn úr leik á Wimbledon-mótinu - Raonic í undanúrslit Ástralinn Nick Kyrgios náði ekki að fylgja eftir sigrinum á Rafael Nadal, efsta manni heimslistans, því þessi 19 ára strákur tapað í kvöld fyrir Kanadamanninum Milos Raonic í átta manna úrslitum á Wimbledon-mótinu í tennis. 2. júlí 2014 19:05 Djokovic lenti undir en vann Novak Djokovic, efsti maður heimslistans, er kominn áfram í undanúrslit Wimbledon-mótsins. 2. júlí 2014 16:19 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Sjá meira
Undanúrslitin í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis fara fram í dag en sýnt verður beint frá þeim á Stöð 2 Sport. Novak Djokovic, næstefsti maður heimslistans, ríður á vaðið gegn Búlgaranum Grigor Dimitrov og hefst viðureign þeirra klukkan 12.00. Að henni lokinni hefst leikur Roger Federer, sjöföldum Wimbledon-meistara, gegn Milos Ranoic. Sjálfsagt reikna flestir með því að Djokovic og Federer vinni viðureigninar næsta auðveldlega enda hafa yfirburðir þeirra, ásamt þeim Rafael Nadal og Andy Murray, verið slíkir undanfarin ár. Þessir fjórir hafa unnið öll risamót frá Opna franska meistaramótinu árið 2005 nema tvö - samtals 35 af 37 mótum. Juan Martin del Potro vann Opna bandaríska mótið árið 2009 og Stanislas Wawrinka Opna ástralska fyrr á þessu ári. Það er allt og sumt. Hins vegar er margt sem bendir til þess að yfirburðir þessara fjögurra séu að taka enda hafa fleiri verið að blanda sér í baráttuna um titlana á risamótunum.Djokovic getur unnið sitt sjöunda risamót um helgina.Vísir/GettyUm tíma á miðvikudaginn leit út fyrir að enginn hinna fjögurra stóru kæmust í undanúrslitin á Wimbledon. Rafael Nadal hafði þá fallið úr leik gegn nítján ára ástrala, Nick Kyrgios, og Andy Murray, ríkjandi Wimbledon-meistari, tapaði fyrir Dimitrov. Þeir Djokovic (gegn Marin Cilic) og Federer (gegn Wawrinka) voru báðir undir í sínum viðureignum í fjórðungsúrslitum en unnu þó að lokum sigur. Á hátindi yfirburða þeirra fjögurra einokuðu þeir nánast undanúrslit stórmótanna en hægt og rólega hefur hallað undan fæti hjá þeim. Murray mun falla niður í tíunda sæti næst þegar heimslistinn verður gefinn út og Federer hefur unnið aðeins eitt risamót í síðustu sextán tilraunum (Wimbledon árið 2012). Nadal virtist aftur kominn á beinu brautina eftir meiðsli í upphafi síðasta árs en tap hans gegn Kyrgios kom tennisheiminum í opna skjöldu.Milos Raonic ætlar að ryðja Roger Federer úr vegi í dag.Vísir/GettyÁ meðan hefur ný og öflug kynslóð tennismanna komið upp og þykir af mörgum líkleg til að ryðja sér rúms innan skamms. Fulltrúar hennar á þessu móti eru þeir Dimitrov og Raonic og þeir hafa séð að það er ekki lengur óyfirstíganleg hindrun að leggja einhvern hinna stórra að velli á risamóti. „Þessir ungu strákar eru algjörlega óhræddir,“ sagði Jimmy Connors, áttfaldur risamótsmeistari, við BBC í vikunni. „Þeir blikka ekki augum og spila alltaf til sigurs.“ „Þeir minna mig á nokkra af þeim strákum sem ég ólst upp með - John McEnroe og Björn Borg. Pete Sampras kemur einnig upp í hugann.“ „Það kemur alltaf að því að við þurfum að víkja fyrir yngri mönnum. Þeir eldri eru nú að berjast fyrir sinni stöðu og þeir ungu hafa einsett sér að velta þeim af stalli. Þetta eru afar spennandi tímar.“
Tennis Tengdar fréttir Federer vann svissneska stríðið Roger Federer er kominn í undanúrslit á Wimbledon-mótinu í tennis eftir sigur á landa sínum Stan Wawrinka í átta manna úrslitum í dag. Hann veit ekki hver mótherji hans verður fyrr en seinna í kvöld. 2. júlí 2014 17:30 Murray ætlar sér að verja titilinn Síðari keppnisvikan á stærsta tennismóti ársins, Wimbledon-mótinu, hefst í dag. 30. júní 2014 08:15 Nítján ára Ástrali sló Nadal út á Wimbledon-mótinu Spánverjinn Rafael Nadal sem er efstur á heimslistanum í tennis er úr leik á Wimbledon-mótinu eftir tap á móti lítt þekktum Ástrala í kvöld. 1. júlí 2014 18:21 Murray úr leik á Wimbledon Meistarinn tapaði óvænt fyrir 23 ára Búlgara. 2. júlí 2014 14:42 Nadal-baninn ætlar sér á toppinn Nítján ára Ástrali vann Rafael Nadal í 16 manna úrslitum á Wimbledon í gær. 2. júlí 2014 09:00 Nadal-baninn úr leik á Wimbledon-mótinu - Raonic í undanúrslit Ástralinn Nick Kyrgios náði ekki að fylgja eftir sigrinum á Rafael Nadal, efsta manni heimslistans, því þessi 19 ára strákur tapað í kvöld fyrir Kanadamanninum Milos Raonic í átta manna úrslitum á Wimbledon-mótinu í tennis. 2. júlí 2014 19:05 Djokovic lenti undir en vann Novak Djokovic, efsti maður heimslistans, er kominn áfram í undanúrslit Wimbledon-mótsins. 2. júlí 2014 16:19 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Sjá meira
Federer vann svissneska stríðið Roger Federer er kominn í undanúrslit á Wimbledon-mótinu í tennis eftir sigur á landa sínum Stan Wawrinka í átta manna úrslitum í dag. Hann veit ekki hver mótherji hans verður fyrr en seinna í kvöld. 2. júlí 2014 17:30
Murray ætlar sér að verja titilinn Síðari keppnisvikan á stærsta tennismóti ársins, Wimbledon-mótinu, hefst í dag. 30. júní 2014 08:15
Nítján ára Ástrali sló Nadal út á Wimbledon-mótinu Spánverjinn Rafael Nadal sem er efstur á heimslistanum í tennis er úr leik á Wimbledon-mótinu eftir tap á móti lítt þekktum Ástrala í kvöld. 1. júlí 2014 18:21
Nadal-baninn ætlar sér á toppinn Nítján ára Ástrali vann Rafael Nadal í 16 manna úrslitum á Wimbledon í gær. 2. júlí 2014 09:00
Nadal-baninn úr leik á Wimbledon-mótinu - Raonic í undanúrslit Ástralinn Nick Kyrgios náði ekki að fylgja eftir sigrinum á Rafael Nadal, efsta manni heimslistans, því þessi 19 ára strákur tapað í kvöld fyrir Kanadamanninum Milos Raonic í átta manna úrslitum á Wimbledon-mótinu í tennis. 2. júlí 2014 19:05
Djokovic lenti undir en vann Novak Djokovic, efsti maður heimslistans, er kominn áfram í undanúrslit Wimbledon-mótsins. 2. júlí 2014 16:19