Erlent

Flytja hermenn að Gaza

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Ísraelar hafa fært herlið að Gasa-ströndinni, en spenna hefur verið mikil á svæðinu eftir morð þriggja ísraelskra pilta og 17 ára drengs frá Palestínu. Fréttaritari BBC segir að mögulega verði herinn notaður í aðgerð gegn Hamas samtökunum.

Þetta er sagt vera gert í svari við eldflauga- og sprengjuvörpuárása á Ísrael. Fyrr í dag gerðu Ísraelar loftárásir á Gasa, eftir að sprengjur þaðan lentu á tveimur íbúahúsum í Ísrael. BBC segir tíu Palestínubúa hafa særst í árásum hers Ísrael.

Frá hernum berast þau skilaboð að skotmörk loftárása hafi verið vopnaverksmiðjur og þjálfunarbúðir Hamas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×