Segir líf Palestínumanna lítils metin í vestrænu pressunni Jakob Bjarnar skrifar 3. júlí 2014 12:02 Palenstínskur maður virðir fyrir sér skemmdir eftir að Ísraelski herinn sendi flugskeyti á Gaza-borg nú snemma í morgun. Sveinn Rúnar segir ástandið skelfilegt. ap/arnþór Sveinn Rúnar Hauksson, heimilislæknir og formaður félagsins Ísland-Palestína, gagnrýnir harðlega fréttaflutning vestrænna miðla, þar með taldir eru þeir hinir íslensku; og segir hann að svo virðist sem líf Palestínumanna séu lítils metin í samanburði við þau hin ísraelsku. Palestínumenn undirbúa sig nú fyrir jarðarför Abu Khdair, 17 ára unglings sem var numinn á brott í Austur-Jerúsalem og þá myrtur. Mikil spenna ríkir nú á Gazasvæðinu. Morðið hefur verið fordæmt af leiðtogum Palestínumanna sem og Ísraela. Morðið er engu að síður talið geta hrundið af stað átökum, en menn hafa sett það í samhengi við morð á þremur ísraelskum ungmennum sem jarðsett voru á miðvikudag -- og talið hefndarmorð. Benjamin Netanyahu kennir Hamas-samtökunum um þau morð. Palestínumenn og Ísraelar hafa skipst á flugskeytum í morgun. Sveinn Rúnar Hauksson læknir gerþekkir ástandið á Gazasvæðinu. Morðið á Abu Khdair má rekja til ástands sem á sér sögu. „Þetta er ástand sem hefur versnað, hefur verið svona lengi, í marga mánuði og í mörg ár raunar og hefur farið stöðugt versnandi á Vesturbakkanum. Og þá er ég að tala um árásir landtökufólksins, með aðstoð hersins, gagnvart íbúum á herteknu svæðunum,“ segir Sveinn Rúnar. Hann segir hvergi nokkurs staðar frið og fólk hvergi óhult. „Það sem hefur svo gerst í kjölfar þess að þrír ungir ísraelskir menn hurfu úr landtökubyggð í grennd við Hebron er skelfilegt. Enginn veit enn hvað gerðist, það hefur ekkert verið upplýst um hvernig þeir voru drepnir, voru þeir vopnaðir, hverjir bera ábyrgð á þessu... enginn hefur lýst ábyrgð á hendur sér. Við vitum hins vegar hver ber ábyrgð á viðbrögðunum. Það er Netanyahu og Ísraelsstjórn,“ segir Sveinn Rúnar. Hann segir að gripið hafi verið til hóprefsingar gagnvart Palestínumönnum og enginn óhultur. „Það hefur verið ráðist inn á hvert heimilið á fætur öðru, fólk handtekið, það er búið að handtaka um sex hundruð manns. Og það eru ekki bara þingmenn Hamas-samtakanna sem hafa verið handteknir. Auk þess er búið að drepa 12 manns. Fimm ára drengur var drepinn, 14 ára unglingur... fólk á öllum aldrei hefur orðið fyrir hernum.“ Sveinn Rúnar segir svo að til sé á öryggismyndavél það hvernig atvikaðist að Abu Khdair var hirtur fyrir framan heimili sitt og fannst stuttu síðar látinn. „Það er sagt frá morðunum á ísraelsku ungmennunum, sem eru að sönnu hörmuleg, þetta er það sem er mest áberandi, en ekki drápunum á Palestínumönnum. Það er eins og mannslífin Palestínsku séu ekki jafn gild þeim ísraelsku þegar kemur að fjölmiðlunum hér,“ segir Sveinn Rúnar. Gasa Tengdar fréttir Fordæma morð á palestínsku ungmenni Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt rán og morð hins sautján ára Mohammed Abu Kdhair í Ísrel. 2. júlí 2014 23:22 „Hamas er ábyrgt og Hamas mun borga“ Forsetisráðherra Ísrael hótar hefndum gegn Hamas samtökunum 30. júní 2014 19:47 Netanyahu hótar hefndaraðgerðum Mikil reiði í Ísrael vegna morða á þremur ungmennum á Vesturbakkanum. 2. júlí 2014 07:20 Drengirnir fundust látnir á akri Jarðarför ísraelsku táninganna sem var rænt fyrir tveimur vikum og þeir í kjölfarið myrtir fór fram í gær. 2. júlí 2014 12:00 Tugir þúsunda fylgdu piltunum til grafar Þrír ísraelskir piltar fundust látnir í gær og yfirvöld hyggja á hefndir. 1. júlí 2014 17:45 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Sveinn Rúnar Hauksson, heimilislæknir og formaður félagsins Ísland-Palestína, gagnrýnir harðlega fréttaflutning vestrænna miðla, þar með taldir eru þeir hinir íslensku; og segir hann að svo virðist sem líf Palestínumanna séu lítils metin í samanburði við þau hin ísraelsku. Palestínumenn undirbúa sig nú fyrir jarðarför Abu Khdair, 17 ára unglings sem var numinn á brott í Austur-Jerúsalem og þá myrtur. Mikil spenna ríkir nú á Gazasvæðinu. Morðið hefur verið fordæmt af leiðtogum Palestínumanna sem og Ísraela. Morðið er engu að síður talið geta hrundið af stað átökum, en menn hafa sett það í samhengi við morð á þremur ísraelskum ungmennum sem jarðsett voru á miðvikudag -- og talið hefndarmorð. Benjamin Netanyahu kennir Hamas-samtökunum um þau morð. Palestínumenn og Ísraelar hafa skipst á flugskeytum í morgun. Sveinn Rúnar Hauksson læknir gerþekkir ástandið á Gazasvæðinu. Morðið á Abu Khdair má rekja til ástands sem á sér sögu. „Þetta er ástand sem hefur versnað, hefur verið svona lengi, í marga mánuði og í mörg ár raunar og hefur farið stöðugt versnandi á Vesturbakkanum. Og þá er ég að tala um árásir landtökufólksins, með aðstoð hersins, gagnvart íbúum á herteknu svæðunum,“ segir Sveinn Rúnar. Hann segir hvergi nokkurs staðar frið og fólk hvergi óhult. „Það sem hefur svo gerst í kjölfar þess að þrír ungir ísraelskir menn hurfu úr landtökubyggð í grennd við Hebron er skelfilegt. Enginn veit enn hvað gerðist, það hefur ekkert verið upplýst um hvernig þeir voru drepnir, voru þeir vopnaðir, hverjir bera ábyrgð á þessu... enginn hefur lýst ábyrgð á hendur sér. Við vitum hins vegar hver ber ábyrgð á viðbrögðunum. Það er Netanyahu og Ísraelsstjórn,“ segir Sveinn Rúnar. Hann segir að gripið hafi verið til hóprefsingar gagnvart Palestínumönnum og enginn óhultur. „Það hefur verið ráðist inn á hvert heimilið á fætur öðru, fólk handtekið, það er búið að handtaka um sex hundruð manns. Og það eru ekki bara þingmenn Hamas-samtakanna sem hafa verið handteknir. Auk þess er búið að drepa 12 manns. Fimm ára drengur var drepinn, 14 ára unglingur... fólk á öllum aldrei hefur orðið fyrir hernum.“ Sveinn Rúnar segir svo að til sé á öryggismyndavél það hvernig atvikaðist að Abu Khdair var hirtur fyrir framan heimili sitt og fannst stuttu síðar látinn. „Það er sagt frá morðunum á ísraelsku ungmennunum, sem eru að sönnu hörmuleg, þetta er það sem er mest áberandi, en ekki drápunum á Palestínumönnum. Það er eins og mannslífin Palestínsku séu ekki jafn gild þeim ísraelsku þegar kemur að fjölmiðlunum hér,“ segir Sveinn Rúnar.
Gasa Tengdar fréttir Fordæma morð á palestínsku ungmenni Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt rán og morð hins sautján ára Mohammed Abu Kdhair í Ísrel. 2. júlí 2014 23:22 „Hamas er ábyrgt og Hamas mun borga“ Forsetisráðherra Ísrael hótar hefndum gegn Hamas samtökunum 30. júní 2014 19:47 Netanyahu hótar hefndaraðgerðum Mikil reiði í Ísrael vegna morða á þremur ungmennum á Vesturbakkanum. 2. júlí 2014 07:20 Drengirnir fundust látnir á akri Jarðarför ísraelsku táninganna sem var rænt fyrir tveimur vikum og þeir í kjölfarið myrtir fór fram í gær. 2. júlí 2014 12:00 Tugir þúsunda fylgdu piltunum til grafar Þrír ísraelskir piltar fundust látnir í gær og yfirvöld hyggja á hefndir. 1. júlí 2014 17:45 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Fordæma morð á palestínsku ungmenni Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt rán og morð hins sautján ára Mohammed Abu Kdhair í Ísrel. 2. júlí 2014 23:22
„Hamas er ábyrgt og Hamas mun borga“ Forsetisráðherra Ísrael hótar hefndum gegn Hamas samtökunum 30. júní 2014 19:47
Netanyahu hótar hefndaraðgerðum Mikil reiði í Ísrael vegna morða á þremur ungmennum á Vesturbakkanum. 2. júlí 2014 07:20
Drengirnir fundust látnir á akri Jarðarför ísraelsku táninganna sem var rænt fyrir tveimur vikum og þeir í kjölfarið myrtir fór fram í gær. 2. júlí 2014 12:00
Tugir þúsunda fylgdu piltunum til grafar Þrír ísraelskir piltar fundust látnir í gær og yfirvöld hyggja á hefndir. 1. júlí 2014 17:45
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent