Lífið

,,Ég get ómögulega tjáð mig"

Ellý Ármanns skrifar
myndir/instagram Hafþórs
Hafþór Júlíus Björnsson , sem fer með hlutverk  Sir Gregor Clegane , eða  Fjallið , í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones sem sýndir eru á Stöð 2, sagði okkur hvað hann fær sér í morgunmat.  Hann var hinsvegar dulur þegar kom að því að upplýsa ofurfæðu sem hann neytir þegar hann vaknar á morgnana.



Mynd/Getty
Hafþór sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir leik sinn í þáttunum ferðast mikið og þá er ekki gengið að því að fá sér nákvæmlega það sem þetta musteri þarfnast.

Hafragrautur og hellingur af eggjum

,,Ég fæ mér yfirleitt ,,boost" á morgnana. En ég er oft á hótelum og þá er ekki auðvelt að græja sér ,,boost".  Hafragrautur og sex til átta stykki egg verða fyrir valinu þegar ég er staddur á hótelum," segir Hafþór áður en hann þylur upp hvað morgunþeytingurinn inniheldur.

Boost Fjallsins: 

150 gr hafrar

4 hrá egg

1,5 skeið prótein

frosin bláber

spínat

banani

kókosolía

hnetusmjör

,,Síðan er ég með leyniuppskrift að ofurfæðu sem ég get ómögulega tjáð mig um," segir kappinn áður en kvatt er.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×