Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar GIssur Sigurðsson skrifar 2. júlí 2014 15:09 Langisjór. Mynd/Umhverfisráðuneytið Björgunarsveitarmenn úr hálendisvakt Landsbjargar komu skelkuðum erlendum ferðamönnum til aðstoðar við Langasjó í nótt. Fólksbíll rann í vatnselg út af þjóðveginum á Fljótsdalshéraði undir morgun og stórt skemmtiferðaskip með þrjú þúsund farþega hætti við að koma til Ísafjarðar í morgun vegna veðurs. Ferðamennirnir tveir við Langasjó voru þó ekki lentir í alvarlegum vandræðum en voru skelfingu lostnir vegna veðursins og allra krignumstæðna. Þeir knúsuðu björgunarfólkið og trakteruðu með dýrindis súkkulaði að sögn Hafdísar Árnadóttur sem tók þátt í leiðangrinum. Vatn streymir enn inná vegina um fjallabak og eru þeir ófærir nema öflugum jeppum að sögn Hafdísar. Ung kona missti stjórn á bíl sínum í miklum vatnselg á Fljótsdalshéraði undir morgun og valt bíllinn út af veginum. Hún meiddist ekki alvarlega, og tvær aðrar stúlkur, sem voru með henni, sluppu ómeiddar. Mjög mikið rennsli mælist nú í flest öllum ám þar sem Veðurstofan hefur straummæla. Undir kvöld í gær varaði Veðurstofan við vatnavöxtum í ám á Snæfellsnesi, vestur- og suður af Langjökli, kringum Eyjafjalla- og Mýrdalsjökla og við sunnanverðan Vatnajökul. Minna var um vandræði vegna veðursins en óttast var enda virðast margir ferðamenn hafa haldið kyrru fyrir í gær vegna slæmrar veðurspár. Það er líka afleitt sjóveður og er nú stormur á 13 af 17 spásvæðum umhverfis landið og fá skip á sjó. Veður Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Björgunarsveitarmenn úr hálendisvakt Landsbjargar komu skelkuðum erlendum ferðamönnum til aðstoðar við Langasjó í nótt. Fólksbíll rann í vatnselg út af þjóðveginum á Fljótsdalshéraði undir morgun og stórt skemmtiferðaskip með þrjú þúsund farþega hætti við að koma til Ísafjarðar í morgun vegna veðurs. Ferðamennirnir tveir við Langasjó voru þó ekki lentir í alvarlegum vandræðum en voru skelfingu lostnir vegna veðursins og allra krignumstæðna. Þeir knúsuðu björgunarfólkið og trakteruðu með dýrindis súkkulaði að sögn Hafdísar Árnadóttur sem tók þátt í leiðangrinum. Vatn streymir enn inná vegina um fjallabak og eru þeir ófærir nema öflugum jeppum að sögn Hafdísar. Ung kona missti stjórn á bíl sínum í miklum vatnselg á Fljótsdalshéraði undir morgun og valt bíllinn út af veginum. Hún meiddist ekki alvarlega, og tvær aðrar stúlkur, sem voru með henni, sluppu ómeiddar. Mjög mikið rennsli mælist nú í flest öllum ám þar sem Veðurstofan hefur straummæla. Undir kvöld í gær varaði Veðurstofan við vatnavöxtum í ám á Snæfellsnesi, vestur- og suður af Langjökli, kringum Eyjafjalla- og Mýrdalsjökla og við sunnanverðan Vatnajökul. Minna var um vandræði vegna veðursins en óttast var enda virðast margir ferðamenn hafa haldið kyrru fyrir í gær vegna slæmrar veðurspár. Það er líka afleitt sjóveður og er nú stormur á 13 af 17 spásvæðum umhverfis landið og fá skip á sjó.
Veður Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira