Erlent

Á fjórða hundrað hafa fallið

Stefán Ó. Jónsson skrifar
VÍSIR/AFP
Alls hafa rúmlega 330 manns fallið í átökunum sem nú standa yfir fyrir botni Miðjarðarhafs.

Ekkert lát virðist vera á dauðsföllunum en í morgun létust meðal annars fimm meðlimir Zuweidi fjölskyldunnar, þar af tvær stelpur. Þær voru tveggja og sex ára gamlar.

Þrír Ísraelsmenn hafa fallið í óeirðunum. Tveir þeirra voru óbreyttir borgarar en sá þriðji var hermaður sem féll vegna slysaskots ísraelsks hermanns.

Alls hafa tæplega 2400 Palestínumenn slasast það sem af er átökunum. Það gera liðlega 200 manns á dag frá því að loftárásir Ísraelsmanna hófust í upphafi þessa mánaðar.

40 þúsund manns höfðu leitað skjóls í flóttamannabúðum á vegum Sameinuðu þjóðanna í gær og hefur sú talað hækkað hratt á liðnum dögum.

Spilar þar landhernaður Ísraelsmanna stóra rullu en á föstudag hófu ísraelskar hersveitir innrás á Gasa-svæðið með það að markmiði að eyðileggja jarðgöng sem Hamasliðar hafa grafið undir landsvæði Ísraels.

Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, heimsótti átakasvæðið í dag. Reynir hann nú að leggja lóð sín á vogaskálarnar til að stemma stigu við vargöldinni.

video platformvideo managementvideo solutionsvideo player



Fleiri fréttir

Sjá meira


×