Erlent

ISIS-liðar sækja æ lengra inn í Sýrland

Atli Ísleifsson skrifar
Framganga ISIS-samtakanna í Sýrlandi og Írak hafa riðlað öllum valdahlutföllum í heimshlutanum.
Framganga ISIS-samtakanna í Sýrlandi og Írak hafa riðlað öllum valdahlutföllum í heimshlutanum. Vísir/AFP
Á meðan augu heimsbyggðarinnar hafa beinst að ástandinu á Gaza hafa ISIS-liðar sótt æ lengra inn í Sýrland. ISIS-liðar lýstu yfir stofnun kalífaveldis í síðasta mánuði og nær yfirráðasvæði þeirra nú yfir landamæri Sýrlands og Íraks.

Vígamenn ISIS-samtakanna hafa náð stórum hluta austurhluta Sýrlands á sitt vald með skriðdrekum og vopnum sem þeir hafa komist yfir í Írak. Deir Ezzor-hérað er þar með talið en það er mjög ríkt af olíu. Þá hafa þeir reynt að bæla niður alla andspyrnu frá sýrlenskum Kúrdum á svæðinu.

Fjöldi andspyrnuhópa hafa nú ýmist flúið eða lýst yfir stuðningi við kalífaríkið. Á vef Independent segir að framganga ISIS-samtakanna í Sýrlandi, sem kemur í kjölfar sigra þeirra í Írak í síðasta mánuði, hafi riðlað öllum valdahlutföllum í heimshlutanum. „Andspyrnuhreyfingar sem eru hvorki á bandi sýrlenskra stjórnvalda eða ISIS eru að lognast út af.“

Bandarísk, bresk, sádiarabísk og tyrknesk stjórnvöld höfðu áður sagst munu styðja við bakið á öllum hreyfingum andsnúnum Bashar al-Assad Sýrlandsforseta eða ISIS.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×