Erlent

John Kerry fordæmir árásir Hamas

Birta Björnsdóttir skrifar
Yfirvöld í Ísrael samþykktu fyrr í dag tillögur Egypta að vopnahléi en vopnaður armur Hamas-samtakanna sagði tillögurnar fela í sér uppgjöf af þeirra hálfu.

Lokasvar barst aldrei frá samtökunum og því hófu Ísraelsmenn loftárásir á Gaza-svæðið að nýju.

Yfirvöld í Ísrael segja að á þeim sex klukkutímum sem vopnahléið stóð yfir af þeirra hálfu, hafi um fimmtíu eldflaugum verið varpað frá Gaza inn í Ísrael. Þess vegna hafi loftárásum verið haldið áfram.

Ham­as-liðar segjast vilja ein­hverja eft­ir­gjöf af hálfu Ísra­elshers áður en þeir geti fall­ist á vopna­hlé, svo sem að höml­um á landa­mær­um við Egypta­land og Ísra­el verði aflétt.

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist hisvegar ekki geta „fordæmt nógu mikið" ákvörðun Hamas um að halda áfram að varpa eldflaugum eftir að stungið var upp á vopnahléi.

Vel á annað hundrað Palestínumanna hafa látið lífið í loftárásum Ísraels undanfarna viku, langflestir óbreyttir borgarar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×