Erlent

Fengu sér popp og fögnuðu þegar sprengjum rigndi

Atli Ísleifsson skrifar
Loftárásir Ísraelsher síðastliðna nótt voru þær mesti frá því að þær hófust á þriðjudaginn í síðustu viku.
Loftárásir Ísraelsher síðastliðna nótt voru þær mesti frá því að þær hófust á þriðjudaginn í síðustu viku. Vísir/AFP
Danskur fréttamaður birti í vikunni mynd af hópi Ísraelsmanna fagnandi og borðandi poppkorn á meðan þeir fylgdust með sprengjum Ísraelshers rigna yfir Gaza-ströndina.

Myndin hefur vakið mikla athygli á Twitter þar sem fréttamaðurinn Allan Sørensen sagði Ísraelsmennina hafa tekið stóla með sér upp á hæð og klappa þegar heyrðist í sprengjum.

Á vef Mirror segir að myndin sé tekin á miðvikudagskvöld í bænum Sderot, um hálfum öðrum kílómetra frá Gasaströndinni, en bærinn hefur lengi þurft að þola eldflaugaárásir af hálfu herskárra Hamas-liða.

Ísraelsher hélt loftárásum sínum á Gaza-borg áfram í nótt. Loftárásirnar voru þær mestu frá upphafi átaka Ísraelshers og Hamas-liða á þriðjudag. Um fjörtíu manns féllu í loftárásunum í gærkvöld og í nótt. 159 Palestínumenn hið minnsta hafa látist í þessari hrinu árása Ísraelsmanna.


Tengdar fréttir

Minnst 156 fallnir í átökunum

Ísraelsher sendi hermenn á Gaza svæðið í nótt í fyrsta sinn síðan átökin byrjuðu fyrir viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×