Erlent

Minnst 156 fallnir í átökunum

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Ísraelsmenn gerðu loftárásir á stofnanir á Gaza svæðinu, sem grunaðar eru um tengsl við Hamas samtökin og sendu hermenn inn á svæðið í fyrsta sinn frá því átökin hófust fyrir viku. Þrátt fyrir alþjóðlegan þrýsting um vopnahlé segjast báðir aðilar ekki vera tilbúnir til friðarviðræðna.

Meira en 156 Palestínumenn hafa fallið í átökunum samkvæmt AP fréttaveitunni.

Hermenn gerðu árás á stað sem notaður var til að skjóta eldflaugum á Ísrael og herinn segir fjóra þeirra hafa særst í árásinni. Þeir munu nú vera komnir aftur til Ísrael.

Þetta er í fyrsta sinn sem hermenn eru sendir inn á Gaza í þessum átökum en AP segir þá vera sérsveitarmenn. Ekki sé útlit fyrir að um sé að ræða fyrsta skref innrásar.

Þá var fjöldi loftárása gerðar á Gaza í gær og í nótt. Þá lenti sprengja á endurhæfingarmiðstöð þar sem tveir sjúklingar létust og fjórir særðust. Einnig var loftárás gerð á heimili lögreglustjórans á Gaza í gær, sem hrundi. Hluti nærliggjandi mosku hrundi einnig og minnst 18 létust og 50 særðust.

Ísraelar segja loftárásirnar vera í sjálfsvörn gegn eldflaugum sem skotið sé frá Gaza. Þeis saka Hamas samtökin um að skýla sér að baki borgurum með því að skjóta eldflaugunum úr íbúabyggð.

Aðrir segja þó loftárásir Ísrael á einu þéttbyggðasta svæði heims vera helstu ástæðu þess að borgarar séu í hættu.

Sarit Michaeli hjá ísraelsku mannréttindasamtökunum B´Tselem sagði AP að þrátt fyrir að Hamas brytu alþjóðalög með því að skýla sér að baki borgara, gæfi það Ísraelsmönnum ekki rétt til þess að brjóta alþjóðalög einnig.

Hér að neðan má sjá myndbandi af loftvörnum Ísrael skjóta niður tvær eldflaugar fyrir ofan íbúahverfi í Ísrael.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×