Rúmlega 1.200 loftárásir í vikunni Samúel Karl Ólason skrifar 12. júlí 2014 22:06 Vísir/AFP Ísraelsher hefur gert rúmlega 1.200 loftárásir á Gaza svæðinu í vikunni sem nú er að líða. Æðsti yfirmaður hersins segir árásirnar gerðar til að koma í veg fyrir að Hamas samtökin skjóti eldflaugum á Ísrael. Hershöfðinginn Motti Almoz segir að árásum muni fjölga og þá sérstaklega á norðurhluta svæðisins. „Við munum ráðast á það svæði af miklum krafti á næstu 24 klukkutímum.“ Ástæðuna sagði hann vera að fjöldi meðlima Hamas væru á því svæði og hvatti hann íbúa þess til að flýja. Frá Innanríkisráðuneyti Gaza komu þau skilaboð að fólk ætti alls ekki að flýja og halda sér heima. Um væri að ræða sálfræðilegan hernað Ísraelsmanna sem væru að reyna að skapa ringulreið. Skömmu eftir tilkynningu Ísraelshers í dag var gerð loftárás á heimili lögreglustjóra Gaza og segja embættismenn í Palestínu að minnst 18 hafi fallið og 50 særst. Að fjöldi manns hafi verið að yfirgefa mosku á svæðinu eftir kvöldbæn og óttast menn að fólk sé enn fast undir rústunum. Hamas samtökin hafa gert rúmlega 700 eldflauga- og sprengjuvörpuárásir á Ísrael og segjast ekki ætla að vera fyrstir til að lýsa yfir vopnahléi. Skutu yfir landamæri Líbanon Nú í kvöld gerði Ísraelsher stórskotaárás á Líbanon, en þeir segja eldflaugum hafa verið skotið þaðan. Engir féllu í árásunum en Ísraelar óttast að vígahópar í Líbanon ætli sér að opna aðra víglínu. Post by Mohammed S Abu Taha. Gasa Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Sjá meira
Ísraelsher hefur gert rúmlega 1.200 loftárásir á Gaza svæðinu í vikunni sem nú er að líða. Æðsti yfirmaður hersins segir árásirnar gerðar til að koma í veg fyrir að Hamas samtökin skjóti eldflaugum á Ísrael. Hershöfðinginn Motti Almoz segir að árásum muni fjölga og þá sérstaklega á norðurhluta svæðisins. „Við munum ráðast á það svæði af miklum krafti á næstu 24 klukkutímum.“ Ástæðuna sagði hann vera að fjöldi meðlima Hamas væru á því svæði og hvatti hann íbúa þess til að flýja. Frá Innanríkisráðuneyti Gaza komu þau skilaboð að fólk ætti alls ekki að flýja og halda sér heima. Um væri að ræða sálfræðilegan hernað Ísraelsmanna sem væru að reyna að skapa ringulreið. Skömmu eftir tilkynningu Ísraelshers í dag var gerð loftárás á heimili lögreglustjóra Gaza og segja embættismenn í Palestínu að minnst 18 hafi fallið og 50 særst. Að fjöldi manns hafi verið að yfirgefa mosku á svæðinu eftir kvöldbæn og óttast menn að fólk sé enn fast undir rústunum. Hamas samtökin hafa gert rúmlega 700 eldflauga- og sprengjuvörpuárásir á Ísrael og segjast ekki ætla að vera fyrstir til að lýsa yfir vopnahléi. Skutu yfir landamæri Líbanon Nú í kvöld gerði Ísraelsher stórskotaárás á Líbanon, en þeir segja eldflaugum hafa verið skotið þaðan. Engir féllu í árásunum en Ísraelar óttast að vígahópar í Líbanon ætli sér að opna aðra víglínu. Post by Mohammed S Abu Taha.
Gasa Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Sjá meira