Hafdís vann til fernra gullverðlauna | Tvöfalt aldursflokkamet Sindra Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júlí 2014 19:30 Hafdís vann til fernra gullverðlauna í dag. Vísir/Auðunn Keppni er lokið á fyrri degi 88. Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum sem fer fram á Kaplakrikavelli um helgina. Það er óhætt að segja að Hafdís Sigurðardóttir, UFA, hafi verið kona dagsins. Eins og greint var frá fyrr í dag vann hún til gullverðlauna í langstökki og 100m hlaupi og Hafdís bætti svo tveimur gullverðlaunum við með því að sigra í 400m hlaupi, auk þess sem hún var hluti af sigurliði UFA í 4x100m boðhlaupi. Hafdís hljóp 400 metrana á 54,16 sekúndum og setti þar með mótsmet, en hin 14 ára Þórdís Eva Steinsdóttir, FH, kom næst í mark á 56,87 sekúndum. Steinunn Erla Davíðsdóttir, UFA, hafnaði í 3. sæti á tímanum 57,98 sekúndum. Sveit UFA í 4x100m boðhlaupi kom í mark á 48,42 sekúndum, en A sveit ÍR (48,76) og Sveit FH (49,89) komu næstar. Sveit ÍR varð hlutskörpust í 4x100m boðhlaupi karla, en hún setti mótsmet með því að koma í mark 42,47 sekúndum. Sveitir UMSS og UFA komu næstar á tímunum 43,38 og 44,56 sekúndum.Aníta Hinriksdóttir vann öruggan sigur í 1500m hlaupi kvenna.Vísir/DaníelÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir sigraði í 1500m hlaupi á tímanum 4:27,93 mínútum. María Birkisdóttir, USÚ, kom næst í mark á 4:53,89 mínutum og Guðlaug Edda Hannesdóttir, Fjölnir, hafnaði í þriðja sæti á tímanum 4:54,87. ÍR-ingar röðuðu sér í þrjú efstu sætin í 1500m hlaupi karla. Hlynur Andrésson kom fyrstur í mark á 3:55,94 mínútum, en þeir Sæmundur Ólafsson (4:06,20) og Daníel Freyr Garðarsson (4:06,73) komu næstir.Ásdís Hjálmsdóttir kastaði 55,51 metra í dag.Vísir/AFPÁsdís Hjálmsdóttir, Ármanni, vann öruggan sigur í spjótkasti kvenna, en hún kastaði spjótinu lengst 55,51 metra. Ásdís á Íslandsmetið í greinni sem hún setti á Ólympíuleikunum í London fyrir tveimur árum, en þá kastaði hún spjótinu 62,77 metra. FH-ingurinn Thea Imani Sturludóttir hafnaði í öðru sæti (41,74) og Ásgerður Jana Ágústsdóttir, UFA, í því þriðja (37,63). Blikinn Sindri Hrafn Guðmundsson hafði sigur í karlaflokki, en hann kastaði spjótinu 77,28 metra. Með kastinu setti Sindri tvöfalt aldursflokkamet, bæði í flokki 18-19 ára og 20-22 ára.Guðmundur Sverrisson, ÍR, hafnaði í öðru sæti með kasti upp á 76,47 metra og Guðmundur Hólmar Jónsson, Ármanni, í því þriðja, en hann kastaði spjótinu 68,58 metra. ÍR-ingurinn Ívar Kristinn Jasonarson bar sigur úr býtum í 400m hlaupi karla, en hann kom í mark á 49,33 sekúndum, rúmri sekúndu á undan Kristni Þór Kristinssyni (50,48) úr HSK/Umf. Selfossi. Daníel Þórarinsson kom þriðji í mark á 50,51 sekúndum.Kristinn Torfason vann sigur í langstökki karla.Í langstökki karla sigraði Kristinn Torfason, FH, en hann stökk 7,23 metra. ÍR-ingarnir Einar Daði Lárusson (6,91m) og Juan Ramón Borges Bosque (6,67m) röðuðu sér í næstu sæti.Hermann Þór Haraldsson, FH, og Einar Daði Lárusson, ÍR, deildu gullverðlaununum í hástökki karla, en þeir stukku báðir 1,96 metra. Styrmir Dan Steingrímsson, HSK/Umf. Selfossi, fékk bronsverðlaun fyrir stökk upp á 1,93 metra.Rakel Ósk Dýrfjörð Björnsdóttir, UFA, sigraði í stangarstökki kvenna, en hún lyfti sér yfir 3,42 metra. ÍR-ingurinn Auður María Óskarsdóttir gerði slíkt hið sama en Rakel féll gullið þar sem hún fór yfir í fyrstu tilraun. Bronsverðlaunin féllu Bogey Ragnheiði Leósdóttir, ÍR, í skaut, en hún lyfti sér yfir 3,32 metra. Keppni heldur áfram á morgun. Upplýsingar um sigurvegara eru fengnar frá FRÍ og upplýsingar um mótsmet frá mbl.is/sport. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Öruggur sigur Hilmars Nú stendur yfir keppni á 88. Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. Alls voru rúmlega 180 keppendur skráðir til leiks, en þeir koma frá 13 félögum og samböndum. 12. júlí 2014 14:41 Tvöfaldur sigur Hafdísar Hafdís Sigurðardóttir, UFA, varð hlutskörpust í langstökkskeppninni í kvennaflokki á 88. Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fer fram um helgina á Kaplakrikavelli. 12. júlí 2014 15:18 Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sjá meira
Keppni er lokið á fyrri degi 88. Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum sem fer fram á Kaplakrikavelli um helgina. Það er óhætt að segja að Hafdís Sigurðardóttir, UFA, hafi verið kona dagsins. Eins og greint var frá fyrr í dag vann hún til gullverðlauna í langstökki og 100m hlaupi og Hafdís bætti svo tveimur gullverðlaunum við með því að sigra í 400m hlaupi, auk þess sem hún var hluti af sigurliði UFA í 4x100m boðhlaupi. Hafdís hljóp 400 metrana á 54,16 sekúndum og setti þar með mótsmet, en hin 14 ára Þórdís Eva Steinsdóttir, FH, kom næst í mark á 56,87 sekúndum. Steinunn Erla Davíðsdóttir, UFA, hafnaði í 3. sæti á tímanum 57,98 sekúndum. Sveit UFA í 4x100m boðhlaupi kom í mark á 48,42 sekúndum, en A sveit ÍR (48,76) og Sveit FH (49,89) komu næstar. Sveit ÍR varð hlutskörpust í 4x100m boðhlaupi karla, en hún setti mótsmet með því að koma í mark 42,47 sekúndum. Sveitir UMSS og UFA komu næstar á tímunum 43,38 og 44,56 sekúndum.Aníta Hinriksdóttir vann öruggan sigur í 1500m hlaupi kvenna.Vísir/DaníelÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir sigraði í 1500m hlaupi á tímanum 4:27,93 mínútum. María Birkisdóttir, USÚ, kom næst í mark á 4:53,89 mínutum og Guðlaug Edda Hannesdóttir, Fjölnir, hafnaði í þriðja sæti á tímanum 4:54,87. ÍR-ingar röðuðu sér í þrjú efstu sætin í 1500m hlaupi karla. Hlynur Andrésson kom fyrstur í mark á 3:55,94 mínútum, en þeir Sæmundur Ólafsson (4:06,20) og Daníel Freyr Garðarsson (4:06,73) komu næstir.Ásdís Hjálmsdóttir kastaði 55,51 metra í dag.Vísir/AFPÁsdís Hjálmsdóttir, Ármanni, vann öruggan sigur í spjótkasti kvenna, en hún kastaði spjótinu lengst 55,51 metra. Ásdís á Íslandsmetið í greinni sem hún setti á Ólympíuleikunum í London fyrir tveimur árum, en þá kastaði hún spjótinu 62,77 metra. FH-ingurinn Thea Imani Sturludóttir hafnaði í öðru sæti (41,74) og Ásgerður Jana Ágústsdóttir, UFA, í því þriðja (37,63). Blikinn Sindri Hrafn Guðmundsson hafði sigur í karlaflokki, en hann kastaði spjótinu 77,28 metra. Með kastinu setti Sindri tvöfalt aldursflokkamet, bæði í flokki 18-19 ára og 20-22 ára.Guðmundur Sverrisson, ÍR, hafnaði í öðru sæti með kasti upp á 76,47 metra og Guðmundur Hólmar Jónsson, Ármanni, í því þriðja, en hann kastaði spjótinu 68,58 metra. ÍR-ingurinn Ívar Kristinn Jasonarson bar sigur úr býtum í 400m hlaupi karla, en hann kom í mark á 49,33 sekúndum, rúmri sekúndu á undan Kristni Þór Kristinssyni (50,48) úr HSK/Umf. Selfossi. Daníel Þórarinsson kom þriðji í mark á 50,51 sekúndum.Kristinn Torfason vann sigur í langstökki karla.Í langstökki karla sigraði Kristinn Torfason, FH, en hann stökk 7,23 metra. ÍR-ingarnir Einar Daði Lárusson (6,91m) og Juan Ramón Borges Bosque (6,67m) röðuðu sér í næstu sæti.Hermann Þór Haraldsson, FH, og Einar Daði Lárusson, ÍR, deildu gullverðlaununum í hástökki karla, en þeir stukku báðir 1,96 metra. Styrmir Dan Steingrímsson, HSK/Umf. Selfossi, fékk bronsverðlaun fyrir stökk upp á 1,93 metra.Rakel Ósk Dýrfjörð Björnsdóttir, UFA, sigraði í stangarstökki kvenna, en hún lyfti sér yfir 3,42 metra. ÍR-ingurinn Auður María Óskarsdóttir gerði slíkt hið sama en Rakel féll gullið þar sem hún fór yfir í fyrstu tilraun. Bronsverðlaunin féllu Bogey Ragnheiði Leósdóttir, ÍR, í skaut, en hún lyfti sér yfir 3,32 metra. Keppni heldur áfram á morgun. Upplýsingar um sigurvegara eru fengnar frá FRÍ og upplýsingar um mótsmet frá mbl.is/sport.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Öruggur sigur Hilmars Nú stendur yfir keppni á 88. Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. Alls voru rúmlega 180 keppendur skráðir til leiks, en þeir koma frá 13 félögum og samböndum. 12. júlí 2014 14:41 Tvöfaldur sigur Hafdísar Hafdís Sigurðardóttir, UFA, varð hlutskörpust í langstökkskeppninni í kvennaflokki á 88. Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fer fram um helgina á Kaplakrikavelli. 12. júlí 2014 15:18 Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sjá meira
Öruggur sigur Hilmars Nú stendur yfir keppni á 88. Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. Alls voru rúmlega 180 keppendur skráðir til leiks, en þeir koma frá 13 félögum og samböndum. 12. júlí 2014 14:41
Tvöfaldur sigur Hafdísar Hafdís Sigurðardóttir, UFA, varð hlutskörpust í langstökkskeppninni í kvennaflokki á 88. Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fer fram um helgina á Kaplakrikavelli. 12. júlí 2014 15:18