Greining á andstæðingi Gunnars Nelson Pétur Marinó Jónsson skrifar 12. júlí 2014 14:15 Zak Cummings er risastór veltivigtarmaður. Vísir/Getty Aðeins vika er í bardaga Gunnars Nelson gegn Bandaríkjamanninum Zak Cummings. Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 19. Zak Cummings er 29 ára Bandaríkjamaður með ágætlega mikla reynslu úr MMA. Cummings er með bakgrunn í ólympískri glímu og er það hans helsta kennimerki. Cummings er með gott bardagaskor sem samanstendur af 17 sigrum og þremur töpum. Af 17 sigrum Cummings hafa níu komið eftir uppgjafartök og fjórir eftir rothögg. Cummings leggur mikið upp úr því að reyna að klára bardagann og hafa aðeins sex af 20 bardögum hans endað í dómaraákvörðun. Bardaginn fer fram í veltivigt (77 kg) en þar er Cummings ósigraður í tveimur bardögum. Hann hefur áður barist í millivigt (84 kg) og léttþungavigt (92 kg) en virðist nú hafa fundið sinn rétta þyngdarflokk. Tvö af þremur töpum hans hafa komið gegn sterkum andstæðingum. Hans fyrsta tap kom gegn Tim Kennedy í millivigt en Kennedy er í 6. sæti á styrkleikalista UFC í millivigt. Hans þriðja tap kom gegn Ryan Jimmo í léttþungavigt en Jimmo er gríðarlega stór í þeim þyngdarflokki og hafði það eflaust áhrif á bardagann. Cummings er nokkuð brattur fyrir bardagann gegn Gunnari og hefur ekki miklar áhyggjur af óhefðbundnum karate stíl Gunnars. Að sögn Cummings æfir hann mikið með karate og tækvondó mönnum sem hafa svipaðan stíl og Gunnar (gleið fótastaða og hendurnar lágt niðri) auk þess sem fyrrnefndur Ryan Jimmo er með bakgrunn úr karate og ekki fannst Cummings sá stíll vera mikið vandamál þrátt fyrir tapið. Gunnar Nelson er eins og landsmönnum er kunnugt um í heimsklassa þegar kemur að gólfglímu en átta af 12 sigrum hans hafa komið eftir uppgjafartök. Án þess að vanmeta Gunnar telur Cummings að hann sé tilbúinn til að eiga við Gunnar í gólfinu. Cummings æfir með margföldum heimsmeistara í brasilísku jiu-jitsu og telur að ekkert sem Gunnar geri muni koma honum á óvart í bardaganum. Cummings gæti haft eitthvað til síns máls en það verður að koma í ljós ef bardaginn endar í gólfinu. Honum gekk mjög vel í sínum síðasta bardaga gegn Yan Cabral en sá er svart belti í brasilísku jiu-jitsu og hafði sigrað alla bardaga sína eftir uppgjafartök. Cummings óttaðist ekki Cabral og stóð sig vel í gólfinu gegn svartbeltingnum og fór með sigur af hólmi. Cummings verður rúmlega 10 kg þyngri en Gunnar í bardaganumZak Cummings er risastór veltivigtarmaður en hann er um 9 cm hærri en Gunnar. Eins og áður segir barðist hann í millivigt og léttþungavigt áður en hann færði sig í veltivigt. Samkvæmt nýlegu viðtal við Cummings er hann 90-92 kg kvöldið sem hann berst eftir að hafa vigtað sig inn 77 kg daginn áður. Það er þekkt í MMA heiminum að menn þyngist um tæp 10 kg á sólarhring eftir vigtun en þessar tölur hjá Cummings eru með því stærsta sem þekkist í MMA. Það eru gífurleg vísindi sem liggja að baki á svona niðurskurði en þetta er alls ekki ekki hollt fyrir líkamann. Það má því búast við því að Gunnar verði um 10 kg léttari en Cummings þegar í búrið er komið. Líkt og margir bandarískir glímumenn er Cummings ekki eins góður í gólfinu þegar hann er á bakinu. Ef Gunnar nær Cummings niður gæti Cummings átt í erfiðleikum með að standa upp. Boxið hans er heldur ekki jafn gott og fellurnar hans og gæti Gunnar náð inn góðum gagnhöggum í standandi viðureign. Það er ljóst að bardaginn verður þrælspennandi og hugsanlega jafnari en fólk heldur. Gunnar hefur aldrei áður mætt svona stórum bandarískum glímumanni og verður áhugavert að sjá hvernig Gunnar mun bregðast við pressunni sem Cummings setur á Gunnar.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Zak Cummings Aðeins 15 dagar eru í bardaga Gunnars Nelson og Zak Cummings á UFC bardagakvöldinu í Dublin. 4. júlí 2014 10:00 Hver er þessi Zak Cummings? Eins og kom fram í fréttum í gær mætir Gunnar Nelson hinum bandaríska Zak Cummings í stað Ryan LaFlare í Dublin þann 19. júlí. En hver er þessi Zak Cummings? 29. maí 2014 21:45 Gooden hittir Gunnar og McGregor Einn aðallýsenda UFC-sambandsins, John Gooden, er staddur hér á landi ásamt tökuliði sínu. Viðfangsefnið eru bardagakapparnir Gunnar Nelson og Conor McGregor en þeir félagar eru þessa dagana við æfingar í Mjölniskastalanum. 19. júní 2014 19:40 Cummings ekki síðri bardagamaður en LaFlare Gunnar Nelson mætir nú Zak Cummings í Dyflinni 19. júlí. 28. maí 2014 17:45 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
Aðeins vika er í bardaga Gunnars Nelson gegn Bandaríkjamanninum Zak Cummings. Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 19. Zak Cummings er 29 ára Bandaríkjamaður með ágætlega mikla reynslu úr MMA. Cummings er með bakgrunn í ólympískri glímu og er það hans helsta kennimerki. Cummings er með gott bardagaskor sem samanstendur af 17 sigrum og þremur töpum. Af 17 sigrum Cummings hafa níu komið eftir uppgjafartök og fjórir eftir rothögg. Cummings leggur mikið upp úr því að reyna að klára bardagann og hafa aðeins sex af 20 bardögum hans endað í dómaraákvörðun. Bardaginn fer fram í veltivigt (77 kg) en þar er Cummings ósigraður í tveimur bardögum. Hann hefur áður barist í millivigt (84 kg) og léttþungavigt (92 kg) en virðist nú hafa fundið sinn rétta þyngdarflokk. Tvö af þremur töpum hans hafa komið gegn sterkum andstæðingum. Hans fyrsta tap kom gegn Tim Kennedy í millivigt en Kennedy er í 6. sæti á styrkleikalista UFC í millivigt. Hans þriðja tap kom gegn Ryan Jimmo í léttþungavigt en Jimmo er gríðarlega stór í þeim þyngdarflokki og hafði það eflaust áhrif á bardagann. Cummings er nokkuð brattur fyrir bardagann gegn Gunnari og hefur ekki miklar áhyggjur af óhefðbundnum karate stíl Gunnars. Að sögn Cummings æfir hann mikið með karate og tækvondó mönnum sem hafa svipaðan stíl og Gunnar (gleið fótastaða og hendurnar lágt niðri) auk þess sem fyrrnefndur Ryan Jimmo er með bakgrunn úr karate og ekki fannst Cummings sá stíll vera mikið vandamál þrátt fyrir tapið. Gunnar Nelson er eins og landsmönnum er kunnugt um í heimsklassa þegar kemur að gólfglímu en átta af 12 sigrum hans hafa komið eftir uppgjafartök. Án þess að vanmeta Gunnar telur Cummings að hann sé tilbúinn til að eiga við Gunnar í gólfinu. Cummings æfir með margföldum heimsmeistara í brasilísku jiu-jitsu og telur að ekkert sem Gunnar geri muni koma honum á óvart í bardaganum. Cummings gæti haft eitthvað til síns máls en það verður að koma í ljós ef bardaginn endar í gólfinu. Honum gekk mjög vel í sínum síðasta bardaga gegn Yan Cabral en sá er svart belti í brasilísku jiu-jitsu og hafði sigrað alla bardaga sína eftir uppgjafartök. Cummings óttaðist ekki Cabral og stóð sig vel í gólfinu gegn svartbeltingnum og fór með sigur af hólmi. Cummings verður rúmlega 10 kg þyngri en Gunnar í bardaganumZak Cummings er risastór veltivigtarmaður en hann er um 9 cm hærri en Gunnar. Eins og áður segir barðist hann í millivigt og léttþungavigt áður en hann færði sig í veltivigt. Samkvæmt nýlegu viðtal við Cummings er hann 90-92 kg kvöldið sem hann berst eftir að hafa vigtað sig inn 77 kg daginn áður. Það er þekkt í MMA heiminum að menn þyngist um tæp 10 kg á sólarhring eftir vigtun en þessar tölur hjá Cummings eru með því stærsta sem þekkist í MMA. Það eru gífurleg vísindi sem liggja að baki á svona niðurskurði en þetta er alls ekki ekki hollt fyrir líkamann. Það má því búast við því að Gunnar verði um 10 kg léttari en Cummings þegar í búrið er komið. Líkt og margir bandarískir glímumenn er Cummings ekki eins góður í gólfinu þegar hann er á bakinu. Ef Gunnar nær Cummings niður gæti Cummings átt í erfiðleikum með að standa upp. Boxið hans er heldur ekki jafn gott og fellurnar hans og gæti Gunnar náð inn góðum gagnhöggum í standandi viðureign. Það er ljóst að bardaginn verður þrælspennandi og hugsanlega jafnari en fólk heldur. Gunnar hefur aldrei áður mætt svona stórum bandarískum glímumanni og verður áhugavert að sjá hvernig Gunnar mun bregðast við pressunni sem Cummings setur á Gunnar.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Zak Cummings Aðeins 15 dagar eru í bardaga Gunnars Nelson og Zak Cummings á UFC bardagakvöldinu í Dublin. 4. júlí 2014 10:00 Hver er þessi Zak Cummings? Eins og kom fram í fréttum í gær mætir Gunnar Nelson hinum bandaríska Zak Cummings í stað Ryan LaFlare í Dublin þann 19. júlí. En hver er þessi Zak Cummings? 29. maí 2014 21:45 Gooden hittir Gunnar og McGregor Einn aðallýsenda UFC-sambandsins, John Gooden, er staddur hér á landi ásamt tökuliði sínu. Viðfangsefnið eru bardagakapparnir Gunnar Nelson og Conor McGregor en þeir félagar eru þessa dagana við æfingar í Mjölniskastalanum. 19. júní 2014 19:40 Cummings ekki síðri bardagamaður en LaFlare Gunnar Nelson mætir nú Zak Cummings í Dyflinni 19. júlí. 28. maí 2014 17:45 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Zak Cummings Aðeins 15 dagar eru í bardaga Gunnars Nelson og Zak Cummings á UFC bardagakvöldinu í Dublin. 4. júlí 2014 10:00
Hver er þessi Zak Cummings? Eins og kom fram í fréttum í gær mætir Gunnar Nelson hinum bandaríska Zak Cummings í stað Ryan LaFlare í Dublin þann 19. júlí. En hver er þessi Zak Cummings? 29. maí 2014 21:45
Gooden hittir Gunnar og McGregor Einn aðallýsenda UFC-sambandsins, John Gooden, er staddur hér á landi ásamt tökuliði sínu. Viðfangsefnið eru bardagakapparnir Gunnar Nelson og Conor McGregor en þeir félagar eru þessa dagana við æfingar í Mjölniskastalanum. 19. júní 2014 19:40
Cummings ekki síðri bardagamaður en LaFlare Gunnar Nelson mætir nú Zak Cummings í Dyflinni 19. júlí. 28. maí 2014 17:45