Greining á andstæðingi Gunnars Nelson Pétur Marinó Jónsson skrifar 12. júlí 2014 14:15 Zak Cummings er risastór veltivigtarmaður. Vísir/Getty Aðeins vika er í bardaga Gunnars Nelson gegn Bandaríkjamanninum Zak Cummings. Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 19. Zak Cummings er 29 ára Bandaríkjamaður með ágætlega mikla reynslu úr MMA. Cummings er með bakgrunn í ólympískri glímu og er það hans helsta kennimerki. Cummings er með gott bardagaskor sem samanstendur af 17 sigrum og þremur töpum. Af 17 sigrum Cummings hafa níu komið eftir uppgjafartök og fjórir eftir rothögg. Cummings leggur mikið upp úr því að reyna að klára bardagann og hafa aðeins sex af 20 bardögum hans endað í dómaraákvörðun. Bardaginn fer fram í veltivigt (77 kg) en þar er Cummings ósigraður í tveimur bardögum. Hann hefur áður barist í millivigt (84 kg) og léttþungavigt (92 kg) en virðist nú hafa fundið sinn rétta þyngdarflokk. Tvö af þremur töpum hans hafa komið gegn sterkum andstæðingum. Hans fyrsta tap kom gegn Tim Kennedy í millivigt en Kennedy er í 6. sæti á styrkleikalista UFC í millivigt. Hans þriðja tap kom gegn Ryan Jimmo í léttþungavigt en Jimmo er gríðarlega stór í þeim þyngdarflokki og hafði það eflaust áhrif á bardagann. Cummings er nokkuð brattur fyrir bardagann gegn Gunnari og hefur ekki miklar áhyggjur af óhefðbundnum karate stíl Gunnars. Að sögn Cummings æfir hann mikið með karate og tækvondó mönnum sem hafa svipaðan stíl og Gunnar (gleið fótastaða og hendurnar lágt niðri) auk þess sem fyrrnefndur Ryan Jimmo er með bakgrunn úr karate og ekki fannst Cummings sá stíll vera mikið vandamál þrátt fyrir tapið. Gunnar Nelson er eins og landsmönnum er kunnugt um í heimsklassa þegar kemur að gólfglímu en átta af 12 sigrum hans hafa komið eftir uppgjafartök. Án þess að vanmeta Gunnar telur Cummings að hann sé tilbúinn til að eiga við Gunnar í gólfinu. Cummings æfir með margföldum heimsmeistara í brasilísku jiu-jitsu og telur að ekkert sem Gunnar geri muni koma honum á óvart í bardaganum. Cummings gæti haft eitthvað til síns máls en það verður að koma í ljós ef bardaginn endar í gólfinu. Honum gekk mjög vel í sínum síðasta bardaga gegn Yan Cabral en sá er svart belti í brasilísku jiu-jitsu og hafði sigrað alla bardaga sína eftir uppgjafartök. Cummings óttaðist ekki Cabral og stóð sig vel í gólfinu gegn svartbeltingnum og fór með sigur af hólmi. Cummings verður rúmlega 10 kg þyngri en Gunnar í bardaganumZak Cummings er risastór veltivigtarmaður en hann er um 9 cm hærri en Gunnar. Eins og áður segir barðist hann í millivigt og léttþungavigt áður en hann færði sig í veltivigt. Samkvæmt nýlegu viðtal við Cummings er hann 90-92 kg kvöldið sem hann berst eftir að hafa vigtað sig inn 77 kg daginn áður. Það er þekkt í MMA heiminum að menn þyngist um tæp 10 kg á sólarhring eftir vigtun en þessar tölur hjá Cummings eru með því stærsta sem þekkist í MMA. Það eru gífurleg vísindi sem liggja að baki á svona niðurskurði en þetta er alls ekki ekki hollt fyrir líkamann. Það má því búast við því að Gunnar verði um 10 kg léttari en Cummings þegar í búrið er komið. Líkt og margir bandarískir glímumenn er Cummings ekki eins góður í gólfinu þegar hann er á bakinu. Ef Gunnar nær Cummings niður gæti Cummings átt í erfiðleikum með að standa upp. Boxið hans er heldur ekki jafn gott og fellurnar hans og gæti Gunnar náð inn góðum gagnhöggum í standandi viðureign. Það er ljóst að bardaginn verður þrælspennandi og hugsanlega jafnari en fólk heldur. Gunnar hefur aldrei áður mætt svona stórum bandarískum glímumanni og verður áhugavert að sjá hvernig Gunnar mun bregðast við pressunni sem Cummings setur á Gunnar.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Zak Cummings Aðeins 15 dagar eru í bardaga Gunnars Nelson og Zak Cummings á UFC bardagakvöldinu í Dublin. 4. júlí 2014 10:00 Hver er þessi Zak Cummings? Eins og kom fram í fréttum í gær mætir Gunnar Nelson hinum bandaríska Zak Cummings í stað Ryan LaFlare í Dublin þann 19. júlí. En hver er þessi Zak Cummings? 29. maí 2014 21:45 Gooden hittir Gunnar og McGregor Einn aðallýsenda UFC-sambandsins, John Gooden, er staddur hér á landi ásamt tökuliði sínu. Viðfangsefnið eru bardagakapparnir Gunnar Nelson og Conor McGregor en þeir félagar eru þessa dagana við æfingar í Mjölniskastalanum. 19. júní 2014 19:40 Cummings ekki síðri bardagamaður en LaFlare Gunnar Nelson mætir nú Zak Cummings í Dyflinni 19. júlí. 28. maí 2014 17:45 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Í beinni: Venezia - Fiorentina | Mikilvægur Íslendingaslagur Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Sjá meira
Aðeins vika er í bardaga Gunnars Nelson gegn Bandaríkjamanninum Zak Cummings. Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 19. Zak Cummings er 29 ára Bandaríkjamaður með ágætlega mikla reynslu úr MMA. Cummings er með bakgrunn í ólympískri glímu og er það hans helsta kennimerki. Cummings er með gott bardagaskor sem samanstendur af 17 sigrum og þremur töpum. Af 17 sigrum Cummings hafa níu komið eftir uppgjafartök og fjórir eftir rothögg. Cummings leggur mikið upp úr því að reyna að klára bardagann og hafa aðeins sex af 20 bardögum hans endað í dómaraákvörðun. Bardaginn fer fram í veltivigt (77 kg) en þar er Cummings ósigraður í tveimur bardögum. Hann hefur áður barist í millivigt (84 kg) og léttþungavigt (92 kg) en virðist nú hafa fundið sinn rétta þyngdarflokk. Tvö af þremur töpum hans hafa komið gegn sterkum andstæðingum. Hans fyrsta tap kom gegn Tim Kennedy í millivigt en Kennedy er í 6. sæti á styrkleikalista UFC í millivigt. Hans þriðja tap kom gegn Ryan Jimmo í léttþungavigt en Jimmo er gríðarlega stór í þeim þyngdarflokki og hafði það eflaust áhrif á bardagann. Cummings er nokkuð brattur fyrir bardagann gegn Gunnari og hefur ekki miklar áhyggjur af óhefðbundnum karate stíl Gunnars. Að sögn Cummings æfir hann mikið með karate og tækvondó mönnum sem hafa svipaðan stíl og Gunnar (gleið fótastaða og hendurnar lágt niðri) auk þess sem fyrrnefndur Ryan Jimmo er með bakgrunn úr karate og ekki fannst Cummings sá stíll vera mikið vandamál þrátt fyrir tapið. Gunnar Nelson er eins og landsmönnum er kunnugt um í heimsklassa þegar kemur að gólfglímu en átta af 12 sigrum hans hafa komið eftir uppgjafartök. Án þess að vanmeta Gunnar telur Cummings að hann sé tilbúinn til að eiga við Gunnar í gólfinu. Cummings æfir með margföldum heimsmeistara í brasilísku jiu-jitsu og telur að ekkert sem Gunnar geri muni koma honum á óvart í bardaganum. Cummings gæti haft eitthvað til síns máls en það verður að koma í ljós ef bardaginn endar í gólfinu. Honum gekk mjög vel í sínum síðasta bardaga gegn Yan Cabral en sá er svart belti í brasilísku jiu-jitsu og hafði sigrað alla bardaga sína eftir uppgjafartök. Cummings óttaðist ekki Cabral og stóð sig vel í gólfinu gegn svartbeltingnum og fór með sigur af hólmi. Cummings verður rúmlega 10 kg þyngri en Gunnar í bardaganumZak Cummings er risastór veltivigtarmaður en hann er um 9 cm hærri en Gunnar. Eins og áður segir barðist hann í millivigt og léttþungavigt áður en hann færði sig í veltivigt. Samkvæmt nýlegu viðtal við Cummings er hann 90-92 kg kvöldið sem hann berst eftir að hafa vigtað sig inn 77 kg daginn áður. Það er þekkt í MMA heiminum að menn þyngist um tæp 10 kg á sólarhring eftir vigtun en þessar tölur hjá Cummings eru með því stærsta sem þekkist í MMA. Það eru gífurleg vísindi sem liggja að baki á svona niðurskurði en þetta er alls ekki ekki hollt fyrir líkamann. Það má því búast við því að Gunnar verði um 10 kg léttari en Cummings þegar í búrið er komið. Líkt og margir bandarískir glímumenn er Cummings ekki eins góður í gólfinu þegar hann er á bakinu. Ef Gunnar nær Cummings niður gæti Cummings átt í erfiðleikum með að standa upp. Boxið hans er heldur ekki jafn gott og fellurnar hans og gæti Gunnar náð inn góðum gagnhöggum í standandi viðureign. Það er ljóst að bardaginn verður þrælspennandi og hugsanlega jafnari en fólk heldur. Gunnar hefur aldrei áður mætt svona stórum bandarískum glímumanni og verður áhugavert að sjá hvernig Gunnar mun bregðast við pressunni sem Cummings setur á Gunnar.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Zak Cummings Aðeins 15 dagar eru í bardaga Gunnars Nelson og Zak Cummings á UFC bardagakvöldinu í Dublin. 4. júlí 2014 10:00 Hver er þessi Zak Cummings? Eins og kom fram í fréttum í gær mætir Gunnar Nelson hinum bandaríska Zak Cummings í stað Ryan LaFlare í Dublin þann 19. júlí. En hver er þessi Zak Cummings? 29. maí 2014 21:45 Gooden hittir Gunnar og McGregor Einn aðallýsenda UFC-sambandsins, John Gooden, er staddur hér á landi ásamt tökuliði sínu. Viðfangsefnið eru bardagakapparnir Gunnar Nelson og Conor McGregor en þeir félagar eru þessa dagana við æfingar í Mjölniskastalanum. 19. júní 2014 19:40 Cummings ekki síðri bardagamaður en LaFlare Gunnar Nelson mætir nú Zak Cummings í Dyflinni 19. júlí. 28. maí 2014 17:45 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Í beinni: Venezia - Fiorentina | Mikilvægur Íslendingaslagur Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Sjá meira
Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Zak Cummings Aðeins 15 dagar eru í bardaga Gunnars Nelson og Zak Cummings á UFC bardagakvöldinu í Dublin. 4. júlí 2014 10:00
Hver er þessi Zak Cummings? Eins og kom fram í fréttum í gær mætir Gunnar Nelson hinum bandaríska Zak Cummings í stað Ryan LaFlare í Dublin þann 19. júlí. En hver er þessi Zak Cummings? 29. maí 2014 21:45
Gooden hittir Gunnar og McGregor Einn aðallýsenda UFC-sambandsins, John Gooden, er staddur hér á landi ásamt tökuliði sínu. Viðfangsefnið eru bardagakapparnir Gunnar Nelson og Conor McGregor en þeir félagar eru þessa dagana við æfingar í Mjölniskastalanum. 19. júní 2014 19:40
Cummings ekki síðri bardagamaður en LaFlare Gunnar Nelson mætir nú Zak Cummings í Dyflinni 19. júlí. 28. maí 2014 17:45
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn