Svo gæti farið að Bandaríkin hafi milligöngu um samkomulag um vopnahlé milli Ísrael og Palestínu. Barack Obama, Bandaríkjaforseti, viðraði þessa hugmynd í samtali við Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael í nótt.
Rúmlega níutíu hafa fallið í aðgerðum Ísraelshers á Gaza síðustu daga. Þá hafa um sex hundruð særst samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Vestubakkanum. Yfirvöld í Ísrael hafa skotið tæplega fjögur hundruð loftskeytum á um hundrað skotmörk á Gaza. Að sama skapi hafa vígamenn í Palestínu skotið fjölda skeyta í átt að Ísrael. Ekki hafa borist neinar fregnir af mannfalli í Ísrael.
Í morgun bárust fregnir af því að loftskeytum hafi skotið í átt að Ísrael frá Líbanon. Ísraelskir hermenn svöruðu með fallbyssuskotum.Ramadan, föstumánuður múslima, stendur nú yfir. Gaza-borg er rafmagnslaus og fáir á ferli. Fregnir hafa borist af því að Ísraelsk herskip hafi skotið flugskeytum að Vesturbakkanum í myrkrinu í nótt.
Obama vill stilla til friðar
Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
