Innlent

Íslendingar fari ekki til Gaza

Sunna Kareni Sigurþórsdóttir skrifar
Heildarfjöldi látinna á Gaza er um áttatíu og á sjötta hundrað eru særðir.
Heildarfjöldi látinna á Gaza er um áttatíu og á sjötta hundrað eru særðir. vísir/afp
Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ferðalögum til Gaza vegna ótryggs ástands þar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Í tilkynningunni segir jafnframt að ráðuneytið fylgist náið með þróun mála og ráðleggur fólki ennfremur að fylgjast með ferðaleiðbeiningum annarra ríkja, til dæmis Norðurlandanna.

Yfirvöld í Palestínu fullyrða að tuttugu hafi farist í loftárásum Ísraelshers í dag og er heildarfjöldi látinna á Gaza er því um áttatíu. Heilbrigðisyfirvöld segja að á sjötta hundrað hafi særst í aðgerðum síðustu daga.


Tengdar fréttir

Öryggisráð SÞ kallað saman vegna átaka á Gaza

Ban Ki-Moon, aðalframkvæmdastjóri SÞ, fordæmir árásirnar og biður Ísraelsforseta að virða alþjóðlegar skuldbindingar um vernd óbreyttra borgara en þau linnulausu átök sem geisa nú á Gazasvæðinu virðast ætla að stigmagnast frá degi til dags.

Tugir liggja í valnum eftir loftárásir

Spennan heldur áfram að magnast á milli Ísraelsmanna og Palestínumanna á Gazasvæðinu, en tuttugu og sjö liggja nú í valnum og yfir hundrað eru særðir eftir hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna í dag.

Ísraelar boða hertar árásir á Gaza

Að minnsta kosti 35 hafa fallið í árásum ísraelshers á Gaza undanfarna daga, þeirra á meðal konur og börn. Enginn hefur fallið í árásum Hamas á Ísrael.

Flytja hermenn að Gaza

Spenna hefur verið mikil í Ísrael og Palestínu eftir morð þriggja ísraelskra pilta og 17 ára drengs frá Palestínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×