Líkir hernaði Ísraelsmanna við útrýmingarherferð nasista Randver Kári Randversson skrifar 29. júlí 2014 11:25 Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína, skorar á Bandaríkjastjórn að stöðva blóðbaðið á Gaza. Vísir/AP/Vilhelm „Ísraelsríki er undir stjórn stríðsglæpamanna sem skella skollaeyrum við öllum mótmælum. Við hljótum því að snúa okkur að Bandaríkjastjórn og þér herra forseti, Barack Obama, og krefjast þess að þú látir af stuðningi við blóðbaðið og stöðvir það þegar í stað,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína, í opnu bréfi sem hann hefur ritað til Baracks Obama, Bandaríkjaforseta. Þar skorar hann á Bandaríkjastjórn að grípa inn í átökin á Gaza, sem staðið hafa yfir í um þrjár vikur. Rúmlega 1100 Palestínumenn hafa fallið í árásum Ísraelshers á Gaza, stærstur hluti þeirra óbreyttir borgarar. Í bréfinu gagnrýnir Sveinn Rúnar Ísraelsmenn harðlega og segir þá hafa framið stríðsglæpi í hernaði sínum á Gaza, og líkir framferði þeirra við útrýmingarherferð nasista gegn gyðingum. „Netanyahu sagði að Ísrael myndi fara sínu fram án tillits, og það hefur þessi stríðsglæpastjórn gert. Ísraelsstjórn er ekkert heilagt í þessu einhliða stríði sem líkist æ meir útrýmingarherferð nazista, þar sem gyðingar voru lokaðir inni í gettói og síðan var gengið til verks við að myrða þá hvern á fætur öðrum,“ segir Sveinn Rúnar í bréfinu. Hann segir Ísraelsmenn standa í stríði gegn palestínsku þjóðinni, þar sem þeir fremji hryðjuverk og standi fyrir útrýmingarherferð gegn börnum. „Minnst á hryðjuverk, þá er það rétta orðið yfir stríðsrekstur Ísraels sem beinist nær alfarið að palestínskum börnum og fjölskyldufólki og getur ekki haft annan tilgang en að hræða og skapa skelfingu með morðum og sprengjuárásum á heimili fjölskyldna, skóla, bænahús, sjúkrahús, heilsugæslustöðvar, heimili fyrir fatlaða og sjónvarpsstöðvar.“ Sveinn Rúnar segir ekkert annað hægt að gera en að snúa sér til Bandaríkjastjórnar því Ísraelsstjórn hafi skellt skollaeyrum við hverju því sem sagt væri utan Ísraels varðandi stríðsreksturinn. Engu skipti þótt Íslendingar hafi tekið afdráttarlausa afstöðu gegn blóðbaðinu á Gaza. Hann gagnrýnir stuðning Bandaríkjastjórnar við Ísrael og segir Bandaríkjamenn bera þunga ábyrgð í málinu. Þeir geti stöðvað blóðbaðið og hann hvetur þá til að gera grípa inn í átökin á Gaza. „Þung ábyrgð hvílir á þér Obama Bandaríkjaforseti, sem getur stöðvað barnamorðin ef þú kærir þig um í stað þess að klifa á rétti Ísraelsmanna til að verja land sitt. Blóðbaðið heldur áfram og þú herra forseti og Kerry utanríkisráðherra byrja sérhverja ræðu á heilshugar stuðningi við árásarstríð Ísraels. Þið hafið frómar óskir um vopnahlé en gerið ekkert til að fylgja því eftir.“ Gasa Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
„Ísraelsríki er undir stjórn stríðsglæpamanna sem skella skollaeyrum við öllum mótmælum. Við hljótum því að snúa okkur að Bandaríkjastjórn og þér herra forseti, Barack Obama, og krefjast þess að þú látir af stuðningi við blóðbaðið og stöðvir það þegar í stað,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína, í opnu bréfi sem hann hefur ritað til Baracks Obama, Bandaríkjaforseta. Þar skorar hann á Bandaríkjastjórn að grípa inn í átökin á Gaza, sem staðið hafa yfir í um þrjár vikur. Rúmlega 1100 Palestínumenn hafa fallið í árásum Ísraelshers á Gaza, stærstur hluti þeirra óbreyttir borgarar. Í bréfinu gagnrýnir Sveinn Rúnar Ísraelsmenn harðlega og segir þá hafa framið stríðsglæpi í hernaði sínum á Gaza, og líkir framferði þeirra við útrýmingarherferð nasista gegn gyðingum. „Netanyahu sagði að Ísrael myndi fara sínu fram án tillits, og það hefur þessi stríðsglæpastjórn gert. Ísraelsstjórn er ekkert heilagt í þessu einhliða stríði sem líkist æ meir útrýmingarherferð nazista, þar sem gyðingar voru lokaðir inni í gettói og síðan var gengið til verks við að myrða þá hvern á fætur öðrum,“ segir Sveinn Rúnar í bréfinu. Hann segir Ísraelsmenn standa í stríði gegn palestínsku þjóðinni, þar sem þeir fremji hryðjuverk og standi fyrir útrýmingarherferð gegn börnum. „Minnst á hryðjuverk, þá er það rétta orðið yfir stríðsrekstur Ísraels sem beinist nær alfarið að palestínskum börnum og fjölskyldufólki og getur ekki haft annan tilgang en að hræða og skapa skelfingu með morðum og sprengjuárásum á heimili fjölskyldna, skóla, bænahús, sjúkrahús, heilsugæslustöðvar, heimili fyrir fatlaða og sjónvarpsstöðvar.“ Sveinn Rúnar segir ekkert annað hægt að gera en að snúa sér til Bandaríkjastjórnar því Ísraelsstjórn hafi skellt skollaeyrum við hverju því sem sagt væri utan Ísraels varðandi stríðsreksturinn. Engu skipti þótt Íslendingar hafi tekið afdráttarlausa afstöðu gegn blóðbaðinu á Gaza. Hann gagnrýnir stuðning Bandaríkjastjórnar við Ísrael og segir Bandaríkjamenn bera þunga ábyrgð í málinu. Þeir geti stöðvað blóðbaðið og hann hvetur þá til að gera grípa inn í átökin á Gaza. „Þung ábyrgð hvílir á þér Obama Bandaríkjaforseti, sem getur stöðvað barnamorðin ef þú kærir þig um í stað þess að klifa á rétti Ísraelsmanna til að verja land sitt. Blóðbaðið heldur áfram og þú herra forseti og Kerry utanríkisráðherra byrja sérhverja ræðu á heilshugar stuðningi við árásarstríð Ísraels. Þið hafið frómar óskir um vopnahlé en gerið ekkert til að fylgja því eftir.“
Gasa Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira