Stórskotaárásir halda áfram Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. júlí 2014 10:20 vísir/ap Blóðugir bardagar stríðandi fylkinga á Gaza héldu áfram í nótt og í morgun. Átökin eru þau verstu í áraraðir, en þrjátíu Palestínumenn hið minnsta fórust í einni stærstu stórskotaárás Ísraelshers síðan átök hófust fyrir tuttugu og tveimur dögum síðan. Sprengingar og byssugelt mátti heyra víða á svæðinu í morgun og ekkert lát virðast ætla að vera á bardögunum. Harðar sprengjuárásir Ísraelshers lýstu upp næturhiminn Gaza þegar flugskeytum var varpað á stóra byggingu, sem hýsir meðal annars sjónvarps- og útvarpsstöðvar í miðri Gazaborg. Þá var sprengjum varpað á eldsneytistank við eina raforkuverið á Gaza í morgun, og kemur sú árás til með að hafa áhrif á heimili 1,8 milljón íbúa á svæðinu. Sprengjum var jafnframt varpað á almenningsgarð í Gazaborg, þar sem tíu fórust, meðal annars börn. Fjörutíu og sex særðust. Sú árás átti sér stað skömmu eftir að sprengja sprakk á Sifa-sjúkrahúsinu þar sem nokkrir særðust. Ísraelski herinn sagðist ekki bera ábyrgð á sprengingunum og hélt því fram að eldflaugar palestínskra vígamanna hefðu valdið skaðanum eftir að hafa ekki drifið nógu langt. Palestínumenn voru þó ekki á sama máli og sögðu Ísraela bera fulla ábyrgð. Hvorki gengur né rekur í friðarviðræðum deiluaðila, sem neita að setjast við samningaborð Sameinuðu þjóðanna. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri SÞ, sagði í gær að nauðsynlegt væri að stöðva ofbeldi á Gaza hið snarasta, því þyrfti að linna í nafni mannúðar. Byggingin hýsir meðal annars sjónvarps- og útvarpsstöðina Al-Aqsa. Eins og sjá má á þessu myndbandi var sprengingin gríðarleg. Sprengjum var jafnframt varpað á eldsneytistank við eina raforkuver í Gaza. Það kemur til með að hafa áhrif á alla íbúa Gaza. Innlegg frá Maria Rita Pirastu. Innlegg frá Maria Rita Pirastu. Gasa Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Sjá meira
Blóðugir bardagar stríðandi fylkinga á Gaza héldu áfram í nótt og í morgun. Átökin eru þau verstu í áraraðir, en þrjátíu Palestínumenn hið minnsta fórust í einni stærstu stórskotaárás Ísraelshers síðan átök hófust fyrir tuttugu og tveimur dögum síðan. Sprengingar og byssugelt mátti heyra víða á svæðinu í morgun og ekkert lát virðast ætla að vera á bardögunum. Harðar sprengjuárásir Ísraelshers lýstu upp næturhiminn Gaza þegar flugskeytum var varpað á stóra byggingu, sem hýsir meðal annars sjónvarps- og útvarpsstöðvar í miðri Gazaborg. Þá var sprengjum varpað á eldsneytistank við eina raforkuverið á Gaza í morgun, og kemur sú árás til með að hafa áhrif á heimili 1,8 milljón íbúa á svæðinu. Sprengjum var jafnframt varpað á almenningsgarð í Gazaborg, þar sem tíu fórust, meðal annars börn. Fjörutíu og sex særðust. Sú árás átti sér stað skömmu eftir að sprengja sprakk á Sifa-sjúkrahúsinu þar sem nokkrir særðust. Ísraelski herinn sagðist ekki bera ábyrgð á sprengingunum og hélt því fram að eldflaugar palestínskra vígamanna hefðu valdið skaðanum eftir að hafa ekki drifið nógu langt. Palestínumenn voru þó ekki á sama máli og sögðu Ísraela bera fulla ábyrgð. Hvorki gengur né rekur í friðarviðræðum deiluaðila, sem neita að setjast við samningaborð Sameinuðu þjóðanna. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri SÞ, sagði í gær að nauðsynlegt væri að stöðva ofbeldi á Gaza hið snarasta, því þyrfti að linna í nafni mannúðar. Byggingin hýsir meðal annars sjónvarps- og útvarpsstöðina Al-Aqsa. Eins og sjá má á þessu myndbandi var sprengingin gríðarleg. Sprengjum var jafnframt varpað á eldsneytistank við eina raforkuver í Gaza. Það kemur til með að hafa áhrif á alla íbúa Gaza. Innlegg frá Maria Rita Pirastu. Innlegg frá Maria Rita Pirastu.
Gasa Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Sjá meira